Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 16
íslenzka sfoéin
reyndist bezt
Alþýðublaðið kost*
ar aðeins kr. 80.00 á
mánuði. Gerizt á-
skrifendur.
Föstudagur 6. nóvember 1964
I FYRRAKVOLD voru haldn
ir bítlatónleikar í Háskóla-
bíói. Þar komu fram allar
lielztu bítlahljómsveitir lands
ins, og var bítilmanían þar í
algleymi. IIúsiö var troð-
fullt, og höfðu aðgöngumið-
ar selst upp á augabragði.
Hámarki náðu fagnaðarlætin
þegar síðasta hljómsveitin
Iék, en það voru HJjómar úr
Keflavík, og þustu ungling-
arnir þá upp að sviðinu.
Nokkrir reyndu að komast
upp á sviöið, en starfsmenn
hússins komu í veg fyrir það.
Undir sumum lögunum varð
hávaðinn svo mikill að allt
ætlaði um koll að keyra.
Stóðu unglingarnir þá upp í
sætum sinum, veifuðu yfir-
höfnum og fleygðu þeim upp
í loftið. Á timabili varð leik-
ur hljómsveitarinnar vart
greindur. Ekki kom þó til
neinna alvarlegra óláta. —
Þarna léku fimm hljómsveit-
ir, Sóló, Hljómar, Dumbó og
Steini, Tónar og Garðar og
Gosar. Kynnir var Haukur
Morthens. Ljósm, JV.
Dæmdir vegna ólöglegrai
afhendingar á bifreiöum
Forstjérinn og verkamaðurinn fengu 12 og 7 mánaða fangelsi
HINN 22. október s.I. var í saka-
dómi Reykjavíkur kveðinn upp af
Þórði Ejörnssyni, yfirsakadómara,
dómur í máli ákæruvaldsins gegn
forstjóra nokkrum og verkamanni
Lér í borg, sem höfðu gerst sekir
tim brot I sambandi við innflutn-
íng á bifreiðum.
í málinu kom fram að árið /1963
flutti fyrirtæki forstjórans þó nokk
uð af bifreiðum frá Englandi hing
að til lands og voru þær fluttar
fyrst í stað í vörugeymslu Eim-
skipafélags íslands h.f. við Borgar
tún, Forstjórinn fékk þá verka-
tnann, sem vann í vörugeymslunn',
til að afhenda þaðan 24 bifreiðir
án þess að af þeim hefðu verið
iongo fær skýrslu
um fall Krústjovs
greiddir tollar og aðflutnings-
gjöld, flutningsgjöld og hluti af
kaupverði þeirra, samtals að fjár
hæð kr. 2.776.872,70. Afhenti
forstjórinn verkamanninum eina
fiösku af brennivíni fyrir hverja
afhendingu bifreiðar án heimildar
skjala. Tollyfirvöld kröfðu skipa
félagið um greiðslu tolla og að-
flutningsgjalda og kærði félagið
þá málið til sakadóms, þar sem
báðir hinir ákærðu viðurkenndu
brot sitt. Forstjórinn var tal-
inn hafa brotið gegn 248. gr. al-
mennra hegningarlagaj og tcfll-
lögum, en verkam. gegn 249. gr.
hegningarlaga og tolllögum. Hins
vegar var hinn fyrmefndi sýknað
ur <af ákæru um að hafa látið
tollyfirvöldum í té ranga inn-
kaupareikninga yfir varahluti
tveggja bifreiða, í því skyni að
reyna að komast hjá giæfðsilu
tolla af þeim að fjárhæð rúm-
lega 26 þús. kr.
Þá var forstjórinn sviptur
rétti til að reka smásölu ævi-
langt.
Eimskipafélag íslands h.f.
hafði eigi uppi fébótakröfur í mál
inu, þar eð forstjórinn hafði sett
eignir að veði fyrir fjártjóni fé-
lagsins.
Loks var ákærðu gert að greiða
in solidum allan kostnað sakarinn
ar, þar með talin saksóknarlaun
til ríkissjóðs og málsvarnarlaun
skipaðs verjandi þeirra Kristjáns
Eiríkssonar, • hrl., samtals kr. 12.
000,00.
Ákærðu hafa óskað eftir því að
málinu verði áfrýjað til Hæstarétt
ar.
Reykijavík 5. nóv. GO.
EINS og áður hefur verið getið
um hér í blaðinu, gekkst Slysa-
varnafélagið fyrir tilraunum með
neyðarsendistöðvar til notkunar í
björgunarbátum. Slysavarnadeild-
in Ingólfur í Reykjavík fram-
kvæmdi tilraunirnar á sunnudag-
inn og notaði til þess björgunar-
bátinn Gísla J. Johnsen og tvo
gúmbáta.
Ymsar athyglisverðar staðreynd
ir komu í ljós við prófanir þessar.
Hvað notagildi snerti var niður-
staða prófananna sú, að ný trans-
istor talstöð, sem Landssíminn
hefur látið smíða og ætluð er til
afnota í smábátum, bar af hvað
langdragni og miðunarhæfni
snerti. Erlendu stöðvarnar reynd
ust yfirleitt ekki vel á lengri vega
lengd en 20 sjómílum við beztu
skilyrði. Ekki tókst að miða þær
í gúmbátunum, en þegar sent var
af þilfari Gísla J. Johnsen tókst
að miða stöðvarnar frá landi.
