Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 06.11.1964, Blaðsíða 13
f heyranda hljóði Framhald af 5. síðu. menni. Man ég það ekki rétt, að þú hafir fæðzt 1930? Sérhver ís- lendingur, sem verður á vegi þín- um, gerir sér ljósa grein fyrir æskufjöri þínu af göngulaginu, útlitinu og lífsgleðinni, sem ein- kennir þig. Líkami þinn er vissu- lega saklaus af þessum brigzlum Sveins Kristinssonar í Morgun- blaðinu. Samstarfsmenn þínir ættu svo bezt að geta um það borið, livort sálin í þér sé orðin geymslu- hlutur fyrir Gísla í Ási austan fjalls eða vestan. Ellilirumir eiga um fleiri vistarverur að velja hjá honum en að Grund í Reykjavík. Hann rekur líka elliheimili á leir- svæðinu í Hveragerði. Athugaðu við tækifæri sýnis- bækur erlendra ljóða. Þá munt þú geta um það borið, hvort ég sé andvígari ungum skáldum en út- lendir veljendur kvæða þeirra rita. Sveinn Kristinsson heldur ef til vill, að ungu skáldin íslenzku skuli lögð að liku við bráðþroska meist- ara eins og Keats, Shelley og Byron. Sé svo sem betur færi, þá er ég ekki í neinni sök. Kg valdi til kynningar í ljóðaflokkunum Fimm kvæði nokkra lifandi og látna bragasmiði á sama aldri að kalla og þessir snillingar voru, þegar þeir gátu sér frægð, sem mannkyninu mun löngum minnis- stæð. Þessum kafla bréfkornsins er hér með lokið, en þú fyrirgefur mér örstuttan viðauka um álit mitt á fréttaburði Morgunblaðs- ins, þegar ég þekki skást til. Morgunblaðið lofar oft frjáls- lyndi sitt og segist leyfa með mik- ilii ánægju fleiri en eina skoðun á mönnum og málefnum í dálkum sínum. Þá afstöðu met ég mikils. Hún er frábær, ef önnur skoðunin er rétt en hin röng og leiðrétting- in kemst að svo glöggt og skýrt, að luin skeri ótvírætt úr um rang- færsluna. Hins vegar syrtir í ál- inn, ef báðar skoðanirnar dæmast rangar, þegar reynslan og sagan vega og meta málflutninginn. Og svo er ámælisvert, að blað þegi um viðburði, sem talizt geti frá- sagnarverðir, eða geri upp á milli manna af annarlegum livötum. Þet.ta lætur samt Morgunblaðið henda sig stundum. Ég nefni tvö dæmi máli mínu til skýringar. Þegar menningarsjóður gaf út í fyrra orðabókina, sem miklu var til kostað í nokkurri tekjutvísýnu, af því að ritið þótti þjóðnauðsyn- legt, var ég forfallaður og gat ekki mætt á fundi fréttamanna að kunn gera tíðindin — lá veikur eins og iðulega fyrr og síðar. Fréttina til- kynnti í minn stað varaformaður menntamálaráðs, Villijálmur Þ. Gíslason Allir vita hversu ágæt- lega honum tekst að rækja skyldu sem þessa við sérhvert tækifæri. Dagblöðin í Reykjavík fluttu frétt- ina daginn eftir og harla skil- merkilega — öll nema Morgun- blaðið. Það birti hana nokkrum 'dögum síðar, og var hún þá áþekk- ust frásögn af árekstri austur í sveitum, þar sem annar bílstjórinn hefði skrámazt á fæti, hinn fengið blóðnasir, en væru báðir komnir heim og á batavegi. Virtist helzt vaka fyrir Morgunblaðinu að vekja sem minnsta athygli lesenda sinna á þessu merkilega og tíma- bæra menningarstarfi. Orðabókin fékk ekki einu sinni að njóta Vil- hjálms Þ. Gíslasonar, sem átti rík- an þátt í þessari framtakssemi menningarsjóðs. Þetta skipti þó engu að því leyti, að bókin seldist miklu betur en nokkur hafði búizt við. En gerð Morgunblaðsins var söm eigi að síður. Myndir þú, Matthías, gera frétt sem þessari meiri og betri skil, ef útgefandi ljóðabóka þinna sendi