Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 8
184 SKÓLABLAÐIÐ kjörnir eru til þess aö hafa á hendi stjórn þeirra mála, sem velferS þjóSarinn riSur hvað mest á aS vel sé á haldiS'. En, dæmin eru nægilega mörg og áþreifanleg til sönnunar. Mistök á kennararáðningu eru venjulega tvent í senn: tjón fyrir barnafræðslu héraðsins og rangsleitni við kennarann, sem hafnað er fyrir annan lakari. HéraSið situr uppi með skaSann, en veitingarvaldið meS skömmina. Og við þaS situr. Kennar- inn, sem ranglætinu var beittur, fær enga leiðréttingu mála sinna. ÁkvæSi fræðslulaganna um, aS menn, sem staðist hafa kenn- arapróf, skuli jafnaðarlega ganga fyrir öSrum, átti auðvitað að tryggja skólunum hæfa kennara. Og ætla mætti, aS veitingar- valdið gengi ekki að gamni sínu fram hjá þeim kennurum, sem varið hafa miklum tíma og fé til að gera sig hæfa í kennara- stöðu, til að taka aðra vitanlega óhæfa í þeirra stað. En þetta hefur þó verið gert oft og einatt, og því er enn hitt og þetta fólk viS barnakensluna, en sérmentaðir kennarar standa iSju- lausir á torgin. Fram hjá góðum og velmentuðum kennurum má ganga á tvennan hátt, með því aS gera þeim engan kost þess aS sækja um kennarastöðuna, eða meS þvi aS neita þeim um hana, hafi þeir sótt. Fyrri aðferðin þykir oft handhægri og vandaminni; hún er þaS víst fyrir skólanefndirnar og fræSslunefndirnar. E n h ú n eróþolandi fyrir kennarana. í erindisbréfi fyrir skólanefndir stendur (2. gr.) aS. nefndin skuli „láta sér ant um að ráða góSa og vel hæfa menn, og skulu þeir, sem staSist hafa kennarapróf, jafnaSarlega vera látnir ganga fyrir öðrum.“ HvaS er nú sjálfsagðara en að auglýsa kennara- stöSunarækilega til þess aS sem allra-flestir kennarar eigi kost á aS sækja um hana, og nefndin sem flesta og* besta menn úr aS velja. Þetta gera og auövitaö þær nefndir sem eru samviskusamar og hafa ábyrgðartilfinningu, þó aS ekki sé það beint lögboðið. Hinar gera það ekki, og gengur ýmislegt til. Ein hefur annaS um aS hugsa, svo aS þaS verSur í undandrætti þangað til orSið er um seinan; önnur á kunn- ingja, sem komast vill að, og sem ekki er vert að skapa neina samkepni viS; hann er sjálfsagöur að hreppa hnossiS, ef eng-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.