Skólablaðið - 01.12.1915, Page 3

Skólablaðið - 01.12.1915, Page 3
SKÓLABLAÐIÐ 179 sveit var skyld aö nota þessa menn. Hins vegar átti aö nota sér skólafýkn unga fólksins og fá þaö til aö ganga í skólann. Ef hinir útskrifuöu kennarar gætu fengiö eitthvaö aö gera viö kenslu að afloknu prófi, þá væri þaö gott. Og þótt þeir hættu aö kenna eftir eitt eða tvö ár, kæmu nýir menn í staðinn, yrðu jafnlengi og svo tæki maður við af manni. En þótt kennararnir hættu fljótt kenslunni, eða hinir útskrifuðu yrðu aldrei kenn- arar, væri lítill skaði skeður. Þeir væru þá að minsta kosti eins konar gagnfræðingar. Af þessu, sem ekki verður hrakið með sannindum, má sjá stofnun kennaraskólans og fyrirkomu- lag hans og fræðslulaganna var í mörgum atriðum s t e f n u- laust verk, eins konar „haltu-mér-sleptu-mér“-ráðstöfun. Til dæmis er óskiljanlegt, hvers vegna var farið að stofna kenn- araskóla, úr þvi að allir menn gátu verið kennarar, að minsta kosti a 11 i r, s e m r e k i ð h ö f ð u n e f i ð i n n í e i n- hvern skóla. En úr þvi minst er á þetta mál, verður ekki hjá því komist að ráðast á tvær undirstöðuvillur i þessari mentamálaráðstöfun þings og stjórnar. Annað atriðið er að hafa skólann í R v í k. Hitt' er að h a f a námstímann ó h æ f i 1 e g a s t u 11 a n. Menn deildu á þinginu mjög mikið um staðinn, en ekki það sem átti að deila um: kaupstað eða sveit, heldur um Rvík og Hafnarfjörð. Kennaraskólinn átti skilyrðislaust að vera í sveit, til þess að veran þar gæti verið ódýr, svo að námstíminn mætti vera langur, án þess að íþyngja of mjög með kostnaði. Það var ekki nema einn þingmaður, sr. Sig- urður í Vigur, sem skildi þetta atriði, eftir því sem séð verður af þingtíðindunum. Reynslan var þó búin að sýna, t. d. á Möðruvöllum, að dvalarkostnaðurinn var helmingi minni í sveit en í Rvík, fyrir jafnlangan tíma. Og sama sýnir reynslan ár eftir ár í hverjum einasta sveitaskóla, t. d. Núpi, Hólum, Hvanneyri. Á þessum stöðum leika menn sér að því að lifa góðu lífi í sex mánuði fyrir 200 kr., en þurfa 400 kr. til að standast jafnlanga dvöl í Rvík. Menn héldu að dvölin í Rvík hefði sérstaklega mentandi áhrif, en mjög lítið er úr þeim ger- andi, allrahelst fyrir þá sem vegna fátæktar verða að spara hvern eyri og hafa eigi tæki til að kynnast, nema af ytri sjón, því fáa, sem er eftirsóknarvert í andlegu lífi bæja-rins, og mý- margir gallar vega upp á móti. En svo mikið kapp var lagt

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.