Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 117 í okkar lýðfræðslulöggjöf frá 1907 sé ekkert vculegt atriði, sem ekki var áður meira og minna ítarlega rætt í félaginu. 7. Sambandið milli skólanna í landinu. Á kennarafé- lagsfundi 1891 hóf Jón skólastjóri Hjaltalin umræður um sambandið milli skólanna hér á landi. Fundurinn samþykti tillögu eða fundarályktun um, að í tveim neðstu oekkjum latínuskólans skyldi kend eingöngu gagnfræði samskonar og f Möðruvallaskóla, og að þeir sem lokið hefðu prófi á Möðruvöllum mættu setjast próflaust í 3. bekk latínuskólans. þá var og gerð fundarályktun um að þeir sem lokið hefðu gagnfræðaprófi, hefðu próflausan aðgang að sérstöku skól- unum. Tvívegis eftir þetta 1893 og 1895 var þetta mál enn rætt á fundum félagsins. 8. Hússtjórnar- og matreiðslu-skóli. Árið 1897 ræddi kennarafélagið það mál, og studdi með þeim umræðum mjög að því máli og gerði um það fundarályktun. En svo urðu aðrir til að taka það að sér. 9. Skólaiðnaðarkenslavar um eitt skeið áhugamál kenn - arafélagsins og vildi það láta kenna skólaiðnað við latínu- skólann. Fór enda fram á að stofnaður væri sérstakur handavinnuskóli í Rvík, sem nemendur Reykjavíkurskólanna ætti aðgang að. En það mál var felt á þingi. En þó var veitt fé til að koma á stofn skólaiðnaðarkenslu við einn skóla, í Flensborg. Fyrir utan það sem hér er talið var auðvitað rætt um ýmsa hluti á fundum félagsins kenslu og skólahaldi til bóta, fyr eða síðar: Kensluáhöld heimtuð, Kenslubækur endurbættar, Skólasýningar og ýmislegt fleira, sem of langt yrði að tala hér um. En eg verð að nefna eitt mál enn. það er 10. Stofnun styrktarsjóðs handa barnakennurum. Með fræðslulögunum 22. nóv. 1907 er það trygt, að þeir barnaskólar eða farskólar, sem vilja fá styrk til Kenslunnar úr landssjóði, verða að launa kennara sína: a, við fasta skóla: forstöðumanni 18 kr. á viKu, meðkennara

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.