á lesmark- aðinn rit, er væri að menningar- gildi í líkingu við orðabókina? Hitt dæmið er það, að mennta- málaráð efndi í vor til þeirrar ný- lundu að sæma allt að tíu ís- lenzka listamenn utanfararstyrkj- um ár hvert. Ég gerði fréttamönn- um grein fyrir þessu á blaðamanna 97 ungur ... (Framhald af 7. slffu). Hjartarson, Sighvatur Björgvins- son, Gunnar P. Jóhannesson, Sveinn Sigurðsson, Guðlaugur Bjamason, Kristján Róbertsson, Hilmar Hallvarðsson, Elfa Sig- valdadóttir, Kristín Guðmunds- dóttir, Guðleifur Sigurjónsson, Snær Hjartarson, Hallgrímur Jó- hannesson, Gunnlaugur Gíslason, Þorgeir Guðmundsson, Árni Áma- son, Óli Sigurðsson, Guðrún Gunn arsdóttir. ■’i fundi. Mig rekur ekki minni til þess að hafa enn séð fréttina í Morgunblaðinu — en raunar kynni ég mér ekki alltaf dagbók- ina orði til orðs, svo að hér skal á hafður örlítill fyrirvari. Morg- unblaðið hefur ef til vill látið ákvörðunina um utanfararstyrki listamannanna gjalda mín. Mér varð líka því miður á í messunni. Ég gleymdi að geta þess, að frum- kvæði þessa máls átti mætur full- trúi Sjálfstæðisflokksins i mennta málaráði, Baldvin Tryggvason. En Morgunblaðið gat svo sem spurt mig til vonar og vara, hver verið hefði tillögumaðurinn. Ekki myndi ég hafa færzt undan því að svara. Ennfremur gerðist á dögunum atburður, sem naumast er Morg- unblaðinu til sóma. Þetta var eng- inn stórviðburður. Skóli var sett- ur hér í Reykjavík. Þó var það fréttnæmt í þessu sambandi, að skólinn átti merkisafmæli. Tveir menn fluttu ræðu við setningar- athöfnina. Annar var formaður skólanefndar. Ræða hans hefur birzt á prenti, og sá ég ekki betur, en hún væri á allan hátt fram- bærileg. Hina flutti skólastjórinn. Sagði hann ýmislegt athyglis- vert samkvæmt frásögnum blað anna, en varð fyrir leiðinlegu óhappi. Gamlar námsmeyjar skól- ans færðú lionum málverk að gjöf af þessu tilefni. Skólastjórinn þakkaði rausnina, enda væri mál- verkið eftir meistarann Jóhannes S. Kjarval, og þóttu stúlkurnar hafa vel valið. Við athugun reynd- ist málverkið hins vegar eftir Kára Eiriksson. Morgunblaðið lof- aði ræðu skólastjórans daginn eft- ir og birti af honum mynd, en lét ekki missagnarinnar um höf- und málverksins getið. Þar næsta dag birti Morgunblaðið aftur mynd af skólastjóranum með viðtali honum til lieiðurs og frægðar. Mynd af skólanefndarformannin- um var hins vegar ekki höfð til sýnis í þessu útbreiddasta og stærsta blaði landsins, málgagni frjálslyndisins, sem telur sig til fyrirmyndar um vandaðan og greinargóðan fréttaburð. Alþýðu- blaðið birti hins vegar myndir af báðum, skólastjóranum og skóla- nefndarformanninum. Það var ekkert annað en sjálfsögð kurteisi. Og nú skaltu ekki álykta svo, að ég þykist hafa gert starfsmenn Al- þýðublaðsins kurteisari en þig og þína. Á ritstjórn Alþýðublaðsins starfar aðeins einn maður, sem vann þar á svokölluðum húsbónda- dögúm mínum — Benedikt Grön- Happdrætti Alþýðublaðsins ER FLUTI AÐ HVERFISGÖTU 4 kjallarinn GENGIÐ INN FRÁ HVERFISGÖTU - SÍMI 22710 dal, og honum hef ég aldrei þurft að kenna mannasiði. Hvernig getur á þessu stgðið, Matthias Johannessen? Kemur til greina, að ástæðan sé sú, að skóla stjórinn er flokksbróðir þinn, en skólanefndarformaðurinn þannig staðsettur frá sjónarhóli stjórn- málanna að tilheyra Alþýðuflokkn um? Spyr sá, sem ekki veit, og enginn hefur á spurninni. Þetta