Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ
115
marki að því er mér virðist. Hefði gengið greiðlega með
stofnun og viðhald smáfélaganna, var svo til ætlast, að hið
ísl. kennarafélag legðist niður, og kæmi i þess stað allsherj-
ar sambandsþing fyrir smáfélögin. Hefði mátt vænta þess,
að á þessu aldarfjórðungs afmæli kennarafélagsins yrði smá-
félögunum fjölgað svo, að það gæti hallað sér rólega út af
til eilífs svefns. En það er öðru nær en svo sé. það
verður enn að lifa og starfa þangað til smáfélögin eru orð-
in langtun fleiri og öflugri.
Ekki treysti félagið sér að svo stöddu til að gefa út
kennaramálgagn. En til þess að gera þó eitthvað í þá átt
keyfti það „Timaut um uppeldi og mentamál“, sem áður
er á minst að byrjað var að halda úti árið áður, til út-
býtingar meðal félagsmanna. Eftir að það rit hætti að koma
út, var á fundi kennarafélagsins samþykt að kaupa „Heim-
ilisb!aðið“ handa hverjum félagsmanni. Nú er hlé á útgáfu
blaðs.
Um áramótín 1907 tóku kennarar Flensborgarskólans
að gefa út nýtt blað: Skólablaðið, en á ársfundi kennara-
félagsins næsta ár var samþykt að útgefendur afhentu
kennarafélaginu blaðið til eignar og umrá ða og var
það gert 27. des. það ár. þá átti félagið áiltiegan
sjóð, en um áramótin 1910 var sá sjóður að mestu leyti
eyddur til útgáfu blaðsins, og varð það þá að ráði í stjórn
félagsins að hætta útgáfu blaðsins að sinni. Síðan hefur blað-
inu þó verið haldið úti eins og menn vita, en með þannig
löguðum stuðningi af félagsins hálfu seinustu árin að það
kaupir fullu verði eitt eintak þess handa hverjum skilvísum
félagsmanni. Áður hafði félagið styrkt blaðið með 150 kr.
framlagi.
4. Kennaramentunin er næsta málið, sem eg vil nefna
Eitt af fyrstu málunum, sem rædd voru á félagsfundum var
kennaramentunin. Tillaga um að stofna til sérmentunar-
kennurum hafði að vísu verið flutt á Alþingi áður, því að
á þingi 1887 lá fyrir og var ail mikið rætt frumvarp um
alþýðumentun, all ítarlegt, sem meðal annars gerði ráð fyr-
r sérmentun handa barnakennurum. Og þó að undarlegt