Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 121 Kosti til að sigra örðugleika þá, sem hindra okkur mest, Fátæktin, strjálbygðin og tíðarfarið eru í rauninni ægileg ljón á vegi okkar. En áhugaleysið er litlu betra en þetta alt sameinað. Og áhugaleysið býr í okkur sjálfum. Væri ekki vinnandi vegur að reka þenna illa anda út af manninum ? Félags- íslendingar hafa aldrei fengið orð fyrir félagslyndi. skapur. Meðal allra stétta þjóðfélagsins er kvartað yfir fé- lagsleysi. Embættismannastéttin er þó ef til vill undantekn- ing að nokkru leyti. Henni hefir tekist að hlaða ofurlitla skjaldborg utan um sig. Innan þeirrar skjaldborgar eru allir embættismenn bræður, rétta hver öðrum hjálp- arhönd, fylkja liði í framsókninni og nudda ryðblettina hver af öðrum, ef stórir eru. Verkmannafélagsskapur er nokkur, sérstaklega í kaup- túnum. En hann gæti orðið almennari og veigameiri. Dags brúnarfélagið í Reykjavík gæti frekar bætt úr neyð verka- lýðsins en nú gerir það, ef þvi væri stjórnað með skynsam- legu viti og atorku og félagar væru allir sem einn maður. Ýms iðnaðarfélög hafa komið á hjá sér allgóðri stjórn og orðið að liði, en allur þessi félagsskapur gæti verið sterk- ari og víðtækari en hann er. Kennarastétt landsins hefir heldur verið á eftir öðrum stéttum í félagsskap öllum. Staðið hefir þó um fjórðung aldar félag eitt, sem nefnt hefir verið „hið íslenska kennara- félag“. það var stofnað af kennurum við ýmsa skóla landsins. Latínuskólakennarar og kennarar gagnfræðaskóla fylktu þar liði og ýmsir mentamenn Eitt og annað nytsamt liggur eftir félag þetta, en eftir því sem árin liðu dofnaði yfir því. Stöku barnakennarar voru fyrst í félagi þessu, en þar réðu þeir litlu, vorii þeir í minnihluta. En vorið 1908 komu hér saman í Reykjavík 32 barna- kennarar víðsvegar af landinu. það var á fyrsta Kennara- skólanámsskeiðinu, sem þeir kyntust. þessir kennarar hugðu nú gott til að stofna með sér félag. Allir vildu taka höndum saman og voru ásáttir í aðalatriðunum, en um það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.