Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 6
SKÓLABLAÐIÐ 182 safna efni úr. Með þessari aSferö má komast af með mun færri kennara, heldur en þegar alt er kent með ósjálfstæðri vinnu i bekknum, þar sem kennarinn gerir oft lítið annað en hlýða yfir kenslubókina og tæplega koma fram nema tvær skoðanir i mesta lagi, skoðun þess sem kenslubókina ritaði og þess sem hlýðir yfir. Slík kensla styrkir lítið skilning og rannsóknargáfuna. En hin tegund kenslu, fáir bekkjartímar og mikil bókasafnsvinna, ætti að byrja með endurbættum kenn- araskóla og breiðast þaðan út um landið. Mælir með þeirri aðferð bæði það að hún er góð fyrir lærisveinana og gerir hverjum kennara kleift að annast um meiri kenslu, án þess að vinna yfir sig. Að síðustu fáein niðurlagsorð. Núverandi skipulag í alþýðu- mentamálum er óviðunandi frá sjónarmiði barnanna, foreldr- anna og kennaranna. Það leggur mesta áherslu á barna- en ekki unglingafræðslu, sem er öfugt við það sem ætti að vera. Skólarnir eru nú i einu dýrir gjaldendum, og þó víðast illa útbúnir og starfsmönnum of lágt launað. Starfsmennirnir of margir og vinna þeirra illa notfærð. Kenslan verður að vera æfistarf manna sem vel eru undir það búnir. í sveitum ]>arf að reisa heimavistarskóla fyrir börn, og sé einn kennari þar sem nú eru þrír. Hvert barn fær 2 mánaða árlega kenslu, og 3—4-sett í skólann. Kennarinn fær kaup Jjriggja núverandi umgangskennara (1000 kr.) og ábúð á skólajörðinni. Börnum i kaupstað leyft að vera heitaa annanhvorn dag. Kennurum fækkað um helming og kaup hækkað um helming. Reistir ung- lingaskólar svo sem einn fyrir hverja sýslu, með „praktiskri" gagnfræðakenslu. Þar fær hinn lestrarfúsi hluti alþýðunnar aðalatriði almennrar mentunar. f þeim skólum er heimavist og kennararnir búsettir á skólajörðinni. Til að ala upp hæfa kennara handa þessum skólum sé reistur kennaraskóli í sveit, en ekki langt frá Rvík. Sá skóli sé í tveim deildum, fjögra vetra nám fyrir barnakennara og sex vetra (4+2) fyrir ung- lingakennara. í öllum þessum skólum sé kenslan aðallega þrí- skift. 1. Bóklegt nám. 2. fþróttir og útileikir. 3. Vinna og heimilisiðnaður. Þessu kerfi sé komið á smátt og smátt eftir því sem augu þjóðarinnar opnast fyrir gildi góðra skóla, og þá teknir til kenslustarfa í barna- og unglingaskólunum efni-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.