Alþýðublaðið - 15.12.1964, Side 2

Alþýðublaðið - 15.12.1964, Side 2
4 II k Kitstjórar: GylfJ Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arnl Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Elöur Guðnason. — Slmar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsið viö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. SKATTSVIKIN SKATTSKRÁIN í Reykjavík vakti mikla reiði síðastliðið sumar, sér í lagi hin stórfellda hækk un útsvara Þó mun flestum skattgreiðendum hafa sárnað mest, hve misjafnlega byrðarnar lögðust á einstaklinga og ’hve augljóst var, að stórfelld skatt- S'vik ættu sér stað. Það er mál manna, sem gleggzt mega til þekkja, að skattsvikin sé stórbrotnasta þjóðfélags- óréttlæti, sem viðgengst hér á landi. Þau valda stór felldu tjóni þeim, sem ýmist geta ekki dregið und- an skatti eða vilja það ekki, og veita hinum óeðli lega rúman fjárhag, sem bæði geta stolið undan og gera það. Núverandi ríkisstjórn hefur komið upp sér- stakri eftirlitsdeild við skattstjóraembættið, og er sú deild nýlega tekin til starfa. Mun starf hennar þegar hafa sýnt nokkurn árangur, en á þó fyrst og fremst eftir að leiða til betri framtala og réttlátari skattlagningar í framtíðinni. Nú er í athugun að gera þessa eftirlitsdeild sjálfstæðari í starfi, enda bezt fyrir alla aðila, að hún heyri ekki í framtíð- inni undir pólitískt framkvæmdavald. Þarf þessi starfsemi að fá svipaða aðstöðu og dómstólarnir. íslenzkt þjóðfélag getur því aðeins staðizt, að landsfólkið beri traust til yfirvalda og allir hljóti sömu meðferð, sérstaklega hvað skattlagningu snertir. Meðan skattsvik viðgangast ár eftir ár, án IPANA. hefur Heildsölubirgair : O.JOHNSON & KAABER hf þess að nokkuð sé að gert, hljóta fleiri og fleiri landsmenn að grípa til þeirra sem sjálfsvörn. Þenn- an vítahring verður að brjóta og er vonandi, að stofnun skattaeftirlitsins og starfsemi þess reynist mikilvægt skref í rétta átt. • Það mun án efa koma í ljós, að íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt og grandvart fólk, sem mun fagna þeim umbótum, að meinsemd skattsvik- anna verði, skorin burt. Til viðbótar má gera ráð fyrir, að betri fram- töl muni auka verulega tekjur ríkisins og forða þjóðinni frá tugmilljóna álögum á komandi árum. Áskriftarsimi ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 Auglýsingasíminn er 14906 BILSTJORI SKRIFAR: „Und- farið hefur umferðin í borginni vcrið ákaflega viðsjál, og það hcf vr vægast sagt, ekki verið skemmtilegt að hafa bifreiðaakst- ur 'að atvinnu. Það kemur áþreif aníega í ljós, þegar snjór er á götum, hálka og ófærð, hversu umferðarmenning og aðgæzla er á lágu stigi hjá okkur íslendingum. Mar.n bókstaflega furöar á þvíf hvernig menn baga sér í umferð- inni. FYRIR NOKKRUM DÖGUM var ég að aka austur Suðuríands braut á móts við Sogamýri, allt í einu sviptir fólksbíll sér út á vitlausan vegarhelming og ekur greitt beint á móti mér. Þegar hann nálgast reynir liann, á mikl um liraða og á síðusíu stundu að sveigja inn á sinn rétta vegar- helming, en spólar þá á snjó- hryggnum, en með naumindum tekst mér að sneiða hjá honum. Eidri maður sat við stýrið á fólks bílnum, og veifaði hann flissandi til mín hendi um leið og ég barð ist við að koma bílnum mínum aftur upp á brautina. EF LÖGREGLAN hefði verið _MIII|l||llll||||||||||J|||||||||||||||||||||(|||||||||||||||||||||||l|||||||ll||,,|,,,|l|,,,,|||,,,|l,,||lll||l|l|||||||l|||||||||||||||||,|||||} = 3 ★ Bílstjóri skrifar um dæmafátt framferði í umferðinni. I ic Atburður á Suðurlandsbraut — og annar á Hring- 1 \ braut. 1 ic Gangandi fólk áttar sig ekki á erfiðleikum bifreiða í 1 [ hálku. ic Slegið slöku við kennsluna. , a 3 ■ - . 3 3 MiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiniuiiiim þarna nærstödd, hefði ég kæbt þennan ökuníðing. En svo var ekki, og enga sönnun hafði ég svo að við þetta sat. En það þætti mér ekki ólíklegt, að þessi maður ætti eftir að í'inna fyrir sínum glannaskap og ábyrgðarleysi. AÐALTILEFNIÐ TIL ÞESS AÐ ég sendi þér þessar línur er þó qkki þessi atburður heldur sú staðreynd( að gangandi fólk virð- ist ekki átta sig á því, þegar ó- færð er og hálka, að við bifreiða- stjórar eigum miklu færri tæki- færi til að forða slysum heldur en þegar færð er góð. Fólk steklc- ur fyrir bifreiðarnar, hleypur snögglega fyrir þær og skýzt fram hjá þeim. En þegar hált er, er alveg víst, að bíllinn rennur við hemlun miklu lengri leið. ÞAÐ ER ALVEG SÝNILEGT að fóik áttar sig ekki á þessu. Ef það gerði það mundi það fara miklu varlegar en venjulega Og taka ekki eins mikla „sjansa". Ég varð nýlega vottur að Því að stúlka stökk út á götuna allt í einu, en margar bifreiðir komu hver á eftir annarri. Fyrsti -bíjl inn snarhemlaði og jrann til upp á gangstétt og þarna skall næsti bí'll á þann fyrsta og þriðji bíll- inn á þann bíl. Stúlkan veifafJI brosandi alveg eins og fífl- MÉR FINNST EKKI nógu mik- ið um aðvaranir í útvaiTÍnu þegar færðin er eins viðsjál og nú hef- ur verið undanfarið. Það á að aö- vara fólk viðstöðulaust, og mér finnst ekki að þið blaðamennirm Framhald á siðu 10. 2 15. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.