Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 14
SKÓLABLAÐIÐ 190 við bækur, sem þeim hefur þótt illa notandi, og vitanlega hafa ekki veriS neinar barnabækur. Sigurður Guðmundsson: Ágrip af forníslenskri bókmentasögu. Bókav. Sigf. Eymundssonar. KveriS er ætlaS til aS vera kenslubók í skólum í íslenskri bókmentasögu. SíSar er i ráSi aS komi frá sama höfundi annaS kver um bókmentir seinni alda. , Þó aS þetta sé stutt ágrip, þá er það skemtilegt og frqS- legt. ÞaS er ekkert þurt registur, heldur höfuSdrættir all ítar- lega og fjörugt sagSir. Einmitt af því aS höfundurinn hefur kunnaS sér hóf í því aS taka ekki of margt meS, þá hefur honum gefist ráSrúm til aS gefa ljósa hugmynd um þaö sem nefnt er, höfunda og ritverk þeirra. Þó aS kver þetta sé samiS til aS vera benslubók í. Mentaskólanum, þá er þaS ágæt lestrarbók í barnaskól- um og unglingaskólum til aS fræSast nokkuS um forníslenskar bókmentir, sem engin vanþörf er á, svo gagnókunnugur sem allur almenningur er þeim, þrátt fyrir allan skólaganginn. Sig. Hvanndal: Litli sögumaðurinn I. Sögur og æfintýri fyrir börn. KveriS barst oss þegar blaöiS var f'ullsett. Viljum benda á það. Aldrei of mikiS handa börn- unum aS lesa. Lesbókasöfh. Allir, sem hafa kent lestur í barnaskólum, vita hversu óheppi- legt og þreytandi er aS nota sömu lesbókina allan veturinn. En af því aS of dýrt er fyrir foreldrana aS kaupa margar lesbækur árlega, þá hafa kennarar orSiS að sætta sig viS sömu lesbókina mánuS eftir mánuS og vetur eftir vetur. MeS þessu hafa börnin lært efnið fljótt utanbókar og fariS svo lítiS fram í lestrinum.. Til þess aS ráSa bót á þessu, komu börnin hér í barnaskól- anum í HafnarfirSi upp dálitlu lesbókasafni í fyrra. Þau lögSu til 20—50 aura hvert. Fyrir peningana voru svo keyptar bækur,. 14—26 eintök af hverri, sem lesnar voru til skiftis í bekkjun-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.