Alþýðublaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 8
Svipmynd úr „Fínu fólki“.
HLEGIÐ I KÓPAVOGI
Leikfélag Kópavogs:
FÍNT FÓLK
SakamáIaskopleikur í þremur
þáttum eftir Peter Coke
Þýðandi: Óskar Ingimarsson
Leikstjóri: Gísli Alfreffsson
Leiktjöld: Hafstcinn Austmann
LEIKFÉLAG KÓPAVOGS
frumsýndi á fimmtudagskvöldið
var brezkan gamanleik, glæpa-
farsa réttara sagt, eftir Peter
nokkurn Coke. Bretar eru, sem
kunnugt er, snillingar mestu í
þessari gamantegund, hvort held-
ur er í sögu eða leik eða á kvik-
mynd. Allir kannast við sögur
Agötu Christie; eða til dæmis
Ladykillers með Alec Guinness.
Endilega minnir mig ég hafi séð
þemnan leik í Kópavogi á bíó
ekki alls fyrir löngu; var ekki
Margareth Rutherford í aðalhlut-
verki? Hér hafði Nína Sveins-
dóttir ■ f|Tú Beatrice Appleby á
sinni könnu; hún er pottur og
panna í þjófaflokknum í leiknum
sem leggur fyrir sig að ræna loð-
feldum. Þetta gerir blessað fólkið
nú ekki af neinu dyggðaleysi, en
bara til að hafa ofan af fyrir sér;
tilvera þessa er svo dæmalaust
daufleg og tilbreytingarlaus; á-
góðinn rennur náttúrlega til góð-
gerða. Og engum dettur í hug að
gruna þetta hrekklausa fólk um
þvílíkt laumuspil; þau geta óhult
haidið áfram að skemmta sér;
bregðist loðfeldirnir er bara að
snúa sér að öðrum viðfangsefn-
um. Úr þessu gerir Peter Coke
heldur en ekki kostuleg gaman-
mál, sem i nógu léttri og leikandi
meðferð gætu orðið afbragðs
spaugileg. Hann er alveg fri af
nokkurri minnstu alvöru; því verð-
ur leikur hans ótrufluð skemmt-
un, ósvikinn hlátursleikur.
Líklega hæfir þetta verkefni dá-
vel áhugamannafélagi — jafnvel
þótt það ráði ekki slíkum gaman-
leik sem raunverulega væri þörf
á. Hér verður ekki krafizt skap-
gerðarlýsingar eða dramatískra á-
taka, persónurnar eru allar mótuð
mynt, en á hinn bóginn nýtur sín
vel leikgleði og áhugi þátttakenda
í ærslafullum skopatriðum. Og
alveg er það rétt stefnt að
fá þjálfað leikhúsfólk til
samstarfs: en að þessari sýn-
ingu starfar, auk Nínu Sveins-
dóttur, Gísli Alfreðsson frá
Þjóðleikhúsinu. Það er, eða ætti
að vera, sjálfsagður hlutur í starf-
semi Þjóðleikhússins að styðja
leikfélögin eftir megni, með
mannalánum auk annarrar fyrir-
greiðslu. Og leikfélögin út um
land ekki síður en þau í ná-
grenni Reykjavíkur. Auk sjálf-
sagðra leikferða út um landið að
sumrinu; — en hvers vegna ekki
á veturna líka?
Ekki er gott að meta hverjum
tökum;Gísli Alfreðsson nær á efni
við sínum í sýningunni. Sumt lán-
ast furðu óhönduglega, svo sem
innkoma Nínu Sveinsdóttur í
fyrsta þætti og allt bis hennar við
að leggjast á gólfið. Annað aftur
dável og bezt líklega skopærslin
þar sem allt er komið í uppnám;
þar nýtur sín fjör og áhugi leik-
enda til fulls, án þess að fara út
í ringulreið. Náttúrlega leynir
sér ekki viðvaningsblærinn á leik
þeirra Guðmundar Gíslasonar,
Auðar Jónsdóttur, Lilýar Guð-
björnsdóttur, Oktavíu • Stefáns-
dóttur og Hólmfríðar Þórhalls-
dóttur, fasi og framsögu. Og
leikur þeirra allra er. furðu ein-
hæfur; það er eins og þau séu,
hvert fyrir sig, stillt á einhverja
eina bylgjulengd sem ekki megi
frá víkja. Sum atriðin gjalda þess
til muna að þau virðast aldrei
raunverulega talast við, ná hvert
til annars. En óneitanlega bregð-
ur fyrir tilþrifum, góðri kimni-
viðleitni með köflum — einkum
hjá þeim Auði og Lilý — sem
kynni að nýtast betur í sýningu
með samfelldari heildarblæ.
