Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 4
i8o SKÓLABLAÐIÐ á að hafa skólann í kaupstað, aS þess vegna var námstíminn eigi haföur nema sex mánuöir á ári, svo aS einhver von væri til að fátækir menn gætu klofiö kostnaöinn. Nú skal vikiö að þeim breytingum, sem gera þarf á kenn- araskólanum, áöur en fariö er aö stofna heimavistarskóla fyrir börn og unglinga, eftir þvi skipulagi, sem hér hefur veriö bent á aö framan. Fyrsta breytingin er sú aö flytja skólann úr Rvík og upp i sveít, annaöhvort í nánd viö Hvanneyri, t. d. í Einarsnes, eöa austur yfir fjall, t. d. aö Reykjum í Ölfusi, þar sem náttúruskilyröi eru mjög góö (heitar uppsprettur, hentugur foss). Gamla skólann i Rvík má selja bænum fyrir barnaskóla eöa gera úr honum íbúöarhús, og mundi landið lítið þurfa á honum aö skaðast. En hinn nýja skóla yrði að gera vel úr garði, hafa hann ekki eina stórbyggingu, heldur margar smærri. Væri þar fyrst og fremst kenslustofur, heimavistir, kennaraíbúðir, eldhús, boröstofa, leikfimishús, vinnustofur og hús fyrir búpening. Skólanum skyldi skifta í tvær deildir. Fyrst væri hinn eiginlegi kennaraskóli með 4 vetra n á m i, 8—8)4 mánuö á ári, og skyldi enginn fá aö kenna viö hina umbættu barnaskóla (þegar fram liðu stundir) nema þeir sem lokið heföu þessu prófi. En fyrir unglingaskólakenn- arana væri tveggja vetra áframhaldsdeild til að búa þá sér- staklega undir þeirra starf. Undirbúningur til inntökuprófs í skólann skyldi samsvara vorprófi úr öörum bekk gagnfræða- skóla, og enginn tekinn inn i kólann yngri en 19 ára, til þess aö fá ekki al-óreynda og óráöna unglinga, svo sem oft vill verða, þegar börn byrj^ á löngu námi og lífsstöðuvali. Tilgangurinn væri sá aö búa þennan skóla út eins og sams- konar skólar eru best úr garði gerðir í öörum löndum. Og réttlæting þess kostnaðar, sem þetta bakaði þjóðinni, væri sú, a ð u p p e 1 d i hinnar u n g u kynslóðar e r mesta v e 1 f e r ö a r m á 1 hverrar þ j ó ö a r, allrahelst smáþjóð- ar, sem ekki getur treyst á hervald eöa mannfjölda i tilveru- baráttunni. í viðbót við hinn eigþnlega kennaraskóla kæmi enn fremur tveggja ára áframhaldsnám fyrir starfsmenn sýsluskólanna, og skyldi, er fram liðu stundir, ekki taka fleiri nemendur í kenn- araskólann, hvoruga deildina, heldur en þörf væri á, vegna

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.