Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 5
' æsgsigss .■ gSa ÍSLENDINÖAR virtust fyrir skömmu hafa misst hæfileikann að yrkja eftirmæli. Við tvö .minnisstæð tækifæri fluttu dag- blöðin vikum saman átakanlegt hnoð hinna og þessara bögu- bósa, en skáldin, sem vaxin eru vanda þessa, þögðu að kalla. Eg benti þá á, að þetta stafaði af misskildri góðsemi ritstjóranna og bað þá sjá sóma sjálfra sín og blaða sinna í því að hafa vit fyrir leirskáldunum. Tel ég ó- sennilegt, að þau tilmæli hafi ráðið neinum 'úrslitum, en ó- sköpunum linnti samt hvað úr hverju, enda hlaut einhvern tíma svo að fara. Eg óttaðist, að þessi viðleitni mín yrði kannski misskilin og sannaði þess vegna með nokkrum athyglisverðum dæmum, að bjánalætin í tilefni af morði Kennedys Bandaríkjaforseta og andláti Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi var slysni. íslend- ingar eiga marga snjalla eftir- mælahöfunda í hópi samtíðar- Skálda, en þeir urðu miður sín að horfa upp á leirskriðuna og máttu ekki mæla af skelfingu. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þótt raunar sé ólíku saman að jafna, þegar ég hlustaði á dag- Skrá útvarpsins um jólin og ára- mótin. Margt var þar áheyri- legt, sumt gott, jafnvel. prýði- legt. Skal ég ekki rifja upp ein- stök atriði, þó að ástæða væri til, þar eð útvarpið sætir miklu oftar ámæli vegna þess, sem miður fer, en viðurkenningu fyrir hitt, er vel tekst. En einn þáttiu- áramótadagskrárinnar varð mér ærin hneykslunarhella. Skemmtilegheitin, sem áttu að hressa og gleðja landsfólkið, minntu mig helzt á fyrrnefnd eftirmælahneyksli, og ég spurði sjálfan mig: Erum við fslend- lngar svo kímnilausir, að útvarp- ið geti ekki orðið sér úti um menn til að gera þannig að gamni sínu, að þjóðinni verði til dægrastyttingar? Eg veit, að þetta er erfitt. Menn hafa reynt ýmis konar gamanþætti í útvarpinu, en orð- ið að athlægi, og „Spegillinn” er tll dæmis dáinn úr leiðind- um. Þó trúi ég því naumast, að íslendingar séu orðnir þær leið- indaskjóður, að ekki finnist kímnimolar í einhverju poka- hornmu, ef vel er leitað. Hitt grunar mig, að mennirnir, sem eiga að annast þetta fyrir út- varpið, kasti höndunum til leit- arinnar. Úti um land heyrir Inaður iðulega skemmtilegar en illa sungnar gamanvísur. í út- varpinu eru hins vegar ógætlega tmngnar vísur ætlaðar til ekemmtunar, en hljóta að dæm- *st hryggilegur leirburður. Qg þó eru meðal okkar skáld, seni ort hafa margan hnyttinn brag. Hafa þau misst gófuna eða leita kannski „svavararnir” og „flos- arnir” ekki tll þeirra? Gera trúnaðarmenn útvarpsins sér ljóst, hvað það kostar mikla á- stundun, fyrirhöfn og hug- kvæmni, að til verði frambæri- leg gamandagskrá? Eg fór að athuga þetta á ný- ársdag, því að eitthvað verður maður að aðhafast i rúminu annað en eta og drekka milli dúranna fyrst afstaða er komin til sögunnar. Var Sigurður heit- inn ívarsson ef til vill siðasta kímniskáld okkar íslendinga? Kvæði hans, myndskreytt af Tryggva Magnússyni, gerðu „Spegilinn” þjóðfrægan forðum daga. Sum þeirra voru skáld- skapur, sem sennilega reynist langlífur. Hvað um það . . . ekki njótum við hans framar. En ég tók mig til og las bækur þriggja annarra skálda, sem munu landskunn fyrir gaman- semi. Og hvað kemur í ljós? Snjöllustu kímniljóð þeirra og hermikvæði urðu til þess, að af mér bráði. Eg skal nefna bæk- urnar í sömu röð og þær komu út og tilgreina sýnishorn, svo að lesendur eigi þess nokkurn kost að meta þær líka. Elzt er „Óöldin okkar” eftir Loft Guðmundsson. Árum sam- an hafði hann atvinnu af því hér við Alþýðublaðið að semja dag- legan skemmtiþátt. Meðal ann- ars orti hann fjölmörg gaman- kvæði undir dulnefninu Leifur Leirs og hlaut að launum al- menna og verðskuldaða aðdáun. „Óöldin okkar” er úrval þess- ara Ijóða. Þar kennir margra grasa, enda er Loftur fjölhæfur. í íþrótt sinni. Hann hermir eft- ir góðskáldunum lifandi og látnum, svo að stundum gegnir furðu. Jafnframt lætur honum flestum gamanskáldum betur að ráðast á viðhorf og fyrirbæri í þjóðfélaginu undir yfirskini' nöprustu kímni. Loks yrkir hann sjálístæð gamankvæði, sem mörg verða sérstæður og persónuleg-' ur skáldskapur. Eg vitna fyrst tU ljóðsins Bibbi-dí-babbi-dí .., þar sem Loftur minnir á apa- skap uppskafninganna og varar við honum án þess að minnsti predikunartónn spilli ádeil- unni: Ár var alda, það ér ekki var, og allt