Skólablaðið - 01.12.1915, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.12.1915, Qupperneq 11
SKÓLABLAÐIÐ 187 Berklaveikin og farskólarnir. Berklaveikin vofir yfir hverju heimili á landinu. Þaö ættu allir aö vita. Allir ættu líka aö vita, aS ýmslegt má gera til aS verjast henni, og aS margt getur greitt götu hennar. Tals- vert hefur verið skrifaö um hana og margar varúöarreglur hafa veriö kendar almenningi. En hér viröist sem skift í tvö horn meö varúðina. Sumir sýnast óþarflega, jafnvel heimskulega hræddir; aörir engri Tarúð skeyta. Hvorttveggja stafar víst af vanþekkingu. Einstöku heimilum hefur þessi vogestur gereytt, og mörg heimili hefur hann leikið illa. Allir skyldu þvi varlega fara. Ábyrgðin er mikil, sem margur bakar sér með sinnuleysi og varúðarleysi. Hver heimilisfaðir ætti að vera vörður sins heimilis að svo miklu leyti sem hann hefur vit á. og getur við ráðið. En hver er vörður farskólabarnanna? Fræðslunefndirnar og aðstandendur barnanna ættu að vera það. Þar sem áhuga og samviskusemi er til að dreifa, stafar börnunum ekki heldur hætta af farskólavistinni. Sumstaðar hefur þó brytt á hræðslu við farskólana að því er sýkingarhættu snertir. Hvað svo mikið að þeim beig í einum hreppi, að ekkert gat orðið úr farskólahaldi um sinn. Ekki skal um það dæmt, hvort þessi hræðsla var ófyrirsynju eða ekki. En hitt er víst, að svo g e t u r farið, að farskólarnir verði háskaleg gróðrarstía fyrir berklaveiki og útbreiðslu hennar, sé lítillar varúðar gætt. Ekki er langt síðan birt var í blaði í Reykjavík bréf af Fljótsdalshéraði, þar sem gefið er í fyllilega i skyn, að börnum sé komið fyrir til kenslu á heimil- um þar sem berklaveikt fólk sé, og að berklaveik börn séu höfð innan um heilbrigð börn og sýki þau og að ekki sé varast ^•ð nota berklaveikan kennara. - Önnur eins óhæfa og þetta má ekki eiga sér stað. Og auð- vitað verður gerð gangskör að því að rannsaka, hvort þessi frásögn er sönn, sem hún reynist vonandi ekki. Fyr mætti vera hirðuleysi fræðslunefndar í að gæta skyldu sinnar, og fyr mætti vera samviskuleysi aðstandenda barnanna, að láta annan cins ósóma viðgangast.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.