Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 8
/ ........................................... G imiiin 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111, Innrásin í Normandy Lengstur dagur. Bandarísk mynd um innrásina í Normandy 6. júní áriff \1944. Fræg mynd og mikiff auglýst. Ég vil byrja á því að lýsa því yfir, að ég er algjörlega á móti því, að reynt sé að upp rifja atburði líka þeim, er gerð ust þann alræmda morðadag í Normandy, með því að nota til þess kvikmyndatæknina. Ég er á móti því fyrst og fremst vegna þess, að ég held því frám að það sé ekki hægt, og sé það ekki hægt, verður útkoman aðeins skrumskæling sem engan rétt á á sér. í öðru lagi er ég algjörlega á móti því, að notaðir séu al- ræmdir leikarar (svo áfram sé notað sama orðalag), svo sem Jón Veinandi, Hróbjartur Með- skóm og Ríkarður Barytón, eins og einn ágætismaður nefndi þá John Wayne, Robert Miteh- um og Richard Burton, til þess að koma á framfæri ýmsum ,,hetjum“ morðdagsins mikla Bezt hefði á því farið, að ekk ert andlit hefði þekkst framar öðru. Nú kann einhver <að segja, að ekki sé þarna annað á ferð, en þá er gerð er tilraun til að koma á framfæri við sólgna kvikmyndahúsaáhorfendur ævi sögu og/eða dauðdaga ein- hvers frægs úr fortíðinni. Má vera, að sannleikskorn sé í því, en hví í fjáranum á mannskepnunni að líðast það að reyna að ímitera ógnþrungn asta veruleika jiðinna tíma með tækjum, sem gera það aðeins ljósara, að um skrum- skælingu eina og leikaraskap er að ræða. Er okkur ekki nóg að lesa þær staðreyndir af bók um ,að við höfum um ómunatíð hagað okkur eins og skepnur og skepnum verr. Hvaða viðbrögð önnur en kuldahlátur, getur blókin Jón Veinandi vakið með sitt anda- mömmugöngulag og þekkta fés er reynt er að gera hann full- trúa einhvers framlengds raun- veruleika þess, sem menn eitt sinn hafa skynjað, sem sam- hljóða hræðiílegt óp frá mill- jónum sundurskotinna líkama. Dokumentarismi? Nei, drott inn minn sæll og góður. Leikur einn? Ó, nei, og þó. Leikur að sómatilfinningu mannkynsins, leikur að minn- ingum milljóna, mikilmennsku brjálæði. Ég endurtek. Hér hefur kvik myndatæknin verið misnotuð herfilega. Væntanlega hvorki í fyrsta né síðasta sinni, en á svo stórkostlegan hátt, að það veldur mér viðbjóði. Að líkindum kemur það ein hverjum fyrir sjónir sem algjör antiklimaks á þessa hrylling mína, að ég lýsi því nú yfir að ég hreifst víða mjög af gerð þessarar myndar, tæknj hennar er frábær, svo sem Bandaríkja mönnum var trúandi til, það breytir þó ekki og ýtir aðeins undir lokaniðurstöðu mína: VIÐBJÓÐSLEGT. H.E. *4<lllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllf ........................................................................................................................................111111111111111111111111111111111111111»^ EFTIRMÆLf BIRTINGS Einhverjir áskrifendur Birtings hafa kannski tekið eftir því að ritið hefur ekki komið út það sem af er þessu ári. Ekki er það þó víst, lesendur eru löngu orðnir vanir því að Birtingur komi bæði seint og strjált, og komi þó. En nýleþa báruþt nýjar fréttHr af ritinu, Einar Bragi, aðalstofnandi Birtings og höfuðsmaður frá upp hafi skrifaði grein í Frjálsa þjóð, síðasta blað fyrir verkfall, þar sem hann segir sig skilinn að skiptum við lífið, hann afréð, segir þar, „■að