Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 5
Matthías skáldritstjóri! SATT að segja var að mér komið að ávarpa þig Matthcus og minna þar með á nafnskyldleika þinn við guðspjallamanninn, enda engan veginn illa til fundið. Þjóð veit trúhneigð þína, sem bezt sannast af þvílíkri viðleitni að reyna að kristna rammheiðna kommúnista, ef þá ber til íslands og þú nærð fundi þeirra, eins og til dæmis Fúrtsevu hina rússnesku. Einnig sameinar þú stundum í ljóði vel- þóknun á öðrum eins andstæð- Um og gamalguðfræðílegum krist- indómi og nýtízkulegustu tækni, en þá er mér helzt í huga kvæði þitt í tilefni af vígslu nýju dóm- kirkjunnar að Skálholtsstað og eamlíkingin um flugvélina og þríeinan guð. Þetta hefði upp- hafshöfundi nýja testamentisins vafalaust þótt frækileg íþrótt. Samt hvarf ég að því ráði að mæla til þín eins og þú heitir á íslenzku og valdi titilinn, sem þú gegnir í nafnaskrá bókmenntasögu Stefáns ið þeirra getið að jafnaði, og freist ast ég að ræða þá gagnrýni nokkr- um orðum, þó að slíkt sé mér raun ar ólíkt. Auðvitað hæfir bezt að koma þeim á framfæri við þig — skáldritstjóra blaðsins. Sá mun hængur á, að Morgun- blaðið hafi aldrei orðið sér úti um þá vitneskju, hvert var tilefni og fyrirkomulag ljóðaflokkanna. Ég byrja þess vegna á því að útskýra þau atriði. Svo er það mál vaxið, að útvarpið fór þess á leit við mig í vor að velja kvæði til lestr- ar á sumarvökunum og haga þann- ig til, að þau sverji sig í ætt við árstíðina. Til þess treysti ég mér ekki við nána íhugun. Var ég samt beðinn að annast kvæðaval og varð við þeim tilmælum, ætlaði og reyndi að hafa hliðsjón af upp haflegu hugmyndinni, en kaus mér aukið frjálsræði. Gekk ég frá tíu flolckum og fór siðan út fyrir landsteinana — eða til Færeyja. Heimkominn lagðist ég í sjúkra- hús. Þangað leitaði útvarpið til Höfundur Morgunblaðsgrein- anna um dagskrá útvarpsins vik- una, er leið, heitir Sveinn Krist- insson, skagfirzkur að ætt og upp- runa, prýðilega greindur og dável menntaður. Frægastur mun hann af því afreki að vera einn þriggja íslendinga, sem unnið hafa kapp- skák af Friðriki Ólafssyni stór- meistara síðan 1952, ef ég man rétt. Sveinn þessi er maður rit- fær, enda skrifaði hann lengi skák- þætti í Þjóðviljann við góðan orðstír, en var annars starfsmað- ur SÍS áður en hann gekk £ þjón- ustu þína. Ekki kann ég skil á bókmenntaþekkingu eða list- smekk Sveins þessa, enda mat á slíku óviðkomandi athugasemdum mínum við gagnrýni hans á Ijóða- flokkunum Fimm kvæði. Hann lætur þess hvergi getið, að ég hafi valið ljóðin illa út af fyrir sig. Lá ég þó vel við því höggi. Þú skilur auðvitað, hvað erfitt er að ákveða fimm kvæði til lestrar í áheyrn þjóðarinnar nokkrar mín- Einarssonar prófessors. Annars er ekki tilefni bréfkorns Ins þetta eins og þú getur nærri. Mig langar að ræða allt annað. Nú er lokið útvarpsþáttunum, sem kölluðust sumarvökui', og þar með ljóðaflokkunum Fimm kvæði, en undirritaður valdi það efni til flutnings. Hefur Moi'gunblaðið lát- mín og bað um nokkra flokka i viðbót, svo að þeir entust út sum- arvökurnar. Kom ég þessu í verk, þó að mér væri óhægt um vik, og valdi enn sex flokka. Þeir urðu því samtals sextán. Las Andrés Björnsson hinn síðasta þeirra miðvikudaginn 21. októbei'. Vík ég þá að gagnrýni Morgunblaðsins. útur vikulega örfáa mánuði. Þau hljóta að vera stutt, en ættu samt að bera vitni um sérkenni og vinnubrögð höfundanna. Svo vakti fyrir mér, að þetta yrðu að mín- um dómi sýnishorn íslenzkra úr- valskvæða skálda, sem fæðzt hefðu á nítjándu öld og runnu skeiði t þeirrar, er við nú lifum. En Morg- unblaðið hefur hlíft mér við því ámæli,að sjálft Ijóðamatið hafi mis tekizt. Gagnrýni Sveins Kristins- sonar er af allt öðrum toga spunn- in. Hún er tvíþætt: í fyrsta lagi, að einn maður eigi