Skólablaðið - 01.09.1910, Síða 8

Skólablaðið - 01.09.1910, Síða 8
136 SKÓLABLAÐIÐ Vitaskuld er það ekki allra meðfæri að rita fyrir æskulýðinn. Síður en svo. En Skovgaard-Petersen lætur sú list. Bækur hans eru þess eðlis, að þær »qppbyggja« í orðsins bestu merkingu, auðga andann, fræða og leiðbeina, og eru um leið skemtilegar. Svo er og farið »Bók æskunnar«. Hún er í besta skilningi uppbyggiltg bók, hefur mikinn fróðleik að geyma og margar nytsamar leiðbeiningar, ekki aðeins fyrir æskulýðinn sjálfan, heldur og fyrir hina eldri, sem eiga að leiðbeina honum, en brestur svo oft skilning á hinum margvíslegu umbrotum í sálarlífi æsku- lýðsins. Eins og allar bækur þessa höfundar er »Bók æskunnar« auðug að dæmum úr lífinu hér, fyrst og fremst úr æskulífi ýmsra þeirra manna, sem seinna urðu forgöngumenn í lífi þjóðanna. Hér er ekkert skýjafálm fyrir ofan og utan hið virkilega líf; höfundurinn heldur sér við jörðina — við lífið eins og það nú einu sinni er og æskumaðurinn á fyrir hendi að kynnast því. En þó bendir »Bók æskunnar« jafnframt öll upp á við. Hm afarheilbrigða kristilega lífsskoðun höfundarins gægist hvervetna fram. Mætti »bók æskunnar* verða vel tekið af æsku þessa lands! f H. Skýrsla um bændaskólann á Hólum 1 Hjaltadal 1907—’IO. Á þessum árum hafa 76 piltar gengið í skólann. Kennara- skifti hafa ekki orðið. 18 eru þær alls nátnsgreinarnar, sem kendar eru. Kenslan mest með fyrirlestrum; bækur þó lesnar, Heimilt er þeim nemendum, sem vilja, að taka próf að afloknu námi. Þá heimild notuðu 10 piltar 1909 og 11 í ár. Sakir ónógs húsrúms hafa hin fyrirhuguðu styttri námskeið ekki verið haldin, nema 1908—9. Það stóð frá 22. marts til 3. apríl. Ýmislegt er það fleira, skólahaldinu til bóta, og skólanum til þrifa, sem orðið hefur á hakanum sakir rúmleysis eða lélegs húsnæðis. En úr þessu bætist, sem betur fer, von bráðara, er hið nýja skólahús verður reist. Bændafundur var haldinn í ár að Hólum. Sóttu liann 12 bændur úr Akrahreppi í Skagafirði; en öllum bændum úr þeim hreppi hafði verið boðið til fundarins. Fundurinn stóð 17. — 1 y.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.