Alþýðublaðið - 15.12.1964, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1964, Síða 3
ANDRI SÆKIR ÞYRLU SÍNA 3. ANDRI HEIÐBERG kafari er á förum til Bandaríkjanna í því skyni að festa kaup á þyrilvængju sem hann hyggzt nota í starfi Sínu, og til annarra fólksflutn- inga. Andri er ekki aðeins kaf- ari, hann hefur líka atvinnuflug- mannspróf, og hefur nokkra reynslu í þyrluflugi. Þyrlan sem liann hefur í hyggju að kaupa er af Brantley gerð. Gunnar Ihorodd- sen kosinn heið- ursfélagi SÍBS Reykjavík, 14. des. STJÓRN Sambands ísí. berkla- sjúklinga samþykkt á fundi í nóv- ember sl. að kjósa Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra, heið- ursfélaga samtakanna. Gunnar Thoroddsen hefur, bæði sem borg- arstjóri Reykjavíkur og fjármála- páðherra, greitt götu sambandsins Og stutt framkvæmdir þess með ráðum og dáðum. Gunnar Thoroddsen er 12. lieið- ursfélagi SÍBS Jose Daniel Lasalle, 24 ára gam all sonur flugmálaráðherra Spán- «r var dæmdur í átta ára fang- elsi í dag og 100 þús. peseta (72 þús. ísl. kr.) sekt fyrir ólöglega þátttöku í bönnuðum samtökum og ólöglegri áróðursstarfsemi. Litlu tveggja manna Brantley þyrlurnar eru mjög þekktar, og eru 3 af hverjum 5 smáþyrlum sem notaðar eru í Bandaríkjunum af verzlunarmönnum og fleirum. Vél sú, sem Andri ætlar að kaupa er hins vegar stærri. Hún tekur 5 menn, og flughraði hennar er um 120 mílur á klukkustund. — Þessi stærð er ný á markaðnum og Andri hefur því í hyggju að þrautreyna hana, áður en gengið ! verður frá kaupunum. Það getur komið sér mjög vel fyrir hann, að hafa þyrluna til taks, þegar honum berst beiðni um aðstoð, því að þá getur hann flogið á stutt- | um tíma að bátnum eða skipinu I sem er í nauðum statt', sezt á | sjóinn við hlið þess, og kafað frá þyrlunni. Þetta verður ekki síður hagkvæmt fyrir þá sem á hjálp þurfa að halda. En svo eru líka aðrir möguleikar með svona vél. Það er sífellt að færast í vöxt, að menn fari fljúgandi, ef þeir þurfa að bregða sér í snöggar ferðir eitthvað út á landsbyggð- ina, því að flugvellir eru víðs vegar komnir upp. Með þyrlu«r\ hins vegar er meira að segja hægt að losna við ferðina frá flug- vellinum, því að hún getur lent í „hlaðvarpanum” og skilað far- þega sinum alveg heim að dyr- um. Til dæmis má taka, að ferð með leigubíl í Borgarnes tekur 3 klukkutíma, og kostar um 1500 krónur. Með þyrlunni væri hins vegar hægt að komast á 15 mín. og það kostaði ekki nema um 1100 kr. mia Grær undan hotlri hendi eftlr Vilhjálm S. Vilhjálmsson. Þessi bók er safn viðtala við 28 memn og konur, sem búið hafa við hin ólikustn lífskjör. Eitt á allt þetta fólk sameigin- legt: Það hefur gegnt hluverki sínu af skyldurækni og sam- vizkusemi. — Það hefur gróið undan höndum þess. í bókinni er m. a. rætt við Bjarna Björnsson leikara, Jón Erlendsson verkamann, Ásgrim Jónsson listmálara, Bríet Bjarnhéöins- dóttur, Ludvig Kaaber bankastjóra, Ara Arnalds