ekki að velja svona mörg kvæði og lengi til út- vai'psflutnings. í öðru lagi, að ég hafi gert hlut dauðra höfunda og gamalla of mikinn á kostnað nýju skáldakynslóðarinnar. Einu sinni líkti hann þessu skáldaþingi mínu við elliheimili og vildi gefa í skyn, að ég hefði ekki fylgzt með ís- lenzkri ljóðagerð minnsta kosti tvo síðustu áratugi. Mun hann þar hafa miðað við lýðveldisárið. Þau tímamörk skipta þó varla máli í þessu efni. Sveinn gat alveg eins nefnt árið 1920. Þá gerðist það tvennt meðal annars á íslandi, að ég fæddist um sumarið hér syðra, en séra Matthías Jochumsson dó um haustið nyrði'a. Annar atburð- urinn kemur við tímaskiptasögu íslenzkra bókmennta. Skal tekið fram, að ég á við dauða Matthías- ar. Þá forða ég mér vonandi frá þeim ósköpum, að þú grunir mig um oflátungshátt. Fyrra ádeiluatriðinu, um flokka- fjöldann og tímaeyðsluna, svara ég þannig: Kvæðin urðu áttatíu talsins eins og liggur i augum uppi hverjum þeim, sem margfaldar 16 sinnum 5. Lestur flokkanna tók A ég að verða prestur ? Þegar ég nú að nýju fer að skrifa þætti uin persónuleg vanda mál fyrir Alþýðublaðið, er ekki úr vegi að byrja á spui-ningu, sem Bnertir nokkuð mína eigin stétt. Ungur stúdent sagði við mig eitt hvað á þessa leið: „Mér hefir kom- ið til hugar að láta, innrita mig í guðfræðideildina, en mér finnst ég ekki vera nógu góður maður til að verða prestur. Mér finnst prestar hljóti að vera bæði betri og sterktrúaðri menn en annað fólk.“ Það vantar ekki, að oft hafi verið gerður samanbui'ður á prest Um og „öðru fólki". Sjónarmið Jiafa þó ekki ávallt verið hin sömu. En eitt er víst iað ekki er til tvenns konar kristindómur, annar handa prestum og hinn handa öðru fólki. Enginn losnar t.d. við siðferðis kröfur kristindómsins við það að hætta við að verða prestur. Mun- lirinn á prestunum, og öðru fólki f söfnuðinum er aðeins sá, að hann hefir tekið að sér að vera kenni maður, trúboði, og gegna sérstakri þjónustu við helgar athafnir. Og frá sjónarmiði lúthersku kirkj- linnar er meira að segja hver einasti kristinn maður prestur, og þá verður munurinn á presti og leikmanni aðeins sá, að prestur inn er lærður guðfræðingur, sem hefir hlotið sérstakan undirbún ing undir ákveðið verkefni. Sú menntun er bráðnauðsynleg, að sjálfsögðu, cn trýggir ekki út af fyrir sig, að presturinn sé hóti trúaðri eða siðferðisbetri en „annað fólk“. Annað mál er það að sá sem tekur að sér að kenna og leiðbeina, verður að sjálfsögðu að leggja sig fram við að breyta sjálfur eftir kenningúnni, að svo Og þó er aðstaðan ekki að öllu leyti hin sama. Kona ein sagði einu sinni við mig: „Þegar al- menningur leggur dóm á líferni lækna, kaupmanna og annars fólks yfirleitt, er lagður á það mjög mannlegur mælikvarði, en þið prestarnir eruð bornir saman við sjálfan heilagleikann, og slíkt fær enginn maður staðizt". Það er lóðið, tvenns konar mælikvarði! En hví þá ekki að bera „annað PERSÖNULEG VANDAMÁL miklu leyti sem í hans valdi stend ur. Þetta gildir ekki um presta eina saman. Auðvitað er ætlazt til þess, að lögregluþjónar haldi lögin, og hverjir ættu að lifa betur í samræmi við kröfur lieil- brigðisins en læknarnir? Og hlýtur ekki kennari, sem tekur að sér skapgerðaruppeldi lítilla barna að leggja sig fram um að lifa sínar hugsjónir, eins og presturinn? Það er sem sé í þessum efnum skelfing lítill munur á prestum og „öðru fólki“. fólk“ einnig saman við heilag- leikann? Og hvað verður þá úr okkur, bæði prestum og „öðru fólki“? Var ekki einu sinni rnaður, sem sagði: „Guð, vertu mér synd- ugum líknsamur". Ég er hér ekki að predika neina hálf-hysteriska syndatilfinningu, sem stundum virðist mest vera í því fólgin að grobba af næmleika sínum á eigin mannvonzku. Ég á blátt áfram við þessa látlausu og hógværu syndatilfinningu, sem virðist lýsa sér