Alþýðublaðið - 15.12.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 15.12.1964, Page 6
BAK VID TJÖLPIN STÓR verzlun í New York, sem eingöngu selur alis konar kjöltudýr, hefur nýlega sent frá sér fallegan auglýsingapésa, þar sem m.a. getur að líta svolítandi upplýsingar: „Vanti yður eitthvert algjörlega óvenjulegt kjöltudýr, þá spyrj ið um hana ungfrú Mortimer okkar“. — ★ — REISA á styttu af Sir Winston Chur- chill fyrir framan brezka sendiráðið í Was~ hington og er það félagsskapurinn The English Speaking Union, sem leggur til peningana. Félagið hefur nú ákveðið að svipta Churchill vindlinum sínum. Myndhöggvarinn William MacVey ger- ir styttuna og var hann búinn að gera hana þannig, að Churchill hélt á staf og vindli í hægri hendi, en hinni vinstri lyfti hann hátt á loft og myndaði V-merkið. Þótt erfitt sé að húgsa sér mynd Churchills án vindils, verður svo að vera sem félagið segir, en ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú, að hinum vitru félagsforkólfum þótti klúðurslegt að láta stytt- una hafa bæði vindil og staf í sömu hendi. — Spurningin er þá bara, hvort Churchill hefur verið klúðurslegur öll þessi ár, án þess að vita það. - ★ - BRIGITTE BARDOT hefur gengið í þöglu herdeildina“, þ. e. a. s. flokk þess fólks, sem krefst skilyrðislausrar þagnar af starfsfólki sínu. Ástæðan til þessa er sú, að fyrrverandi þjónn hennar, Guido Albert, hefur birt greinaflokk í frönskum og ítölskum blöðum, þar sem gefnar eru alls konar „hugljúf- ar“ lýsingar á ýmsum atriðum einkalífs ungfrúarinnar. Hún hefur því ákveðið að ráða enga persónu í sína þjónustu, utan að viðkomandi hafi und ritað hátíðlegt og lögfræðilega rétt samið skjal, þar sem hann skuld- bindur sig til algjörrar þagnar um allt það, sem viðkomandi per- sóna kann að komast að í sínu fróðlega starfi. — ★ — Á KVENNAÞINGI, sem nýlega var haldið í Frankfurt og fjallaði aðalega um húsnæðismál, sagði ein konan í umræðunum: „Það vantar eitt í menntun arkítekta nútimans. Mánaðardvöl hjá barnmargri fjölskyldu." — ★ — STERKI maðurinn í Hollywood, Dean Mantin, er alæst grafnmetisæta. Fyrir skömmu var matarhlé við kvikmyndatöku og pantaði Martin þá stóran skammt af rófum. Stjórnandinri Daniel Mann sat við hliðina á honum og sagði háðslegur á ávip: — Ég trúi nú ekki á allar furðusögurnar um hina dásamlegu eiginleika rófna — og einkúm ekki, að þær styrki sjónina. Martin horfði Vorkunnlátur á hann: — Segðu mér, Daníel, hefur þú nokkurn tíma séð kanínu með gleraugu? - ★ ~ MAÐUR stóð fyrir rétti um daginn sakaður um að hafa stolið tivorki méira né' minna en 8 milljónum franka. Þegar dómarinn spurði hann um ástæðuna fyrir því, að hann framdi afbrotið, fékk tiann svarið: — Ég var svangur, herra dómari. Það hefur verið mikill sultur. — ★ — NÝJASTA Bitladellan úr Ameríku: Fyrir eina 18 krónur er hægt að fá keypta vandlega lokaða flösku, sem í er andi þeirra. 15. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐID ca | ELLEFU danskir handverks- m menn, er starfað hafa í Scores- H bysund á Grænlandi, tóku sér H rétt fyrir mánaðamótin á hend- ; ar 300 kílómetra ferð á skið- 1 jm og með hundasleða til : Meistaravíkur til þess að ná ■ ?ar í flugvél, er flutti þá heim jj íil Danmerkur að halda jól. — : Leiðin lá um fjöll og firnindi og þeir fengu alit að 33 stiga frost á leiðinni, en ferðin tók þá alls fimm sólarhringa. 17 Grænlendingar hjálpuðu Dön- unum á leiðinni og í förinni voru 200 hundar, sem drógu sleða, er á var póstur, matur og annar farangur. Nokkra hand- verksmennina kól nokkuð á leið inni, en aðeins einn svo, að hann varð af flugvélinni í Meist m aravík, þar eð skipta þurfti um jj umbúðir. Flugvélin, sem flutti þá til Danmerkur, hafði kast- að jólapósti í fallhlífum yfir jg Scoresbysund og á Tobinhöfða. 1 Á myndinni sést leiðangur- inn í áningarstað á leiðinni. BRJÓSTMYIKINGAR MUNA ÞAÐ SEM ÞEIR HAFA SÉÐ EINFÖLD en mjög árangursrík tilraun í Ameríku hefur sýnt, að tveggja mánaða gamalt bam tek- ur eftir því, sem það sér og man það, sem það hefur séð. Spurn- ingin um það hvernig og hvenær barn verður sér meðvitandi um umhverfi sitt er geysiveigamikil í sambandi við tilraunir ail að skilja hvernig mannsheilinn þroskast. Ein kenning heldur því fram, af heilinn byrji að þroskast á þeirri stundu sem barnið fæð- ist og sérkenni hvers barns eigi eftir að endast þvi allt lífið. Dr. Robert Franz við Western Reserveháskólann í Cleveland hef- Framhald á 10. síðu -----...... nijuu ,,i hinni nyju stöð Svía, Norðmanna og Dana, er afla skal reynslu í móttöku sendinga frá gervi- hnöttum úti í geimnum. Stöð- in er áðaUega byggð á reynslu, sem fengízt hefur í radíó- og stjarnfræðistöð Chalmers tækniháskólans í Gautabörg. Stöðin er í sænska skerjagarðinum ná- lægt Gautaborg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.