Skólablaðið - 01.02.1912, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.02.1912, Qupperneq 7
SKOLABLAÐIÐ 23 Flestir eru í illum hug til Qissurar Þorvaldssonar, er þeir sjá hann þar á Örlygsstöðum hoppa upp, og leggja að Sturlu hálfdauðum. Eitthvað ódrengskaparfult, að vega að ósjálfbjarga og hálfdauðum manni með hefndarþrungnum hug og geisandi orðum: »Her skal ek einn at vinna«. Sumir segja,aðathöfnin þessi, sé Gis«uri tilbúin af söguhöfundinum, Sturlu frænda, til að ófrægja hann; tilgátan ekki ósennileg. En verknaðurinn þessi að sparka í hræið og stíga á hálsi aflraunafólki, sem aðrir hafi að velii lagt, það er lítilmannlegt illmenskutákn. Dæmin ótal. Öngull hefur með sér höfuð Grettis suður og er allrogginn yfir. En fáir verða til að taka undir; menn vita, að kappinn var unninn með svikum f>á er óorðheidnin illa þokkuð. Dæmið Ijóst, þar sem þeir Gunnlaugur og Hrafn eigast við í Svíþjóðu, og Hrafn bregður heit sitt við Gunnlaug. Þar er líka barist út af kvengulli, og vildi hvorugur öðrum unna faðmlagsins né heldur þess að vera hennar augum leiddur eða ástar njótandi. Svik og lýgi altaf illa þokkuð hjú, en fyrir ráðum standa þau hjá Styr, er hann Iætur berscrkinn taka iífið út í baðstofunni. Snorri á bak við. Virðist ekki öllum óþokkabragðið það vert þess að heita fyrirmynd skammarlegs verknaðar, þegar Snorri goði fer með rlokk manna til Borgarfjarðar til feðgadrápsins? Þarna teygir hann út um nóttina einn og einn í línklæðum, og lætur höggva þá sem uxa. Þeir rífa gras á bænum, sem hestar bíta til að tæla út mennina. Og drenginn unga vill hann drepa láta, barnið saklaust og ástvinasnautt. Ómögulegt að verjast þeirri hugsun, að hér læðist morðingi um bygðir, senr vinnur ódáðaverk aðfaranótt drottinsdags. Og þetía er þá goðinn á Helgafelli. Verkið alt af Ijótt; sama þó unnið væri á bardaga- ö!d. — Skömm höfðu allir góðir menn á morðum og stuldi. Að stela nrannorði er hástig stuldar. Öxin reidd yfir höfðinu nrannorðsþjófanna, ‘öxi hefndar allra góðra nranna, guðs og landslaga. Eins nú á tíma hafa menn gott af að athuga svívirðing ódáðaverkanna aftur i forn- öldinni, og berum saman drengskap núaldar og fornaldar. Vopn

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.