í orðum stúdents ins, sem finnur að þrátt fyrir allt svarar hvorki hann sjálfur né líf hans til heilagleikans. Og ég hika ekki við að segja við þennan unga mann: „Þegar þú hættir að finna til þess, að þér sé í einhverju ábótavant þá fyrst ertu orðinn al- gerlega óhæfur í preststöðuna. En meðan þú átt eitthvað eftir í sjálf um þér af tilfinhingunni fyrir því, að þú sjálfur og „annað fólk“ einnig hugsi og lifi að miklu leyti í ósamræmi við heilagleikann þá hlýtur þú að finna, að heimurinn hefur þörf á boðun guðs ríkis. Og þá finnst mér sjálfsagt að þú fylgir þinni innri löngun og lesið guðfræði og verðir prestur. Ekki svo að skilja, að „annað fólk“ hafi ekki óteljandi tækifæri til að þjóna guði hver á sínum stað. En prestsstarfið er að mörgu leyti mjög ánægjulegt starf, þrátt fyrir öfðugleikana, sem því eru samfara og sérstaklega fjölþætt. Og einu sinni þekkti ég gamlan mann, sem sagðist hafa orðið prestur af því að hann hefði sem ungur maður álitið, iað það starf mýndi fremur en ýmislegt annað, gera sig að góðum manni. Hvort svo verður, sem þessi gamli prestur sagði, er auðvitað undir mörgu komið. ........... Jakob Jónsson. víst að meðaltali því sem næst tólt mínútur hvert skipti. Þetta verða samtals þrjár klukkustundir og tólf mínútur, en það mun álíka langur tími og þú ekur til og frá austur að Skálholti, ef þú ferð atf lögum um hraða, færð þér aíl drekka úr Soginu og berð hætf Ingólfsfjalls og Kögunarhóls sam- an í sjónhendingu aðra hvora leiðina. Og þetta vex Sveini Krist- inssyni í augum — manni, seni hefur til umráða fjórar klukku- stundir að vinna eða tapa kapþ- skák, ef hann ræðst í þátttöku á opinberu taflmóti. Síðara atriðið furðar mig a?f koma skyldi til dóms i Morgtm- blaðinu án þess að Sveinn Krist- insson vissi fyrirkomulag mitt á vali kvæðanna eða hefði heyrt ljóðaflokkana alla. Hlutföllin milli fulltrúa hins „gamla” cg „nýja“ urðu þau, að ég valdi þessl-. áttatíu ljóð eftir 33 látna höfunda, en 31 núlifandi, og reyndust þvi skáldin alls 64 talsins. Þá er eftir fullyrðingin, að ég hafi vanmetiff ungu skáldakynslóðina. í nefncf- um hópi lifandi höfunda cru tðl#~ - innan við fimmtugt og tala Ijóða þeirra þrettán. Elztur þessara el Kristján frá Djúpalæk, fædduif 1916, en yngstur Þorsteinn frá Hamri, fæddur 1938. Auk þess dóu tíu hinna látnu skálda áðuí en þau náðu fimmtugsaldri. Þil getur mætavel gengið úr skugga um þetta með því að kanna stað- reyndatal um ævi Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrurn, Guðmúndai' Guðmundssonar, Jóhanns JónssGii ar, Jóhanns Sigurjónssonar, Jó- hanns G. Sigurðssonar, Jónasar Guðlaugssonar, Jónasar Hall- grímssonar, Jóns Magnússonar, Kristjáns Jónssonar og Steirs Steinarr, en þessi skáld voru hé* öll með á þingi. Hafi þau veri9 ung, þá eru höfundarnir, sem mér áttu að gleymast, 22, og kvæði þeirra 27. Svo skaltu jafnfr&rÆt íhuga, hvað er „gamalt” skáld cg hvað „ungt”. Hyggur þú, að Sveinn Kristinsson liafi lagt á sig þá fyrirhöfn að rannsaka alduí I hinna dánu skáldanna, þegar þat*- • I ortu kvæðin, sem ég valdi? Dylgj- urnar, að ég hafi ekki fylgzt me8 íslenzkri ljóðagerð síðustu tvo ára- tugi, eru meira en dónalegar. Þæ* myndu sennilega hvergi fram bornar nema af visvitandi og ámælisverðri illkvittni, sem lielzl minnir á hatur. Sveinn Kristins- son er með þessu að gefa í skyn, að ég hafi ritdæmt undanfarin ái fjölda ljóðabóka án þess að lesa þær. Gamansemin um elliheimilið kemur þér við fremur en mér. 1 . ljóðaflokknum næsta á undan þeim, er sætti áminnztum sleggju- dómi, var lesið ljóð eftir þig sjálf- an, Matthías Johannessen. Þetta hefur kannski átt að vera fyndiii. En það er grátt gaman að fara með1 slíkt fleipur, að þú sért gamal- Frh. á 13. síðu. — 6. nóv. 1964 $ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.