fara í land eftir tíu vetra þrá- setu við árína“. Grein Einars er eins konar efíirmáli við starf hans fyrir ritið, en ekkert verður af henni ráðið hver framtíð því sé ætluð. Það er bara vonandi að úrsögn Einars úr ritstjórninni sé ekki upphafið að dauðastríði Birt ings, það væri sannarlega eftir- sjá að honum úr hinum fáskrúðuga hópi íslenzkra tímarita Einar Bragi segir dáskemmti- lega frá upphafi Birtings á útmán- uðum árið 1953. Þá var hann ný kominn heim úr „menntasnöpum sem staðið höfðu með stundarhléi frá haustnóttum 1945“ segir hann „Hamingjurík hungurá.r sem liðu hratt við lestur fagurbókmennta, iðkun húmanískra fræða, yrking ar“. í þessari stöðu var það brýn- asta áhugamálið að „taka sig nú til og bjarga sjálfri menningunni", bjargráðið var útgáfa fyrsta Birt ings sem kom iit undir árslokin 11953 og svo áfram eitthvað fram á næsta ár. Af því ritkorni spratt sá Birtin'gur sem komið hefur út 8 6- nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ síðan 1955, og þar með lokið níu árgöngum, hvað sem svo verður um þann tíunda. Einar telur víst að Birtingur gæti lifað hundrað ár úr þessu, þó ekki óski hann honum þvjlíkra örlaga. „Tímarit þau, sem kalla mætti fæðingar- vottorð nýrrar kynslóðar og eiga sér skamma og umbrotasama ævi, eru mest að mínu geði“, segir hann Engan dóm skal ég ieggja á það hvort Birtingur verður ein- hverju sinni kallaður „fæðingar vottorð nýrrar kynslóðar“' í ís- lenzkum bókmenntum. Það má vera. En styrkur Birtings hefur aldrei falizt í boðun neinnar nýrr ar bókmenntastefnu, Birtingsmenn hafa aldrei myndað neinn skóla, og enda ekki ætlað sér það, segir Einar Bragi. Birtingur hefur ekki einkanlega verið „málgagn" til sóknar eða varnar, sönnu nær að hann hafi verið frjálslegur vett vangur höfundum af yngri kyn- slóðunum að birta þar skáldskap sinn, hugleiðingar um list og líf menningargagnrýni. Sömu menn sem stofnuðu ritið í upphafi hafa skrifað það að meginefni alla tíð, flestallt sem einhvers er vert í ritinu er þeir.ra verk. En sé það sem stendur í Birtingi lífsmark nýrrar kynslóðar í bókmenntum, þá er hitt sem vantar þar á sama hátt vottu.r um iífsmarkaleysi henn ar. Maður saknar kannski ekki ein hugar í Birtingi, öllu heldur mót aðrar, hugsandi stefnu, nýskap andi viðhorfa við lífi og list, nýrrar lífsmótandi afstöðu Þetta eru óljós orð, veit ég það, en merkingar þeirra falla að ein- hverju leyti saman, ég held það verði Ijóst hvað við er átt af því einu að fletta árgöngum Birtings upp á nýtt. „Formbylting“ á yzta plani ljóðs eða myndar er ekki nóg stefnuskrá „nýrri kynslóð“ nema eitthvað meira búi undir niðri. Og Birtingi hefur ekki auðnazt að sanna fullnægjandi hvað búi að baki nýstefnu íslenzkra bók- mennta og lista, ef um nýja stefnu er þá að ræða sem taki því að nefna svo. Það er líklegt að sumt af þeim skáldskap sem komið hefur í Birt ingi muni varðveitast um sinn, sum menningarskrif og gagnrýnis viðleitni þeirra Birtingsmanna hafa einnig verið prýðilega snotur og tímabær, einkum um myndlist og skyld efni. En hér var nú ekki ætlunin að fara að ritdæma þessa tíu árganga Birtings, það er von andi líka alltof snemmt að mæla eftir ritið. Hitt er skiljanlegt að stofnendur Birtings og aðalhöf- undar öll þessi ár taki nú að þreytast á sínu erfiði, enda eru þeir að verða „miðaldra kynslóð in“ í íslenzkum bókmenntum En hvar eru hinir ungu sem eiga að taka við? Bezta óskin Birtingi trl handa held ég væri að hann mætti meðan honum endist aldur, vera málgagn hinna ungu og hins yngsta í íslenzkum bókmenntum og listum að ritstjórn hans auðnist endurnýjun þannig að maður kæmi þar jafnan í manns stað Af grein Einars Braga í Frjálsri þjóð, sem er tilefni þess Framhald á síð’> 4 Pittsburg Það er ekki á hverju ári sem borgarbúum gefst kostur á að hlusta á eina af beztu sinfóníu hljómsveitum heimsins, en það gerðist í Háskólabíói 31. okt. s.l. Hljómsveit stáliðnaðarborgarinn ar Pittsburg í Bandaríkjúnum hafði hér stutta viðdvöl á heim- leið frá Evrópu og hélt hún hér eina tónleika. Hljómsveit þessi, sem er undir stjóm Williams Stein berg, hefur verið í örum vexti vestra seinasta áratuginn Það var ánægjuleg tilfinning að sjá hið stóra svið Háskólabíós þéttsetið af hljóðfæraleikurum og vafalaust hefur ein spurning hringsólað í kollinum á mörgum áheyrand- anum. Hvenær skyldum við eignast fullvaxna og vel skipulagða hljóm sveit? Áður en tónleikarnir hófust lék hljómsveitin þjóðsöngva ís- lands og Bandarikjanna. Stein- berg var ekkert að slóra með temp óið á þjóðsöngnum okkar og er TÓNLISTAR- FÉLAGIÐ Tónlistarfélagið ætlar ekki að gera það endasleppt í vetur, hver snillingurinn eftir annan Spánski cellósniiilingurinn Caspar Cassado og kona hans Chieko Hara léku á vegum félagsins 20. og 21. okt. s.l. Cassado hefur um langt skeið verið talinn í hópi beztu cellista í heiminum og því var við góðu að búast á þessum tónleikum og lík- lega hafa fáir yfirgefið Austur- bæjarbíó óánægðir þessi kvöld. Fyrstu þrjú verkin á efnisskránni voru Tokkata eftir Frescobaldi. Til brigði eftir Beethoven um stef eftir Mozart og Sónata í D-dúr eftir Mendelssohn. Verk þessi voru flutt á þann hátt sem snillingum einum er kleyft. Stórvirkið á þess um tónleikum var Sónata í F-dúr eftir Brahms. Túlkun eellósnill- ingsins á verki þessu var einna líkust fej.ðalagi um heimahága sveipaða áður ókunnri geisla dýrð. Meðleikari Cassados stóð sig oftast með prýði, píanóleikur frúarinnar var reyndar ekki galla laus, en um slíkt verður ekki sakazt í þe?su tiilfelli. Leikur þessa cellósnillings e,r það meist aralegur og fágaður að sérhver smávægi'leg mi fella hjá hvaða meðleikara sem hann hefði hlyti að koma berlega í ljós. Hjónunum var ákaft fagnað og léku þau tvö aukalög, eftir Ravel og Rimisky- korsakoff. Jón S. Jónsson Sinfóníðn það engin nýlunda hjá erlendum flytjendum og er skemmzt að minn ast hljómsveitar frá bandaríska hernum sem lék hér fyrir nokkr um árum. Þar fengum við að heyra þjóðsönginn í virkilegu marstemp ói. Fyrsta verkefnið á efnisskránni var Forleikurinn að óperunni Bea trice et Benedikt eftir Berlios. Það e-r ekki gerlegt að fara mörg um orðum um leik þessarar ágætu hljómsveitar, slíkt mundi aðeins leiða af sér endurtekningar á hátt stemdum lýsingarorðum. Saman burður við hljómsveit okkar væri aiveg út í hött, og samanburður við aðrar erlendar hljómsveitir kæmi fæstum að gagni. Um flutn inginn á forleiknum læt ég nægja að segja það að tempóið vaí- tölu vert annað en við eigum að venjast á tónleikum hjá hljómsveit okkar Næsta verkefnið var fiðlukonsert eftir Bandaríkjamanninn Walter Frh. á 13. síffu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.