Nína Sveinsdóttir er príma-
donnan í leiknum, en megnar að
vísu ekki að eigna sér hann einni.
Leikur hennar á einmitt vel heima
í viðvaningasýningu; hún rækir
hlutverk sitt af frábæru nákvæmn
is- og öryggisleysi. En ævinlega
nýtur Nína skopgáfu sinnar, síns
kómiska persónuleiks, og á mjög
skínandi augnablik innan um og
saman við.
Leiknum var tekið með miklum
hlátrum, blómasendingum og
dynjandi lófataki í lokin. — Ó.J.
NB. Þýðing Óskars Ingimars-
sonar virtist heldur stirðbusaleg
með köflum — og heiti leiksins er
út í hött. Andvari heitir hann og
þar með pelsinn frægi í leiknum.
Undanfarin ár hafa verið ís-
lenzkum þjóðarbúskap mjög hag
stæð. Árferði hefir verið gott og
framleiðsla til lands og sjávar
aukizt jafnt og þétt. Mest hefir
munað um istóraukinn sjávarafla,
sem fyrst og fremst hefir byggzt
á nýrri tækni og staerri og full
komnari veiðiskipum en áður var
notuð.
Árið (1961 jókst sjávaraflinn um
6%. Það ár bötnuðu viðskípta-
kjör þjóðarinnar um 12%,: þ.c.a.s.
meðaltalsverð innfluttra yara til
landsins lækkaði um 3% ep meðal
verð útfluttra vara hækkaði um
9%, hvoru tveggja miðað við ó-
breytt gengi peninganna.
Árið 1962 jókst sjávaraflinn enn
um 21% og verð á útflutnings-
vörum var hagstætt.
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um er talið að þjóðartekjur lands
manna hafi aukist um 8,5% áriS
1962 og um 7.5% árið 1963. þessi
aukning þjóðarteknanna er miklu
meiri en í nokkru öðru nálægtt
landi.
Á yfirstandandi ári má þó teljá
víst, að þjóðarframleiðslan og
þjóðartekjur aukist ennþá meir
en á undanförnum árum.
r
Arnór fo
komma í
KOMMÚNISMI og vi.nstri
hreyfing á íslandi nefnist ný
bók eftir Arnór Hannibalsson,
og kemur hún út hjá Helga-
felli um þessar mundir. Eri
þetta rit einn harðasti dómur.S
sem íslenzkir kommúnistarl
hafa fengið fullt af fróðlegum
upplýsingum úr stjórnmálalifi
siðustu 40 ára.
Höfundur kemst að þeirri
niðurstöðu um mörg deilumál
kommúnista - við Alþýðufiokk
inn og Alþýðublaðið fyrr á ár
um, að þar hafi hinir siðar-
nefndu haft rétt fyrir sér. Rek
ur hann þráðinn í stefnu kortini
únista og fá þeir sérstaklega
* harða dóma, sem stýrt hafa
Moskvudeild flokksins. Hánn
tein- Vommúnistar séu tnú
steinrunnir af afturhaldi, og að
hyllist sjálfur stofnun einhvera
konar nvrra vinstrisamtaka. ,
Telur hann mikil kynslóða-.
skipti framundan og þörf þess;í
að yrers fóik láti méira til sínr
taka og leggi fram nýjar . hugr
Nína Sveinsdóttir og Oktavía Stefánsdóttir.
g ,24. nóv. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