Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 1
FIMM TÍMA ISJÚKRA- BIFREIÐ Rvík, 5. jan. ÓTJ. rULLÓRÐIN kona varð' að ferðast í fimm tíma með sjúkrabíl til . Reykjavíkur í gærkvöldi, en hún var mjaðmargrindarbrotin. Lækn- Ir hafði komið að máli við lögregl- tina á Selfossi, og beðið þá um að reyna að koraa konu á sjúkrahús frá Glæsistöðum í Vestur Land- eyjum. Færð var mjög slæm á köflum, Framhald á 4. síðu. Flatey er staðsett fagurlega á mið.jum Breiðafirði. Þar bjuggu áður gildir bændur, auðugir kaup menn, klerkar og listamenn. Nú eru þar aðeins eftir 7 fjölskyldur, Reykjavik 5. jan. OO. FLATEY á Breiðafirðí hefur verið mikið á dagskrá undanfar- ið. Fyrir jólin komu út tvær bækur um eyjuna og byggðina þar. Hafa þær báðar vakið verðskuldaða athygli. Síðasta skip suður, eftir Jökul Jakobsson og teiknarann Baltazar hefur verið ein af söluhæstu bókum fyrir þessi jól. Um annes og eyjar, heitir bók Bcrgsveins Skúlasonar, og fjallar hún um eyjarnar á vestanverðum Breiða- firöi, og þá einkanlega Flatey. VIRÐULEG ÚTFÖR ÖLAFS THORS Rcykjavík 5. janúar ÓTJ. ÚTFÖR ÓLAFS THORS, fyrrverandi forsætisráðherra, var gerð frá Dómkirkjnnni í gær að viðstöddu fjölmenni. Kirkjan var full- skipuð, og stór hópur manna hlustaði á athöfnina í Sjálfstæðishúsinu, en henni var einnig útvarpa'ð. irmyndar. Atorku- og baráttu- þrek föður síns hefði hann tamið sér og rólynda festu móður sinn- ar. Þau tvö hefðu átt mestan þátt Framh. á bls. 4. Allt bendir til að Jökull hafi reynst sannspár, er hann gaf bók sinni þetta nafn og að ekki verði skrifaðar fleiri bækur um mann- líf á Flatey af höfundum sem sjálfir hafa það augum litið. Þó mun Flateyjar lengi minnst bæði vegna blómlegs atvinnulífs sem þar var áður en þjóðfélagshættir íslendinga breyttust á fyrri hluta þessarar aldar og ekki síður vegna hinnar miklu og einstæðu menn- ingarviðleitni, sem þar þreifst á síðustu öld. í desembermánuði sl. rétt fyrir jól flutti enn ein fjölskylda frá Flatey, sagði Friðrik Salomonsson, fréttaritari Alþýðublaðsins, er blaðið átti tal við hann í dag. í fjölskyldunni voru tíu manns, og fluttu þau til Stykkishólms. Eru þá aðeins sjö fjölskyldur eftir, eða 17 manns. Fleiri hafa ekki ráðgert að flytja í bráð, svo vitað sé. en líkur eru til þess ef heldur sem horfir. Flateyingar hafa átt einn bát, Konráð, sem er 20 tonn að stærð, en nú hefur hann verið tekinn út af skipaskrá. í athugun er að fá annan bát af svipaðri stærð, og ef það tekst eru vonir til að fleiri fari ekki á næstunni. En ef ekki reynist unnt að fá bátinn, er hætt við að ekki líði á löngu þar til póst Framh. á 13. síðu. Enginn fundur ENGINN sáttafundur hefur cntt verið boðaður í deilu hljóðfæra* leikara. Veitingaþjónar munu hefja samúðarverkfall næstkom- andi laugardag. RAÐHERRA ásamt forseta Sam einaðs Alþingis báru kistu Ólafs Thors forsætisráðherra úr kirkju, en síðasta spölinn báru nánustu ættingjar. (Mynd: J. V.) Athöfnin hófst með því að Lúðra sveit Reykjavíkur lék fyrir fram- an kirkjuna, frá 1.15-1.30. Þá var leiin í kirkjunni Fantasía í C- moll eftir Bach og sunginn sálm- ttrinn „Á hendur fel þú honum”. Séra Bjami Jónsson, vígslubiskup, sem flutti minningarræðuna, sagði að Ólafur hefði verið mikill leið- togi og mikill maður. Benti hann í því sambandi á, að sorg ríkti hvarvetna vegna fráfalls hans, jafnt hjá andstæðingum sem sam- herjum. Öllum bæri safnan um, að hér væri góður drengur til moldar borinn. Séra Bjarni minntist einnig for- eldra Ólafs og heimilis þess er þau hefðu búið honum. Hjá þeim hefði hann verið í bliðu og stríðu, auðlegð og fátækt — en alltaf í kærleika. Af þeim hefði hann mik- ið lært, enda tekið þau sér til fyr- Sjómannadeilan óleyst enn Reykjavík, 5. janúar . EG SÁTTAFUNDUR hófst í sjómanna deilunni klukkan 20.30 í kvöld. — Stóð hann enn skömmu fyrir mið- nættið, er blaðið hafði samband við Jón Sigurðsson formann Sjó- mannafélags Reykjavíkur, og mið- aði þá lítt eða ekkert í samkomu- lagsátt. Talið var að fundurinn j mundi standa fram eftir nóttu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.