Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐID
H9_
samhljóðanda skal tvöfalda samhljóðandann í fyrri liðn
umsamkvæmt uppruna (t., d. mannfall, fjallgöngur).
4. Skrifa alstaðar f en ekki p á undan 1.1., d. oft, skifta,
keifti (ekki opt, skipta, keipti).
En ekki hélt kennarafélagið þessu máli til streitu;
aftur á móti tóku einstakir menn upp þessa síafsetningu.
Má sjálfsagt segja, að félagið hafi iátið málið að ófyrirsynju niður
falla. Hefði það haldið fast á þessum tillögum, væru ekki
þau vandræði í skólum vorum út af stafsetningarruglingnum,
sem allir kennarar stynja nú undir og engin bót fæst enn
ráðin á.
5. júní 1913 samþykti fundur í kennarafélaginu
þá tillögu að aðhyllast Blaðamannaréttntunina svo kölluðu
með þeim breytingum, að skrifa alstaðar s fyrir z, og
beindi þeirri áskorun til fræðslumálastjórans að híutast til um
að sú stafsenting yrði lögskipuð í öllum lýðskólum landsins.
Af því stutta yfirliti yfir starfsemi Kennaraiélags Islands,
sem hér er sagt, má sjá, að það hefur komið nokkuð víða
við, og eins og vænta mátti hreyftýmsu til bóta um fræðslu-
og uppeldismál landsins þann aldarfjórðung sem það hefur
lifað. Má því kalla það góðu heilli stofnað, þó að það
hafi ekki verið fætt undir þeirri lukkustjörnu að koma fram
öllum sínum áhugamálum.
Flestir munu félagsmenn hafa orðið um 100, eins og
þeir eru nú — að nafninu. Eg segi að nafninu, því að þeir
sem aldrei leggja orð til félagsmála og aldrei eyri í félags-
sjóð, eru dauðar greinar á félagsmeiðinum.
þegar litið er yfir æfiferil félagsins þykir mér sem fyrri
hluti æfinnar hafi verið fjörugri og glæsilegri en síðari hlut-
inn í stað þess að vænta mátti að félaginu ykist megn og
þroski með árunum. Og síðustu 3 árin hefir félagið verið
of aðgerðarlítið. Félagsmenn hafa ekki fengist til að koma
á fundi, og þó að merkra mála hafi veriþ minst á þeim, er
eins og einhver deyfð hafi verið yfir umræðum. Eg hefi
ekki getað að því gert, að mér hefir stundum fundist kenn-
ararnir eiga ekkert áhugamál, og ekki vita af því, að þeir
eru stétt í þessu landi, og bresta skilning á því, að kenn-