Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 9
U,Um,,,,,,,,,,,,,,,nnnn,,l,,,,,,,,,,,inH,H,HHl|"|HH,l,,HHl"||||||,||,m,ll,U,ll,»"HH,,,,,,,,H",,,n .................................................................. ^HHHHHHHHUI............................... UUUUIIHUUUI..........................................................................................IIUUUIUUHIIIr, | ★ Auðveld í þvotti ★ Þornar fljótt ★ Slétt um leið ANG L Islenzk verzlun í New York | FYRIR nokkru var stofnað á íslandi hlutafélag í þeim til- gangi að reka verzlun með ís- lenzkar vörur í New York. Hluta félagið heitir Icelandic Arts & Crafts, og eru hluthafar rúm- lega 25, flestir framleiðendur. Fyrir um það bil þrem vikur fór Kristján Friðriksson for- stjóri til Bandaríkjanna á vegum fyrirtækisins til að undirbúa stofnun verzlunarinnar í New York. Fréttamaður Alþýðublaðsins, sem þar var á ferð fyrir skömmu hitti Kristján að máli og innti hann eftir gangi mála og hvenær mætti vænta þess að verzlunin yrði opnuð. ; Kristján kvaðst hafa gengið frá samningum um húsnæði fyrir verzlunina strax og hann kom út. Hann sagðist hafa átt við mikla örðugleika að etja. Sá, sem ætti húsið, sem verzlunin verður í, hefði ekki staðið við gert sam komulag, og mjög lítið hefði ver ið unnið við að fullgera húsnæð ið. — Á hverjum einasta degi, hef ég rætt við verkstjórana og forsvarsmann húseigenda sagði Kristján. Ég hef alltaf fengið þau svör, að öllu yrði kippt \ lag á morgun, nema hvað á föstudögum hafa þeir sagt að allt kæmist í lag eftir helgi. Það er fyrst í dag, 19. október, að búið er að hreinsa húsnæðið út oá, byrjað er að undirbúa það að setja gler og karrna í gluggana, sem snúa út að götunni. — Eruð þið ánægðir með stað- inn? — Já, ég held að full ástæða sé til að vera það. Við leituðum lengi áður en við fundum þetta pláss, og ég held, að við höfum verið heppnir. Gildi þessa stað ar mun fara vaxandi að mínum dómi. Þetta er allstórt húsnæði, um 250 fermetrar, og leigan sanngjörn eftir því sem gerist hér, eða um 900 þúsund krónur íslenzkar á ári. — Hvað kemur fyrirtækið til með að hafa margt fólk í þjón- ustu sinni? — Það er nú ekkert ákveðið um það ennþá. Enn sem komið er hef ég eina stúlku með til aðstoðar og annað er ekki ákveð ið um mannaráðningar að sinni. Ég hef notið góðrar aðstoðar ýmissa íslepdinga, sem hér eru búsettir, því ég hef átt við marg víslega erfiðleika að etja á ýms um sviðum síðan ég kom. fil dæmis að taka get ég sagt þér, að við erum þegar búnir að fá töluvert af vörum. Þær komu hingað í stórum kössum sem Eim skip lánaði okkur. Einhverra hluta vegna var varningurinn all Ur tekinn úr þessum kössum og hent á bryggjuna liggur mér við að segia, og ekki veit ég hver stóð fyrir þessu. Nú er ég loksins búinn að ná öllum vörunum og það hefur ekki verið lítið amstur í kring um það. Ég var daglega fastagestur niður á bryggju og kariarnir voru margir hverjir farnir að heilsa' mér eins og kunningja. En þetta hafðist allt að lokum og nú fæ ég að geyma vörurnar í auðri íbúð í húsinu þar sem verziunin verður, á þriðju Avenu og sextugustu og annarri götu. Samt er ég ekki búinn að fá leyfi til að selja vörurnar enn. Fyrst þarf ég að búa til lista 5'fir þær allar og það er mikið verk og seinlegt. — Hvenær býstu við að geta opnað? — Um það þori ég ekkert að segja. Það er búið að svíkja mig svo oft að ég er hreint að verða gráhærður, en ég vona að ekki líði á löngu, þar til við getum opnað og byrjað að verzla af fullum krafti. — Eru þessar íslenzku fram- leiðsluvörur hátt tollaðar hér. — Mér er óhætt að segja að jafnaðartollurinn sé um 20% af verðmæti og það er raunar alls ekki óhagstætt. Ertu ekki bjartsýnn á að fyrir- tækið gangi vel, þegar verzlun in kemst á laggirnar? Jú, ég er þeirrar skoðunar að íslenzku bólstruðu húsgögnin ætti ekki að vera erfitt að selja hérna. Ég sé ekki betur en að á því sviði séum við fyllilega samkeppnisfæri-r hvað snertir verð og gæði. En ef þessi skoð- un mín reynist ekki rétt, þá er ég hræddur um að þær vörur aðr ar, sem við ætlum að selja, svo sem peysur, keramik, prjónles o. fl. muni tæplega geta staðið und ir kostnaði við verzlunina. En þetta leiðir timinn allt í ljós og við verðum að vona það bezta. — Ég bið að lokum fyrir beztu kveðjur heim, sagði Kristján að síðustu, og ef einhver vill senda mér línu, þá er heimilisfang mitt Queens Boulevard 125-10, Silver Tower, Queens N. Y. E. G. Kristján Friðriksson fyrir utan verzlun sína í New York. G. B. Silfurbúðin Laugavegi 55. — Sími 11066. Þeim f jölgar alltafi sem kaupa ANGLI skyrtuna 'IIIHirillUIIIIUmiUIIIHIIIUUHIHIU ............ tllllllHHIItllílltlllUUlllUHllUIIIUi'^ ALÞYÐUBLAÐiÐ 6. nóv. 1964 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.