annað snitti cn nú, er strákarnar syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Món þá engi, að eyjan hvíta ' átt hefur dag fyrr en nú, er strákarnir syngja og ? stelpurnar syngja: —- ' - bibbi-dí-babbi-dí-bú. Rís þú únga ' tslands merki úpp eins og skot, — liana-nú, er strókarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-d í-b abbi-d í-bú. Ég vil elska mitt land, ég vil auðga mitt land, ’ ég vil efla þess dáð í trú, er Strákarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Heyrið skáld ó fimulfoldu .. fram úr og upp í brú, er strákarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Vormenn íslands, yðar bíða ástir og geim, — that is true, er strákamir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Ástkæra, ylhýra málið, allri rödd fegra ert þú, er strákarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Eldgamla ísafold, ástkæra fósturmold, mín ástarjátning er sú, sem strákarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. En, — megnirðu ei börn þín frá vondu að vara, well, — take it easy, you; heyr, strákarnir syngja og stelpurnar syngja: — bibbi-dí-babbi-dí-bú. Næst kemur kvæði Lofts, Hag- fræðilegt hymnalag, þar sem hann gerir að gamni sinu með þvi að spottast að hæpinni dýrk- un á sérfræðilegum úrræðum í efnahagsmálum: Hagfræðingar nefnast þeir menn, er sýnt geta og sannað, að allt, sem við kynnumst af eigin raun, sé eitthvað annað; að krónan hækki og kaupið með, þegar krónan lækkar; en verðið lækki um leið og varan í verði hækkar; og hagur vor batni, er kjörin rýrna og ráðum fækkar .. og því verði skorturinn hag- fræðilegur óhófsauður, en hver, sem auðgast á slikri hagfræði, slyppur og snauður; ég skyldi hlæja hátt, ef ég væri ekki hagfræðilega dauður .. Böðvar Guðlaugsson var helzti máttarstólpi „Spegilsins” síðustu árin áður en það athvarf ís- lenzkrar fyndni hrundi og fauk. Bók hans „Brosað í kampinn” tekur af öll tvimæli um ríka kímnigáfu. Böðvar sver sig í ætt við Loft Guðmundsson um fjöl- hæfni í vali yrkisefna og vinnu- brögð, og ljóð hans hefjast stundum hátt yfir tilefni líðandi stundar. Hér er Kvæðið um okk* ur Vilborgu mína; Vestast í Vesturbænum í vestrinu sólin skín. — Þar bý ég í veglegri villu, — og Vilborg er konan mfn, Eg uni þar öllum stundum í ást og von og trú, því að Vilborg er kostakona og kvenréttindafrú. n Hún er áf oddvitaættum í annan og þriðja hvern lið, og á hennar feitlagna fési skín framsóknarinnrætið. * Hún stússar við mat, og stundum stoppar hún í minn sokk og segir þá sitt af hverju, og sumt hvað merkilcgt nokk, Þið ættuð að vita, hve Vilborg er vönduð og sómakær. — Eg var svo aldeilis hissa: Hún eignaðist barn í gær. Ó, guð minn, hvað litla greyi® grenjaði mjóraddað. ,,— Ég veit ekki af hvers koii- ar völdum” hún Vilborg mín átti það. Böðvari hoppnast oft hermi- ljóðin mætavel. Hann gerií hvergi á hlut Þjóðvísu Tómasáí Guðmundssonar, en hefuí skemmtilega hliðsjón af henni í Hugleiðingum atómljóðs um tilveru sina: Framhald á 10 síðu FRÖKEN NITOUCHE Hafnarfjarð'arbíó: . FRÖKEN NITOUCHE. Dönsk kvikmynd eftir óper-; ettunni Nitouche. -* ;/• * * * .» I- ÖPERETTAN Nitouche mun . mörgum íslendingum að góðu kunn og enn heyrir maður tal- að um snjalla meðferð Sigrún- ar Magnúsdóttur og Lárusar Pálssonar á aðalhlutverkunum, er óperettan var sýnd hér upp úr 1940. Danir hafa nú snúið óperett- unni „til dansks íverri?) veg- ar“ og sett til þess kyenmann ; Annelíse Reenberg, að klæða hana kvikmyndarbijningi. Anne lise Reenberg er ánnars kvik- ; myndatöfeumaður að mennt og hefur meðal annars fengið BodiTVverðlaunin fyrir kvik- ;j myndun sína á Kristinus Berg- í; mann (1949). Auk þess að hafa kvikmynd- ! að ýmsar danskar myndir hef- ’ ur hún stjórnað töku nokkurra — og stundum sameipað hvort tveggja. Gott ef hún stjórnaði ekki „Karlsen stýrimanni" á sínum tíma, sællar minningar : fyrir marga. Ekki er Fröken Nitouche sór- lega umtalsverð vegna Reen- bergskra áhrifa, en.ekki sé hcld ur ástæða til að gera litið lir áhrifum Annelisé Reenberg.; Myndin er sem sé óskop venjuleg blanda af kvikmynd- aðri sviðsmennt og sviðsetíri óperetturómantik. Músikin er stundum áheyri- leg, eins og þeir mupa, senv ég ! gat í upphafi og leikendurhir. | — Ebbe Langberg, er jafn þrautleiðinlegur og hann á Framhald á sfðu 10- ALþÝÐUBLAÐIÐ — 6.- janúar . 1965 .«|.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.