Reynslusendingarnar fóru fram
á neyðarbylgjunni, en talsvert var
þar um truflanir meðan tilraunirn
ar fóru fram, aðallega uppköll frá
skipum fjær og nær. Segir í
skýrslu SVFÍ um tilraunirnar, að
augljóst sé að kraftlitlar talstöðv
ar í gúmbátum muni ekki koma
að neinum notum sem öryggis-
tæki, ef ekki verður hægt að
bægja annarri þjónustu en neyð
arþjónustu frá neyðarbylgjunni.
Ein sjálfvirk neyðarstöð var
reynd. Hún sendir út neyðarvekj
aramerki og reyndist hafa tals-
verða yfirburði, dregur lengra
með sama afli og sker sig úr
truflunum. Heyrðist í stöðinni
bæði í Farsund radíó í Noregi
og einnig í Schevingen radíó í
Hollandi og tilkynntu þær stöðv
ar strax til Reykjavíkur um send
inguna.
Vistin í gúmbátunum var all
slæm fyrir þá sem þar voru. All
mikill sjór var er tílraunirnar
fóru fram og þjáði mennina bæðl
kuldi og sjóveiki. Sjöveikipillur,
sem keyptar voru frá Færeyjum
reyndust betur en þær, sem eru
í gúmbátunum.
í skýrslu SVFÍ er niðurstaða
tilraunanna dregin saman í eftir-
farandi fjórum liðum:
1. Klustunarskilyrði á neyðar-
bylgjunni, 2182 kilórið eru alger
lega ófullnægjandi. Nauðsynlegt
er að stórbæta hlustunarskilyrð-
in með skylduhlustun og sjálf-
virkum hlustunartækjum bæði á
sjó og landi.
2. Neyðarsendistöðvar með lít*
Framh. á 15. síðu.
Bráðahirgða-
samkomulagið
framlengt
Reykjavík, 5. nóv. — ÁG.
EINS og kunnugt er af frétt-
um féll úr gildi fyrir skömma
bráðabirgðasamkomulag urn
greiðslur borgaryfirvaldanna til
lækna, sem starfa á Landakoti, og
Sólheimum. Eftir nokkra samn-
ingafundi var ákveðið að sam-
komulagið grilti áfram til apríl-
mánaðar næstkomandi.
Aéalfyrsdlyr AI-
þýðufflokksfél.
Hafnarfjaréar
★ AÐALFUNDUR Alþýðu-
flokksfélags Hafnarfjarðar
verður haldinn í Alþýðuhús-
inu Hafnarfirði næstkomandi
mánudag kl. 8,30 e. h. Meöal
fundarefnis er kosning full-
trúa á 30. þing Alþýðuflokks
ins. — Stjórnin.
HMMMMMmUMMMHMMW
15 DRENGIR A ALDRINUM 9 TIL14
ÁRA SEKIR UM MARGA ÞJÚFNAÐI
Róm, 5. nóvember. (NTB-R).
ÍFramkvæmdastjórn ítalska komm-
ÚHistaflokksins, sem gagnrýnt hef-
ur kringumstæður í sambandi við
leiðtogaskiptin í Sovétríkjunum,
Framh. á bls 4.
Forstjórinn var dæmdur í 12
mánaða fangelsi og verkam. í 7
mánaða fangelsi en ■ gæzluvarð-
haldsvist þeirra í nokkra dagá
var látin koma til frádráttar
refsingunum.
Reykjavík, 5. nóv. — ÁG.
RANNSÓKNARLÖGREGLAN hef-
ur að undanförnu til atliugunar
mál 15 pilta á aldrinum 9—14 ára,
sem gerzt hafa sekir um þjófnaði
á vinnustöðum. Hafa þeir síðari
hluta sumars og í haust farið í
vinnuskúra við nýbyggingar og
kaffistofur í verksmiðjum og fyrir
tækjum og stolið úr veskjum starfs
manna. Er talið að á þennan hátt
liafi þeir koníizt yfir a. m. k. 25—
30 þúsund krónur.
Á einum stað í vinnuskúr við ný
byggingu náðu þeir í 4000 krón-
ur. Á öðrum stað 4800 króna'ávís-
un, sem þeim tókst að innleysa.
Eitt sinn náðu þeir í á ánnað
hundrað krónur norskar. Ekki er
þarna um skipulagðan hóp að
ræða. Mestu af peningunum hefur
verið eytt jafnóðum í sælgæti og
skemmtanir. Einnig hafa þeir
keypt sér leikföng.
Yfirleitt höfðu þeir þá aðferð,
að taka ekki alla peningana, sem
í veskjunum voru, og oft setttl
þeir veskin á sama stað aftur. Eig-
endur urðu því ekki strax varjp
við þjófnaðinn, og sumir alls ekki.
Piltarnir laumuðust einnig í opnap
peningaskúffur í verzlunum. Tveij
Framh. á bls. 4
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Kópavogs hefur félagsvlst í félags-
heimilinu, Auðbrekku 50, næstkomandi föstudagskvöld klukk-
an 8,30.