Alþýðublaðið - 15.12.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.12.1964, Qupperneq 8
4MIIIIMIIIIIIHIlHIIIMIIII*iaiimillllMtlllllltlllM........ IMIMMMMMM MilHMHMIMMIIIIIIIIIIIIIIIlfllllll iiMMiMMii 111111111111 iiiiiiniiiimimmmmmm.. hhmiiiihmiimhimhimmiihmhhhhihmmhmmmmmhhmmhihimimmimhh Blóðug kynþáttadeila í Sudan Miklar óeirðir hafa geisað í höfuðborg Súdan, Khartoum. Að minnsta kosti 40 manns hafa beðið bana og 500 særzt. Líöka varð þúsundir blökkumanna inni á knattspyrnuvelii borgar- innar til að vemda þá gegn arabískum íbúum borgarinnar. Óeirðasamt hefur verið í landinu í margar vikur. Hinn 30. október sl. leiddu blóðugar óeirðir í Khartoum til þess, að herforingja„tjórn sú, sem farið hafði með völdin í landinu und ir forystu Abboud hershöfð- ingja síðan 1958, sagði af sér. Mynduð var borgaralég stjórn og gegndi Abboud áfram em- bætti forseta, en seinna neydd ist hann til að segja af sér vegna ólgunnar í landinu. >að sem leiddi til falls Abb- oud-stjórnarinnar voru kröfur um aukna sjálfstjórn til handa blökkumönnum í suðurhéruð- um Súdan og um frjálsari stjórnarhætti. Kn óeirðir siðustu daga sýna, að hýju stjóminni hefur ekki tekizt að leysa það erfiða kynþáttavanda mál. Kynþáttahatur ógnar til- vem Súdans, stærsta landi Af- ríku. ★ KLOFIÐ LAND Súdan er klofið land. í þremur syðstu hémðum þess (Bahrel-Ghazal, Equatoría og Efri - Níl) búa þrjár til fjórar milljónir manna og eru blökku menn í yfirgnæfandi meirihluta Margir þeirra eru kristnir. í norðurhluta landsins búa um átta milljónir manna, aðalllega Arabar, sem eru Múhameðtrú- ar. ar reyndu ekki að stjórna land- inu sem einni heild og viðleitni þeirra til að koma á umbótum og framföram í Súdan einskorð aðist við norðurhéruðin. Ará- bískir siðir og kiæðnaður vom bannaðir í Suður-Súdan, Arab- ar frá norður-hémðunum fengu ekki að ferðast þangað, en jafn- framt voru brezkir og bandarísk ir trúboðar hvattir til að snúa ibúum þessara héraða til krist- innar trúar. Þegar Súdan öðiaðist sjálf- stæði 1956 voru ekki nógu margir menntaðir blökkumenn til að taka við stjóminni í suður-héruðunum. Áhrif stjórn arinnar í norðri jukust. Arabar voru sendir að norðan, og blökkumönnum fannst, að ara- bísk stjórn hefði tekið við af brezkri. Komið var á fót and- spyrnuhreyfingu, sem ber keim af Mau-M'au hreyfingunni í Ken ya og kallast Anva Nya eftir skordýri, sem bítur menn og særir banvænu sári. Herforingjastjórn Abbouds herforingja, rem tók við völd- um tveim ámm seinna, reyndi að bæla niður miskunnarlaust aila frelsisviðleitni í suðurhér- uðunum. Um 5-8 þúsund her- menn hafa háð styrjöld í suður hémðunum og hundmð manna hafa fallið í liðum beggja: Um 70 þúsund blökkumenn hafa flúið tii grannlandanna Uganda og Kongó. Deilan náði hámarki í vor, þegar stjóm Abbouds vísaði flestum kristnum trúboð um úr landi. Á'-tæðan var sögð sú, að trúboðarnir hvettu blökkumenn til uppreisnar. herforingjastjórn Abbouds, E1 Khatem E1 Khalifa, er einn þeirra fáu manna í Súdah, sem barizt hafa fyrir jafnrétti íbú- anna i suðurhéruðunum. Af eigin rammleik hefur hann af- rekað mik'lu til að bæta mennt unarmöguleika þeirra. Þetta var maður, sem talið var að gæti komið á samstarfi og skiln ingi, en þetta verk virðist hon- um og öðmm- ofvaxið. E1 Khatem E1 Khalifa, sem er 47 ára að aldri er einn virtasti embættismaður Súdans. Hann hefur getið sér gott orð fyrir heiðarleika sinn og baráttu gegn spillingu, sem er mikil í Súdan, og ekki sízt fyrir baráttu sína fyrir aukinni menntun, en °* C. t S - - , , . iOARfUH [KORDOFAN'; BLUE 4.Þ- EGVP 4 £ J •-i northerh r\\ * H......... í Kharloomt..v y! ° Uf D :Á\iN | >..... \.............. .-7, V ' „ *■•••■•■..