Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 4
116 SKOLABLAÐIÐ kunni nú að virðast, þá var einmitt þetta atriði einhver versti ásteytingarsteinninn og þyrnirinn í augum fulltrúanna íslensku. Frumvarpið féll á því þingi, og 20 ár þurftu að líða þangað til stofnaður yrði kennaraskóli. En kennarafé- lagið sendi þingunum hverja tillöguna á fætur annari um þetta nauðsynjamál, og sá varð árgangurinn að veitt var fé á fjárlögum til að halda uppi kennarafræðslu í Flensborg, fyrst 6 vikna námskeið og síðan 7 mánaða nám. Takmark- inu fyrst náð með stofnun kennaraskólans 1907. 5. Laun kenna anna var eðlilegt að kæmu þá til umtals, þegar farið var að gera ráð fyrir að þeir öfluðu sér nokk- urrar sérmentunar, þó að ekki væri hún heimtuð af þeim. Kennarafélagið sendi Alþingi áskorun um að bæta hag kenn- aranna að þessu leyti, og var síst vanþörf á. Hver sveitar- stjórn gat ráðið hvaða mann sem hún vildi til að fræða og uppala börnin og var einráö um það hvað hún borgaði. En við öllum þeim bænum daufheyrðist þingið, og hálfur annar áratugur þurfti að líða þangað til nokkur bót fekst á því; hún varð að bíða eftir 6. Almennri lagasetning um fræðslumálið. Frumvarpið um alþýðufræðslu, sem eg gat áðan um að lá fyrir þingi 1887 var samið af 5 mönnum milli þinga. En það féll. þegar árið 1889 tók kennarafélagið það mál á sína arma og kaus 5 manna nefnd til að íhuga það og koma fram meö tillögur um það. Nefnd þessi samdi frumvarp um mentun alþýðu, og var það ítarlega rætt á næsta ársfundi félagsins. Nú var þinginu send áskorun um að samþykkja lög um alþýðufræðslu svipuð áður nefndum frumvörpum. En þingið fór sér hægt. En meðan almenn lagasamþykt fekst ekki hjá þinginu hélt félagið áfram að halda fram kröfum sfnum um einstök atriði málsins,- hœkkun launa kennar- anna, tfiirlii með kenslunni, skilyrði fyrir landssjóðsstyrk, og kröfum um hœkkun á honum, og ekki síst kröfunni um stofnun kennaraskóla. En þetta hélt vakandi lagasetning- armálinu og þokaði því, þó að hægt færi, áleiðis að tak- markinu. það má því óhætt segja, að kennarafélagið lagði drjúgan skerf til þessa máls, og má svo að nrði kveða að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.