Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 6
118 SKOLABLAÐIÐ 12 kr. á viku, b, við farskóia: 6 kr. á viku auk húsnæðís, þjónustu og matar. þetta fastákveðna lágmark kaups reyndist afar erfitt að fá samþykt í þinginu, og ekkert ákvæði fræðslu- laganna hefur verið eirs óvinsælt. Á fundum kennarafélagsins hafa nú síðan oft heyrst raddir um hækkun þessara launa, sem vonlegt er. En fé- lagið hefur gengist fyrir öðru sem hugsað var til að færi í sömu átt: Stofnun sty'ktwsjóðsins, sem eg nefndi. því máli var fyrst hreyft á fundi 15. júní 1908, og var séra Magnús Helgason málshefjandi. Félagið gekst svo fyrir að samin væru lög um stofnun þessa sjóðs, og tók landsstjórn- in að sér að flytja þau á þingi. Einstaka kennara var mið- ur um þessi lög gefið; eðlilega; þau lögðu árgjald á þeirra litlu laun. En reynslan mun sýna, að Kennarafélagið vann þarft verk kennarastéttinni og uppeldismálum iandsins með þvt' að gangast fyrir þessari sjóðstofnun. Lögum um sjóðinn var síðar breytt, eins og kunnugt er, eftir áskorun kenna'-afélags Reykjavíkur og frá þingmála- fundi á Isafirði, þó að breytingarnar yrðu nokkuð á annan veg en farið var fram á. 11. „Stafsetning móðu>málsinsa. Eins og menn vita hefur allmikið verið rætt um stafsetningarmálið á sinni tíð, og Kennarafélagið átt þar hlut að máli. Fyrirtestur Björns Ól- sens sem birtur er í 2. árgangi Tímarits um uppeldi og mentamál 1889 er upphaf þess máls, og viitust félagsmenn mjög samþykkir þeim tillögum um stafsetningu, sem þar voru gerðar; en þær eru þessar: 1. Skrifa alstaðar í þar sem nú er skrifað y og í þarsem nú er skrifað ý. 2. Skrifa alstaðar s þar sem nú er skrifuð z. 3. Skrifa einfaldan, en aldrei tvöfaldan (tvítekinn) sam- hljóðanda á undan öðrum samhljóðanda, nema því að- eins að tvöfaldur samhljóðandi heyrist glögt í framburði, t. d. brendi (ekki brenndi), bigði (ekki biggði), en aft- á móti fullra, öruggra. Undantekning: þegar fyrri liður í samsettu orði endar a tvöföldum samhljóðanda og síðari liöur byrjar á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.