Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.08.1914, Blaðsíða 16
128 SKOLABL.AÐIÐ 2. Prófdómarar eru skipaðir fyrir ákveðin svæði og eiga að dæma um frammistöðu barna á því svæði, en ekki annara. 3. Þess má krefjast að barnið taki prófið þar, sem það er að réttu lagi prófskylt. En svo getur borið undir að ástæða geti verið til að bregða út af því í einstaka tilfelli, og getur þá væntanlega orðið samkomulag um það. 4. Heimilt er yður að láta kenna börnum yðar, hvar sem þér viljið, en skyldur eruð þér eftir sem áður að greiða gjöld yðar til barnafræðslu í fræðsluliéraðinu, nema svo sé að þér látið börnin ganga í skóla í öðru héraði og greiðið þar lögboðin gjöld. (Sbr, 7. og 8. gr. fræðslul.) Kennara vantar í Borgarhreppsfræðsluhérað á Mýrum. — Skólinn byrjar 15. nóv. og hættir 15. apn'l ár hvert. Kent er á tveim stöðum : Brennistöðum og Svignaskarði, sinn daginn á hvorum stað Milli kenslustaðanna eru 10 km. (upphleyptur vegur). Skólinn er farskóli. Laun sam- kvæmt lögum. Umsókn sendist fræðslunefnd fyrir lok ágústmánaðar þ.á. Laus kennarastaða. 2. kennarastaðan við barnaskólann á Sauðárkróki er laus. Laun samkvæmt fræðslulögum. Umsóknir séu komn- ar til skólanefndar fyrir 1. sept. Kennarastaða. Kennara vantar við unglingaskólann í Borgarnesi, næst- komandi vetur. Skólinn starfar 4 mánuði, — 1. nóv. til 1. mars. — Jafnhliða unglingaskólakenslunni, og eftir að henni er lokið — til 1. maí — taki sami maður þátt í kenslu við barnaskólann. Sérstök áhersla lögð á söngkenslu oa tungumál. Umsóknir og launatilboð sendist undirrituðum fyrir 1. sept n.k., sem gefur nánari upplýsingar. Fyrir hönd skólanefndarinnar í Borgarnesi. Sig, B, Runólfsson. Útgefandi: Jón Þðrarinsson. Prentsmiðja D. 'Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.