hefur orðið heilt bréf og miklu lengra en ég ætlaði. Bið ég þig ynnilega fyrirgefningar að hafa valdið þér þessari stundar- töf í annríki þínu, en þú hefur umfram mig eins og fleira listina að vera stuttorður. Að svo mæltu kveð ég þig með þeim óskum, að þú verðir lengi ritstjóri Morgun- blaðsins, skrifir feikn af viðtöl- um, semjir margar samtalsbækur og hugleiðingar og yrkir fjölda ljóða. Máttu af þeim orðum ráða hvern hug ég ber til þín og livert álit ég hef á þér. 25. október 1964. Helgi Sæmundsson. Loftleiöir... Framhald af 7. síðu sem kunnugt er, og áttu þá stjórnarmenn ýtarlegar viffræð ur viff liann. Meffal margs, er þeir ræddu, var framkoma SAS viff Loftleiffi, sem mjög brýtur í bága viff hina norrænu sam- vinnuhugsjón Æskulýffssam- bandsins. Var því fastmælum bundiff, aff Sven færffi stjórn sambandsins þau tilmæli frá stjórn S. U. J., aff strax yrffi gripið til gagngerffra ráffstaf- ana í þessu máli. Hann fór ut- an aff morgni hins 5. október, setti sig strax eftir heimkom- una í samband viff stjórn Æsku- lýðSsambandsinB er tók þaff strax fyrir meff þeim árangri sem kunnur er. Stjóm S. U. J. á mikla þökk fyrir frumkvæffi sitt í þessu máli og félögum okkar í Skandinavín ber þökk fyrir góðan skilning og ein- dregna afstöffu. Pittsburg Framhald úr opnu. Piston. Þv£ er oft haldið fram vestan hafs að Piston sé snyrti legastur og fágaðastur allra tón- smiða í því stóra landi. Þettá á auðvitað við um handverk manns ins og hugsun. Hvað sem satt skal teljast I þessu sambandi, þá er eitt víst að fiðlukonsert sá er liér var fluttur er mjög gott dæmi um list Pistons. Tónhugsun er öli mjög skýr og sérhvér deild hljóm sveitarinnar er notuð af stakri smekkvísi við útfærslu efnisins. Einleikari í konsertinum var ung ur landi tónskáldsins, Charles Treger að nafni. Treger hefur get ið sér góðan orðstý og það leyndi sér sannarlega ekki að hér var á ferðinni mikilhæfur fiðluleikari sem skilaði vandasömu hlutverki með prýði. Seinasta verkið á tón leikum þessum var Eroica sin- fónían eftir Beethoveh. Túlkun Steinbergs á verki þessu var hríf- andi og er sérstaklega vert að minnast á annan þáttinn, Marcia funebre. Þáttur þessi vill oft verða afar þungur og sundurlaus þegar hann er fluttur í því tempói sem hér var gert, en óþægilegra þyngsja varð hér hvergi vart. í túlkun Steinbergs bærðist hæg en stefnuföst undiralda, sem aldrei lét báruklið yfirborðsins hafa nein truflandi áhrif á gang málanna. Hljómsveit og stjórnanda var ákaft fagnað sem búast mátti við og höfðu þeir á takteinum aukalag, forleik eftir Wagner. Forleikur þessi féll í góðan jarð- veg og gafst áheyrendum hér tækifæri á að hlýða á málmblást urshljóðfæraleik sem vart á sinn líkan utan Bandaríkjanna. Útvarpið og aðrir sem unnu að þessari heimsókn eiga mlklar þakkir skilið. Jón S. Jónsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Magnús Guðbjörnsson, póstfulltrúi, sem lézt 1. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni I Reykjavík laugardaginn 7. nóvember kl. 10,30 f. h. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Synir, tengdadætur og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Magnúsar Hákonarsonar, Nýlendu, Miffnesi. Guffrún Steingrímsdóttir, börn og tengdabörn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. nóv. 1964 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.