Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 1
 44. árg. — ÞriSjudagur 24. nóvember 1964 — 260. tbl. >WWMWWHWHWWWWMWWWWWWiVVWWWWWWW\WWWViWmHVttWW 1000 milljónir í íry SJÁ LEIÐARANN í DAG ALÞYÐIIFLO AENDUR N \ > •::':::0::x:x::: liil Reykjavík, 23. nóv. EG. AÐALSTJÓRN Alþýðuflokksins viar einróma endurkjörin á 30. þingi flokksins, sem lauk seint í gærkveldi. Formaður Alþýðuflokksins var kiörinn Emil Jónsson, varaformaður Guðmundur í. Guð- mundsson, og ritari Gylfi Þ. Gíslason. Voru þeir all- ir endurkjörnir einróma, sem fyrr segir. Guðmundur I. Guðmundsson Gylfi í>. Gíslason Emil Jónsson Vtl 0G 43 FARAST Róm og New York, 33. nóv. (NTB - Reuter) SPRENGING og bruni urn borð í bandariskri farþegaþotu, sem var í þann mund að hefja sig á loft á flugvellinum í Róm í dag, kostaði WWWWWHWVWWWWWWWW Fimmburar Frakklandi [París 23. nóv. (NTB-AFP) Fyrstu fimmburarnir, sem [fæðst hafa í FraklUandi, þrír >drengir og tvær telpur, komu |í heiminn í dag á fæðingar- Iheimili Asniers, einni útborg ;Parísar. Móðir fimmburanna er Mon >iqus Sambor, 37 ára gömul og |gift póststarfsmanni. í’au eiga !tvö börn fyrir, þriggía og |fimm ára. Móður og börnum Iheilsiast vel. HHHWVHWtV.*, 43 inanns Iífið. 29 þeirra 72 manna, sem i vélinni voru komust af. En átta þeirra eru lífshættulega sias- aðir. Það var flugvél af gerðinni Bo- eing 707 sem sprakk í loft upp. Meðal þeirra sem komust af var ; flugstjórinn, Vernon W. Lowell, 44 ára. Hann hlaut minniháttar meiðsli. Af þeim sem lifðu af slys- ið eru tíu af áhöfninni og 22 far- þegar. Páll páfi bað fyrlr hinum látnu, er honum barst fregnin um slysið. Um orsök slyssins ríkti mikil óvissa í dag. Háttsettur embættis- maður á flugvellinum sagði að flug vélin hefði sprungið í loft upp á þeirri stundu þegar hún átti að hefja sig á loft. Hann neitaði ein- dregið orðrómi um, að vélin hefði rekizt á vörubifreið sem var í eign flugvallarins. Hann sagði, að flug- vélin hefði ekki rekizt á vörubíl- inn fyrr en eftir sprenginguna, þegar flugvélin rann út af flug- brautinni. í yfirlýsingu, sem eigéndur flug- félagsins, Transworld Airlines, birtu í New York segir, að spreng- Framhald af 1. síðu ingin hafi orðið þegar flugvélin rakst á vörubifreið. Flugstjórinn Framhald á 3. síðu Þrítugasta þingi Alþýðuflokksins lauk seint í gærkveldi og fóru þá fram kosningar í ráð og nefnd'ir flokksins. I miðstjórn Alþýðufíokksins eiga sæti 27 menn og hlutu þess ir kosningu auk aðalstjórnar flokksins. Axel Benediktsson, Ásgeir Jó- hannesson, Baldur Eyþórsson, Baldvin Jónsson, Benedikt Grön- dal, Eggert G. Þorsteinsson, Erl- endur Vilhjálmsson, Guðmundur R. Oddsson, Jón Axel Péturs;on, Jón Sigurðsson, Jóna Guðjóns- dóttir, Óskar Hallgrímsson, Pét- ur Pétursson, Sigurður Ingimund Framhald á 3 síðu Utanríkisráðh. fékk aðsvif GUÐMUNDUR í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, fékk aðsvif f ræðustól síðastliðinn sunnudag, er hann var að flytja ræðu á fundi. Ráðherrann var fluttur heim til sín í sjúkrabifreið, og er nú á bata- vegi. t Björn Jóhannesson retar and- vigir1 London, 23. nóvember (NTB-AFP) HAROI.D Wilson forsætisráðherra lýsti því yfir í Neðri málstofunni í dag, að Bretar mundu leggjast gegn stofnun kjarnorkuflota (MLF) innan NATO. Hann sagði, að hinir þrír Polaris-kafbátar Breta, sem verið er að smíða í Bandaríkjun- um mundu ekki taka þátt í kjarn- orkuflotanum eins og áætlunin um hann væri í núverandi mynd. Hann sagði, að hann mundi Framhald á 4. síðu BJÖRN JÓHANNESSON, einn af brautryðjendum verkalýðshreyfing arinnar og Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. lézt síðastliðinn laug- ardag, 69 ára að aldri. Björn fæddist að Spena í Fremri Torfustaðahreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu 28. marz 1895, sonur lijónanna Elínborgar Jóhannes- dóttur og Jóhannesar Sveinssonar. Hann fluttist til Hafnarfjarðar ungur að árum, kynntist verkalýðs samtökunum, sem þá voru í deigl- unni, og skipaði sér strax undir merki þeirra. Björn Jóhannesson hefur gegnt mörgum og ábyrgðarmiklum trún- aðarstöðum. Hann var um skeið formaður verkamannafélagsins Hlífar, hann var einn af stofnend- um og fyrsti formaður Sjómanna- félags Hafnárfjarðar og sat í út- gerðarráði Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar frá stofnun félagsins. 1925 var Björn kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og átti sæti í henni til ársins 1950, eða í 24 ár. 1930 var hann kjörinn forseti bæjarstjórnar og gegndi því starfi í 20 ár. Þessa merka brautryðjenda verð ur nánar getið síðar hér í blaðinu. Björn Jóhannesson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.