Skólablaðið - 01.04.1919, Page 13

Skólablaðið - 01.04.1919, Page 13
SKÓLABLAÐIÐ 61 nær að prenta í kverið eitthvert þeirra, en lag þaö, sem sett er fyrir ofan vísurnar, því að þá hefði ekki þurft að limlesta þær. — Hugsanlegt var, að þetta glapræði hefði verið framið í Reykjavík, en í Norðurlandi! — Frú Theodóra komi til! Það væri kátleg nýjung, ef kennarar æskulýðsins færu a.ð láta hann syngja vísu Kristjáns þannig: Yfir kaldan eyði einn um nótt jeg sveima; nú er horfið Norðurland, nú á jeg hvergi heima. Þenna móð verður að kveða niður, hann er oss ósamboð- inn. Betra hefði verið, að nóturnar hefðu verið stærri og streng- irnir ekki eins þjettir. En það er gert til sparnaðar. — Hægð- arleikur er að bæta úr ágöllum kversins við næstu útgáfu þess, og er vonandi, að safnanda verði það ljúft. Ytri frágangur er góður, og verðið mjög lágt. Hallgr. Jónsson. Hugsjónir í framkvæmd. „Mr. Churchill [hermálaráðh. Breta] sagði í ræðu .. að .. Þjóðverjar væru nú í þannveginnaðverðahungurmorðaog þjóð- líf þeirra væri í stórum háska, vegna hungurs og örbirgðar. Nú væri því tíminn kominn til þess að ákveða friðarskilmálana og sjá um að Þjóðverjar gengju að þeim og hjeldu þá. Með þvi að draga það á langinn ættu bandamenn það á hættu, að hafa enga til að semja við. Undir eins og Þjóðverjar hefðu undir- skrifað friðarsamninga, væri hægt að flytja til þeirra matvæli og hrávörur. Það væri heimska, að beita þá vopnum sultarins lengur en nauðsynlegt væri til þess að tryggja þann rjettláta málstað, sem bandamenn hefðu barist fyrir.“ (Morgunbl.). Þetta mun rjett hermt eftir skeytum bresku stjórnarinnar.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.