Skólablaðið - 01.05.1916, Side 4

Skólablaðið - 01.05.1916, Side 4
68 SKÓLABLAÐIÐ væri fyrirmunuS jafnvel vonin um, aö geta unnið nokkurt gagn með henni, og — færu þvi sjálfir fram á, að komast hjá þeirri kvöð, er slík fræðsla legði þeim á heröar. • Væri nokkurt vit í, að neyða þá samt sem áður til þess að halda henni áfram? Vissulega ekki. Slíkt væri ómetanlegt tjón fyrir kristilegt þjóðfélag. En þó svona sé nú ekki ástatt um alla íslensku kennarana, sem betur fer, gæti um einhverja verið aS ræða. Og yrði þaö nú almenn venja, að þeir fengju undanþáguna sem þaö vildu, hvern veg yrði þá séð fyrir fræðslunni, sem þeim nú er ætlað í þeirri grein? Því vitanlega má gera ráð fyrir, að nýtum kennara yrði ekki hafnað með öllu, þó hann kendi ekki kristin fræði. Föstu skólarnir hefðu þá að jafnaði hægari aðstöðu. Við þá eru kennarar venjulega tveir og yrði þá séð um að annarhvor kendi kristnu fræðin. Skólanefndum og skylt að sjá þeim borgið, meðan svo er ákveðið, að skólarnir kenni þau. Tíma- kensla einnig líklegri í kauptúnum, en þar eru föstu skólarnir tíðast reistir. Aftur á móti væru farskólarnir ver settir með þetta fyrir augum. Þeir hafa ekki nema einum kennara á að skipa; að honum sleptum færu þeir á mis við kensluna. Þörfin þar ef til vill minni. Prestarnir tíðast búsettir í sveit; áhrifavald sveita- heimila í þessa átt einnig haldbetra og eðlilegra en kaup- staða, og þau jafnframt liklegri að liggja eigi á liði sínu, er þau vissu að annarstaðar í þeim efnum væri enga tilsögn að fá. Einnig það mikilvæga atriöi ótalið, að „kristindómslaus- um“ kennara yrði starfið erfiðara. Almenningsáltið mundi reyn- ast honum andvígt; gera minna upp úr áhrifum hans á öðrum sviöum, baka honum óþægindi, tefja fyrir árangri af iðju hans, ef ekki með öllu gera honum kenslustarfið ómögulegt. Af þessu, sem þegar er tekið fram, er útlit fyrir, að unt verði að sjá kristindómsmálunum borgið, þó aörir en þeir fáist ekki við að kenna þau, sem það vilja gera. En hvort sem svo yrði — að þeim yrði þann veg séð farboröa — eða eigi, ætti það að vera ljóst, að annan veg koma þau ekki að tilætluöum notum, og a S þeim er fyrir bestu, að þau séu ekki gerð aö nauðungarvinnu. (Frh.)

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.