bæjarfó- geta, Pál ísólfsson tónskáld, Friðfinn Guðjónsson leikara, Ragnar Jónsson í Smára, Magnús Jónsson prófessor, Sigur- björn Á. Gíslason, Martein Meulenberg biskup, Gunnar And- rew og læknana Sæmund Bjarnhéðinsson, Sigurð Magnússon og Þórð Sveinsson, svo nokkur séu talin. FREYJUGATA 14 SlMI17667 GlFURLEGT ÚVEÐUR NORDUR- OG MID- EVRÚPU Lundúnum, 14. des. (NTB-Reuter). OFSAVEÐUR og haugasjór olli miklum erfiðleikum á Norðursjó í dag. Urðu mörg skip að leita að- 376 SJÚKLINGAR KOMU í ÆFINGARSTÖÐINA IMMMtMMMMMMMMMMVW Forsetakosn- ingar á Ítalíu Róm, 14. des. (NTB-Reuter). Reykjavík, 14. des. AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaffra 1964 var hald- inn að Sjafnargötu s14 í gær 13. des. 1964. Formaður félagsins, VMHHMMMUMtmMUWWM KYNÞÁTTA- GREINING BÖNNUÐ Washington, 12. des. (NTB-Reuter). IIÆSTIRÉTTUR Bandaríkj- anna staðfesti í dag að kyn- þáttaaðskilaður á opinberum veitingastöffum og gististöff- um væri óheimill samkvæmt jafnréttíslcgum borgaranna, er samþykkt voru af þinginu í júlímánuði í ár. Úrskurðaffi rétturinn þetta vegna máls er gististaður einn í Atlanta í Georgia hafffi iagt fyrir liann. HMMMMMMMMMMMMMMV Svavar Pálsson, endurskoffandi, flutti skýrslu sijórnar. Félagið rak æfingastöð að Sjafn argötu 14, eins og undanfarin ár. Þangað komu 37'6 sjúklingar ög fengu rúmlega'l 1.000 æfingameð- ferðir. Þá rak félagið sumardvalarheim- ili fyrir 40 fötluð börn í Reykja- dal í Mosfellssveit, í 2Ví> mánuð. Á árinu fóru rúmar 1.000.000 kr. til fjárfestingar í Reykjadal. Þar var byggð sundlaug og lokiff smíði svefnskála. Tekjur félagsins voru alls 2 millj. 174 þúsund krónur og var þeim varið til að greiða halla á rekstri æfingastöðvar og sumar- dvalarheimilis alls kr. 1 milljón 180 þúsund, en til eignaaukningar fóru 994 þúsund krónur. Hrein eign félagsins í lok reikn- ingsárs 30. sept. sl. er rúmar 6 milljónir króna og eru þá 3 fast- eignir félagsins taldar á bruna- bótaverði. í stjórn votu endurkjörnir: Svavar Pálsson, endurskoðandi, Andrés Þormar, aðalgjaldkeri, Baldur Sveinsson, fulltrúi, Varaformaður ;Friðfinnur Ólafss. STJÓRNMÁLAMENN á íta- líu gerðu í dag nauðsynlegar ráðstafanir vegna forseta- ,kosninga þeirra, er fram munu fara í þjóðþinginu á miðvikudag. Ástandið er ó- ljóst og kosningar munu sennilega taka nokkra daga. Stjórnmálafréttaritarar eru sammála um það, aff enginn frambjóðenda muni fá tvo þriðju hluta við fyrstu at- kvæðagreiðslu, eins og áskil iff er, ef hann á að ná kosn- ingu. Búizt er við, að ein þýðingarmesta atkvæða- greiðslan fari fram á fimmtu dag. Jafnaffarmenn, Nenni- jafnaðarmenn og lýðveldis- sinnar munu styðja Saragat utanríkisráðherra. til forseta dóms, en einnig mun Gio- vanni Leoni, prófessor í lög- um og fyrrverandi forsætis- ráðherra, njóta mikils fylg- is, einkum meffal kristilegra demókrata. WMMMMMIMMMMMMMMV Reykjavík, 14. des. Fyrir nokkrum dögum gaf fyrir- tæki eitt