Skólablaðið - 01.02.1912, Síða 2

Skólablaðið - 01.02.1912, Síða 2
18 SKOLABLAÐIÐ á íslandi að tilhlutun Jóns biskups Arasonará 16. öld öndverðri. Prentlistin hefir hrundið mentum öllum stórkostlega áleiðis, enda var ekki til að hugsa að efla alniennar þjóðframfarir með orð- inu fyrir upprisutíð prentlistarinnar. Skrifin á dýru húðunum ekki allra meðfæri. — Og mikill munur er á lesfr eðslu nútímans eða þegar séra Eilífur í Gufudal var settur frá embætti 1307 fyrir það, að hann kunni ekki að Iesa. Einna dimmast yfir landinu, fáfræðin ríkj- andi, frá því laust fyrir aldamótin 1400 og til þess er kemur fram undir Iok 15. aldarinnar. Á fyrri tímum var fróðleikur og öll mentun nærri því að segja séreign nokkurra manna í Iöndunum. Leiðirnar voru svo fáar að viskubrunninum; ríkjandi skoð- unin líka þessi á tíma katólska einveldisins, að mentun og fróð- Ieikur ætti ekki að vera sameign manna. En eftir því sem leið á tíma frjálsrar rannsóknar og samúðar, eftir því jókst líka al- menn mönnun, þó mikið vanti á að vel sé þanu dag í dag. Orðið prcntaða og skrifaða sameign mannanna; fyrir því er börnum kent að lesa og skrifa sitt móðurmál. Flest má nota á tvennan hátt, bæði til gagns og ónytja. Fæstir munu halda að lestrarþekkinguna noti menn til ónytja, en svo er því háttað stundum, þegar menn eyða tíma frá nauðsynjastörfum til að Iesa æsandi sögurusl á vondu máli, sem er ýkt fram úr öllu hófi og-blandað margskonar heimskulegum tilbúningi. Tilgangur þessara fáu lína, að minnast á bækur þær og blöð, er íslensk alþýða á kost á að afla sér, og drepa þá um leið á, hvað leshæft er og hvað ekki, eftir því sem ég lít á það mál. Mun ég skifta máli mínu í kafla til glöggvunar lesendum. Fornrit. Arf'urinn besti frá fornöldinni eru ritin; fyrir þvi að vér eigum rit þessi, nokkurnveginn óbrjáluð, kunnum vér þjóða best skil á uppruna vorum, og fyrir leiðeögn ritanna, þekkjum vér lífsferil feðra vorra langt fram á aldir. Sögur vorar, sem lesnar hafa verið af ölium almenningi um afarlangt skeið, hafa haldið málinu furðanlega hreinu, gegnum allar þær eldraunir hörmunganna, er þjóð vor hefir orðið að mæta. — Þó sagt

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.