Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 8
120 SKOLABLAÐIÐ arastétt hvers lands er voldugasta stéttin, sá stéttin, sem mestu getur orkað til góðs fyrir þjóð sína, þegar á alt er litið. Aiþýðukennararnir eru ekki í neinni fyrirlitningu hér á landi, en þeir eru ekki heldur hafðir í neinum virðingum eða hávegum. En það er þeim sjálfum að kenna. í raun og veru er það þakklátt verk að vera barnakennari, og eng- an góðan kennara hef eg þekt, sem ekki hefir notið vel- vildar og virðingar. En félagsskapur meðal kennara er nauðsynlegur til þess að þeir sem stétt geri sig gildandi og hefji sig til þess álits og virðinga sem því málefni er nauð- synlegt, er hún vinnur fyrir. Kennararnir verða ai vera í samvinnu, verkefni þeirra er svo mikið og merkt. þeir ciga við erfiðleika og jafnvel mótspyrnu annara að stríða. í því stríði falla þeir sundraðir en sigra sameinaðir. því þarf Kennarafélagið enn að lifa og starfa að settu marki, bet- ur héreftir en hingað til. Barnakennarastétt íslands. Eftir Hallgrím Jónsson. 1. Anuga- Barnakennarastétt landsins er nú orðin allfjöl- leysi. menn, starfandi munu vera 300 kennarar, konur og karlar. Enginn vafi leikur á því, að talsverður kraftur býr í öllum þessum kennurum, kraftur til að rækja starf sitt vel og kraftur til að hrinda af sér órétti og ánauð, sem þjóð- félagið hefir lagt á barnakennarastéttina fremur öllum öðrum. En þessi kraftur, sem stéttin á til, nýtur sín illa eða ekki, ef við stöndum dreift og sameinum ekki kraftana. Við þurfum að standa eins og einn maður, þess þrjú hundruð, þá getum við mörgu komið til leiðar í áhugamál- um okkar, sem auðvitað eru mörg. En það þarf marga

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.