Skólablaðið - 01.02.1912, Page 3

Skólablaðið - 01.02.1912, Page 3
SKOLABLAÐIÐ 19 sé, að vér skiljum sögurnur, þá eru það ekki almenn sannindi. Fjöldi af orðum kemur fyrir í fornsögunum, sem menn botna ekkert í, sumir hverjir, og frá vísunum ganga fleiri, hugsa ég, án þess að skilja greinilega vel. — Nýlega heyrði égeitthvert hjáróma hljóð um það, að fornsögurn- arværi barnaglingur; fullorðnir ætti ekki að eyða tíma í að grúska í sögum þeim. Hissa varð ég, því flestiróvitlausir íslendingarmeðfullri rænuhélt ég að mynduálítafullaþörfá því að kynnast fornsö ,un- um sem best. Og enginn Sveinn Sölvason talar nú til manna þeim orðum, að niður skuli leggja íslenska tungu, og taka upp dönsku í staðinn, enda myndi sá maður, er léti sér slíkt um munn fara, ekki hæfur í húsum þykja, nema á Kleppi. — Unglingarnir þurta að hverfa meir að fornsagnalestrinum, en nú tíðkast. Það þarf að kynna þeim lífslærdóma hinna óvið- jafnanlegu fornsagna. Dæmi drengskapar, framtaks og dáðgirni, — allra rnannkosta, er þar að finna, fyrirniyndarlega vel löguð til áhrifa. En þar finnast líkadæmi kæruleysis, mannníðingsskapar ogillgirni; dreng- skaparakortur er þar átakanlega sýndur. Út úr þessum ljómandi sögunr má fá staðgóða siðalærdóma. Og nær væri foreldrum og aðstandendum barna og unglinga, að efla þekkingu þeírra í hinum ágætu og stórfrægu, þjóðlegu fræðum vorum, heldur en fara að láta kenna þeim dönsku, straks og hinum ákveðnu- fræðslukvöðum er aflétt með fermingunni. Það er ekki einungis hið íturfagra mál, og Ijómandi skýrslur um viðburði fornaldar- innar, sem mætir oss í sögunum, heldur eru þar og spakmæli á annari hvorri síðu, knyttilyrði. Lifandi frásögn er þeim lagin fornu rithöfundunum. Setningar stuttar samt. og fyrir það alt svo prýðilega Ijóst, enginn kaldur og klafabundinn »orto doks« stíll. Það er einhver veigur í þeim rithöfundum, sem láta mann fylgjast með hverri athöfn, málverkið snild. — Egill flytur kvæði. Enn þá fylgjumst vér með, og margt er lærdómsríkt í stefjum spekingsins. »Gerðum helsti harða 1 Hríð fyrir Jótlandssíðu«, segir hann á einum stað; þar kannast hann við ofsa sinn og ójafnað.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.