Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 10
i86 SKÓLABLAÐIÐ um kennurum. Þeir sem þaöan koma með vottorði um aö vera færir til kennarastööu, eiga s k i 1 y r ö i s 1 a u s t a5 gánga fyrir öörum til kenslustarfa. Þann fyrsta og sjálfsagö- asta rétt þarf að tryggja þeim meö lögum. Hvernig þeim veröi séð fyrir lífvænlegum launum, veröur hér ekki gert að umtalsefni. Skólablaðiö hefur oftar en einu sinni látið þá skoðun uppi, að eini vegurinn til þess sé sá, að útvega jarðnæði handa sveitakennurum ög jarðarafnot i sjáv- arsveitum; en í kauptúnum og kaupstöðum reynist það lík- lega erfitt, og þarf þá að bæta það upp með hærri launum. En um kennararáðninguna, sem hér er umræðu- efnið, þarf að setja skýr og greinileg lagaákvæði, er tryggja sveitunum svo góða kennara sem kostur er á, og kennurunum fastan sess í kennarastöðunni. Þar koma mörg og vandasöm atriði til athugunar, sem hér skal ekki rannsaka til hlítar. Eitt vandamálið er þetta: hver á að hafa veitingarvaldið og vald til að víkja kennurunum frá, og fyrir hverjar sakir. Á þessu aðalatriði um ráðninguna hefur t. d. danska löggjöf- in flaskað, svo að liggur við vandræði og það einmitt af því, að kennarastéttinni þar þykir réttur sinn ekki nægilega trygð- ur; er þó ólíku saman að jafna hvernig frá þeim lagaákvæð- urn er gengið í danskri löggjöf og íslenskri. Þar hefur þó þurfti ófyrirleitinn undirróður og æsingar gegn kennaranum til til þess að bola hann burt frá stöðu sinni; hér þarf ekki einu sinni svo mikið fyrir að hafa. Hér má kasta kennaranum burt án þess nokkuð sé einu sinni reynt að finna honum til saka. Það er að vísu gott og holt að ekki gé alt of torsótt að losa sig við lélegan eða óhæfan opinberan starfsmann, hvort heldur eru embættismenn eða aðrir menn, sem störfum eiga að gegna í þarfir þjóðarinnar. Af því getur leitt að störfin verði til larlg- frama óhæfilega illa leyst af hendi til óhags fyrir land og lýð. En það er líka gott og holt að réttur opinberra starfsmanna, sem standa vel í stöðu sinni, sé nokkurn veginn trygöur svo að þeir eigi ekki tilveru sína undr dutlungum eða geðþótta fáráðra rnanna. Af því er hætt við að leiði það, að í opinberar stöður fáist enginn nýtilegur maður, og að hin opinberu störf verði þvi aldrei vel leyst af hendi. Þá væri illa farið, ef svo færi um kenslustörfin. —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.