BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 6
ínveitingastaðir í Revkjavík 1986 Krá á hverju götuhorni. Ein hlið eða íylgifiskur aukinnar áfengis- neyslu í landinu er mikil fjölgun vínveitinga- húsa eða kráa. Síðustu ár hefur slíkum húsum íjölgað jafnt og þétt en þó aldrei eins og eftir að skrúfað var írá bjómum 1. mars 1989. Fjölgun vínveitingahúsa er sýnd í töflunni á bls. 5 og kemur enn betur fram á meðfylgjandi skýring- armyndum af fjölguninni. Miðað er við 1. janú- ar viðkomandi ár. Mikill meirihluti vínveitingastaða í Reykjavík er í miðbænum og gefur því auga leið að á kvöldin og um helgar er mikil umferð fólks á milli þeirra staða sem eru í göngufæri. Enginn aðgangseyrir er greiddur og því lítið mál að bregða sér á milli staða og fjöldi þeirra er svo mikill að engin hætta er á að lenda í biðröð. Þar sem tilgangur heimsókna á vín- veitingahús er einkum sá að neyta þar áfengis fer ekki hjá því að meirihluti gestanna er ölv- aður, að vísu mismikið. Þannig er ástand flestra sem eigra á milli húsanna og því við því að búast að stundum kastist í kekki með mönnum og komi til slagsmála eða að drukkið fólk veitist að eða jafnvel ráðist að öðrum sem eiga leið um þetta svæði. Þegar staðirnir voru færri og lengra á milli þeirra var umferð ölv- aðs fólks ekki eins mikil og nú. Kom þar til að erfitt var að ná í leigubíla til að komast á milli staða og biðraðir voru frekar regla en undan- tekning. Umferð fólksins takmarkaðist því fyrst og fremst af þeim tíma sem það tók að

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.