•: UPPER • XJ f/ ÍHLE / - .... O K' - W' \ Bretar fóru með stjórn mála í Súdán á árunum 1899-1953 að nafninu til ásamt Egyptum. Bret ★ NYJA STJORNIN Forsætisráðherra bráðabirgða stjórnarinnar, sem tók við af meirihluti landsmanna er ólæs og óskrifandi. Hann stofnaði tækniháskóla í Khartoum og kom á fót ýmsum menntastofn- unum í Suður-Súdan. Fyrsta ráðstöfun E1 Khatem E1 Kh'alifa til að sætta íbúa hinna tveggja landshluta var að skipa blökkumann frá Suður Mótmælaaðgerðir í Khartoum, höfuðborg Súdan Súdan, Clement Mboro, í em- bætti innanríkisráðherra og koma á fót nefnd sunnanleið- toga, sem átti að koma á um- bótum. Mörgum pólitískum föngum var sleppt úr haldi, sunnudagur var fyrirskipaður helgidagur í suðurhémðunum, og aðrir kristnir helgidagar voru löggiltir. AUt átti þetta að sannfæra Suður-Súdanbúa um einlægni nýju stjórnarinnar og góðar fyrirætlanir hennar, en það hefur reynzt erfitt og ró hefur ekki komizt á eins og síð ustu óeirðirnar sýna. Óeirðirnar bmtust út þegar Mboro innanríkisráðherra kom til Khartoum úr ferð til Suður- Súdan. Þetta var enn ein ráð- stöfunin er miða átti að sátta- um. Ögemingur er að segja um hvort það muni takast. Nýja nefndin sem skipuð var, klofn aði fljótlega í „her~káa“ og „hófsama" menn og hinir fyrr- nefndu telja Mboro og þá, sem reyna að koma á einingu og samstarfi, „svarta kvislinga". ★ KOSNINGAR BOÐAÐAR Fleiri erfiðleikar steðja að hinni nýju bráðabirgðastjórn Öúdans. E1 Khalifa hefur heit- ið því að efna til kosninga í marz en fátt bendir til þess, að ABBOUD hrökklaðist frá. það verði kleyft. Talið er, að ekki verði unnt að halda heið- arlegar kosningar þannig að viðurkenndir fulltrúar suður- héraðanna komi fram fyrr en ættbálkastríðsmennirnir þar snúi aftur til þorpa sinna og hætti árásum á Araba í Norður Súdan. Þetta er talið frum- skilyrði þess, að samkomulag náist og stjórnin í Khartoum geti hafið viðræður við viður- kennda fulltrúa suðurhérað- anna. (Kristnu trúboðarnir sem hafa verið reknir úr landi, voru beztu milligöngumennirnir milli stjóm'arinnar og íbúa suð- urhéraðanna.) Almennt er tal- ið, að þetta taki að minnsta kosti eitt ár. •En vafamál er talið, hvort stjórn E1 Khalifa geti haldið völdunum í eitt ár. Auk þess sem ekki er hægt að halda kosn ingar í suðurhéruðunum strax (undirbúning kjörskrár, sem ekki hefur verið unnið að i átta ár, mun taka talsverðan. tíma), vilja kommúnistar draga málin á langinn, en áhrif þeirra í bráðabirgöastjórninni eru ó- venju mikil: Ekki er hægt! að halda kosningar í febraar, sem er föstumánuður Múhameðs- trúarmanna, Ramadan^ vegna loftslagsin,. Sumarið kemur ekki tii greina vegna rigninga allan þann tíma. Þess vegna verður sennilega að halda kosn ingamar næsta haust. ★ ÁHRIF KOMMÚNISTA Allt er komið undir afstöðu stjórnmálafiokkanna. Ef þeir verða of ákafir að komast fljót lega til vaida kunna þeir: að spilla sáttum Norðan- og Sunn anmanna. Stjórnmálamennir- nir hafa nær eingöngu áhuga á málefnum Norour- Súdaq og fáir telja 'að þeir geti bjargað Suður - Súdan. Talið er, að stærstu flokkarn- ir, Umma-flokkurinn, sem fylg ir ve trænum rikjum að mál- um, Lýðræðislegi þjóðarflokk- urinn undir forystu Khatmiya- oig, Þjóðlegi einingarflokkur- inn undir forystu Azhadi fv. forsætisráðherra, mundu fall- ast á, að Khalifa yrði við völd í eitt ár, ef þeir óttuðust ekki áhrif kommúnista í stjórninni. Að nafninu til hafa komm- ■unistar aðeins einn mann í stjórninni, Ahmed Suleiman- landbúnaðarráðherra. En þrír aðirir ráðherrar hafa samúð með kommúnistum. Komm- unistar eru í sér takri aðstöðu þar eð þeir njóta mikils fylgisi embættismanna. Stjórnin er að allega skipuð embættismönn- um og stjórnmálaflokkamir hafa 'aðeins fimm fulltrúa í henni. Þrátt fyrir réttar hugmyndir og mik'a- liugsjónir er vafa- samt taMð hvort E1 Khalifa og mönnum hans takist að bjarga landinu, "n þar eru blóðugar óeirðir og morð að verða dag- legt brauð. E1 Khalifa segist bera lítið skvnbmgð á stjóm- mál, enda é hann fyrst og íremst ví?indamaður. Mubarak fjármálaráðherra hans, segist ekkert vit hafa á fjármálum. UtanríHvrfðherra hans, Mah- goub, vit* he’dur lesa góðar bækur o" vrVir. kvæði en fást við uta'TÍVismál. Landamærí «úd'9ns vora upp haflega drpgin án tillits til þjóðernisienra og menningar- legra s+a*revnda á sama hátt og l'andammri margra annarra, Aríkurf1*10 Umð: að því er varðar ^úa n» WHlag og nátt- Úni rk'*r>ti-+ ’andið í tvo að- skilda K”+'> vís iq. breiddar- gráðu. U'-.i-’r fo„..'ðarinnar hef ur vakm>* r>" ím,ir nú fram tíð landrinr ví -c. os? vjga ann- ars sta!*'>r ; aí-ív,, hefur sjálf stæði .-nir ; för með sér í Súdan ; llilllllMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIMMII *»* IIIIIMIMIMMIIMIIMMM IMMMMMMIMMMMMMMMMMMMII 1,11 iniBIKllMMMIIIM llllllll III IMMIIMIIMIMIIIIIIIIMIIIMIMMIIIIIIMIMIlÍlMMIM IIIMMMMMMIMMMMMMMMMI IMIIIMMIUIIUI|ý 3 15. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.