Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 14
126 SKOLABLAÐIÐ fræðingurinn okkar sagði um kennaraskólahúsið, þegar það var nýreist: „Við þurfum að letra á húsið : þetta er kennaraskóli íslands, ella dettur það engum manni í hug“. Ekkert leiksvæði var búið til, þegar húsið var bygt. Ekk- ert leikfimishús á skólinn; þetta átti þó að fylgjast að. Og varla hefði staðið á fjárvetingu þingsins til þessara sjálfsögðu þæginda, ef embættismannastéttin hefði átt hlut að máli. Gleðilegt er það, að til þessa skóla hafa þó valist góðir kennarar. Skólastjóri hefir þegar náð hylli nemanda sinna. Elska þeir hann og virða eins og börn góðan föður. Við engan kennara þaðan hefi eg talað sem öðruvísi hefir legið orð til skólastjóra. Ber margt til þess en einkum það, að hann er hæfileikamaður, góður kennari og mannkostamaður. það er eftirtektarvert, að betri andi hefir ávalt ríkt í þessum kennaraskólum bæði syðra og hér heldur en í la- tínuskólanum og mentaskólanum. Nemendur kennaraskólans hafa farið og fara þaðan með góðar minningar og geyma þær lengi. Nemendur hinna skólanna hafa á burt með sér illar minningar og ógleymanlegar, saman ber skrif þeirra í blöðunum á síðustu tímum. þessi mikli munur liggur sjálfsagt mest í því tvennu, að nemendur kennaraskólans eru betri og siðprúðari og því, að kennarar þeirra eru mun meiri „pædagogar" en hinir. Margir mæla, að ýmsar umbætur séu nauðsynlegar nú þegar við kennaraskólann. Fyrst sú, að inntökuskilyrði í 1. bekk skólans sé hækkað að mun, önnur að enska og jafnvel þýska verði gerðar að skyldunámsgreinum, og enn- fremur að skólaárið verði lengt að mun. Efalaust komast þessar breytingar á með tímanum, en ekki væri til baga að þær kæmust á heldur fyr en seinna. Reikningsbók handa alþýðuskólum eftir Jörund Brynjólfi,- son og Steingrím Arason er nýkomin út; kostar 1 kr. 25 au.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.