í Reykijavík Skógræktar- félagi íslands 50 þúsund krónur til frjálsrar ráffstöfunar. Þá hefxur Kaupfélag Borgfirffinga gefið Skógræktarfélagi Heiðsynningu á Snæfellsnesi 25 þúsund krónur. stoffar björgunarskipa. Þannig hef- ur hollenzkur dráttarbátur komizt til Líberíu-skipsins Navidad, sem liggur strandað á einni frísnesku eyjanna. Önnur skip hafa einnig sent út neyðarskeyti og er nú verið að koma þeim til hjálpar. Óveðrið geysaði af fullum krafti í Hollandi um helgina, en nú er heldur farið að draga úr því. Hið 10.456 tonna Líberíu-skip . „Fal- con“ rakst á vestur-þýzka flutn- ingaskipjð Werdenfels" á Tajo- fljóti í Portúgal. Enginn slasaðist og báðum skipunum tókst að kom- ast af eigin rammleik til hafnar. Sænska skipið „Finnland" liggur enn brennandi í höfninni í Le Havre. Hefur það brunnið frá því á laugardag og mun nú sökkva innan skamms. í miðlestum skips- ins eru gúmmí og olía og geysar eldurinn þar nú. Skipið sígur um tíu sentimetra á klukkutimann og er leitast við að láta það sökkva lóðrétt, svo að það hindri ekki um- ferð annarra skipa í höfninni. Óveðrið herjaði mikinn hluta Póllands um helgina. Einnig inn á meginlandi Evrópu varð hans ó- þyrmilega vart, allt suður til Aust- urríkis. Miklir erfiðleikar eru á Bretlandseyjum vegna snjóa, storms og vatnsgangs. Er búizt við enn meiri rigningu þar. í Svíþjóð olli óveðrið einnig miklum erfið- leikum og tjóni. Hins vegar hafa Danir unað glaðir við ágætis veð- ur og Rússar áttu mjög góða sól- skinsdaga í Moskvu, en það er mjög óvenjulegt á þessum tima árs. í norðausturhluta Bandaríkj- anna olli óveður einnig miklum erfiðleikum. SKÆRUR Á MALAKKASUNDI Singapore, 14. des. (NTB-Reuter). HERNAÐARÁSTAND ríkir um alla Malasíu frá því á sunnudags- nótt að brezkur tundurspillir, „Ajax“, skaut á óþekkt skip á Malakkasundi og ástralski tundur- duflaslæðarinn „Teal“ skaut á tvo vopnaða pramma og sökkti öðrum þeirra. Á vesturströnd Malaya (sem er eitt fylkið í Malasíu) var mjög mik Hl viðbúnaður í dag. Á Malakka- sundi er öflugur vörður og taka þátt í honum skip frá Malasíu, Ástralíu og Bretlandi. í opinberri yfirlýsingu um at- burð þennan segir, að tveir indó- nesískir prammar hafi skotið á duflaslæðarann „Teal“ út af Singa pore. „Teal“ svaraði strax árás- inni. Voru þrír indónesar í öðrum prammanum drepnir og fjórir tekn ir til fanga. Hinn pramminn hvarf í myrkrið. í Singapore er vöngum velt yfír því hvað í rauninni hafi gerzt, er brez.ki tundurspillirinn „Ajax“ skaut úr stærstu byssum sinum á sex óþekkt skip á Malakkasundi, er skilur Malasíu frá Indónesíu. Orðrómur í Singapore segir, að á ferðinni hafi verið hraðbátar. Litl- ar opinberar upplýsingar eru fyrir hendi, en samkvæmt óopinberum upplýsingum var 18 hnúta hraði á skipum þeim, er „Ajax“ skaut á. Þau hurfu öll á braut eftir að „Ajax“ hafði skotið á þau,- ALÞÝ0UBLA0IÐ - 15. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.