Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: SKÚLI HANSEN «Œ®3=1SS \\ \ \ U-l* Brunatryggingar Vöru Heimilis Innbús Afia Gierðryggingar Hefmlstrygglng henlar yður TRYGGINGAFELAGID HEIMIR UNDAIGATA 9 REYK5AVIK SlMI 212-60 S »M N E F MI : S U R E T Y SKÚLI HANSEN, tannlæknir, lézt snögglega að morgni 31. desember, og var þá rúmlega hálf fimmtugur að aldri. Nánari kynni okkar Skúla hófust fyrir rúmum tveimur árum, er hann í forföllum tók að sér kennslu í einni grein við Tann- læknadeildina i eitt missiri. Ékki var þá ætlunin að neitt framhald yrði á kennslu hans við deildina, en eftir þessa missiriskennslu virt ist koma í ljós svo ótvíræð kennslu geta hans, að horfið var að því að reyna að fá hann sem fastakenn- ara. Og eftir að Skúli hafði tví- vegis farið utan til framhalds- •náms, tók hann til starfa sem fast- ráðinn kennari síðastliðið haust. Var honum þar ætlað það vanda- sama og ábyrgðarmikla starf að kenna tannlæknanemum megin- reglurnar, og byrjunaraðgerðirnar við tannsjúkdómum. Hað er ekki lítið átak fyrir tann lækni, sem verið hefur í „stór praksis" alla sína starfsævi( að fara allt í einu að kenna greinar, sem krefjast allverulegrar þekk- ingar, í efnafræði, eðlisfræði og Btærðfræði. En Skúli gekk sv'o ótrauður til verks að auka þekk- ingu sína í nefndum greinum, að meira líktist það hrifni og þekk- ingarþorsta tvítugs stúdents, — sem er að hefja nám í kjörgrein sinni — en hálffimmtugs manns. Árangurinn aí viðleitni hans lét heldur ekki á sér standa, og hafa nemendur Tannlæknadeildar ekki áður skilað snotrari verkefnum en nú, er jólaleyfi hófst. Mér virtust það vera ýmsir þættir í skapgerð og fari Skúla, er gerðu hann að góðum kennara. Hann mun hafa verið greindur vel og átt létt með að læra, en hann var ekki lang- lesinn í þeirri fræðigrein, er hon- um var fengin til kennslu. En það er ekki þekkingin ein, sem gerir menn að góðum kennurum, heldur kannske öllu fremur hversu raun- hæft og rétt er matið á eigin þekk ingu, sem lítill og óverulegur hluti alls þess sem hægt er að vita í þeirri grein, er kenna skal. Skúli var haidinn nokkurri tor- tryggni á getu sína sem kennari. Ekki þó tortryggni vonleysis og uppgjafar, heldur þeirri tortryggni sem dvínar við einbeitingu að við- fangsefninu. Hverfur þó aldrei með öllu, heldur leynist sem ein- hvers konar hvati til þess að reyna að gera örlítið betur næst. Skúli hafði varið flestum fri- stundum sínum síðustu tvo ára- tugina til þess að hlusta á hljóm- list, og munu ekki margir á ís- landi hafa átt jafn -gott safn af hljómplötum sem hann. Það má vera að þjálfun hans í að hlusta eftir blæbrigðum hafi verið einn méginþátturinn í því, hversu góð- ur kennari hann reyndist misgóð- um nemendum. Þar varð mann- tarmlæknir skaði, er svo góður drengur var brátt brott kvaddur. Jón Sigtryggsson. ÁRLA morguns á síðasta degi ársins, sem var að kveðja lagði Skúli, vinur minn og mágur, upp í hinztu för sína. Glaður og reif- ur. eins og vandi hans var, kvaddi hann Kristínu konu sína og steig upp í bil sinn á leið i bæinn til að sinna ýmsum erind- um til undirbúnings hátíðar þeirrar, er í hönd fór. Mikla snjóa hafði lagt og var umferð öll erfið. Hann hafði ekki ekið nema stuttan spöl frá heimili sínu í Kópavogi er bíll hans festist í snjóskafli. Skúli mun ekki hafa þolað erfiðið við að reyna að ná bílnum úr skaflin- um. Komið var að honum skömmu síðar örendum undir stýri bílsins, — en önnur hönd SKÚLI IIANSEN hafði tekið við stjórnvölnum og réði nú ferð Skúla. Okkur vinum og ættingjum Skúla var vel kunnugt um heilsufar hans. Fyrir tæpum fimm árum fékk Skúli krans- æðastíflu. Varð Skúli því að fara varlega og ofreyna sig ekki, því segja má, að líf þeirra, sem þennan sjúkdóm fá, hángi á blá- þræði, hversu hraustir, sem þeir eru að öðru leyti. Þrátt fyrir þessar ' staðreyndir kom andlát Skúla eins og reiðarslag fyrir okkur vini hans og vandamenn. Nú um jólin, eins og endranær hafði Skúli verið hrókur alls fagnaðar á heimili okkar hjóna og við verið gestir hans og Krist- ínar á heimili þeirra. Er erfitt að átta sig á þeirri köldu stað- reynd, að nú sé Skúli allur. Hvarvetna þar sem dauðinn ber að dyrum verður mikil breyting. Þegar von var á Skúla neim til okkar kepptust börn okkar hjóna um að opna fyrir honum. Öll vildu þau verða fyrst tii að fagna Skúla frænda. Nú kemur Skúli ekki lengur heim til okkar, en við og börn okkar 'eig- um öll óvenjulega kærar minn- ingar um hann, — minningar, sem við erum ákaflega þakklát fyrir að eiga og ekki verða frá okkur teknar meðan líf og heilsa endist. Skúli Hansen var óvenjulega vel gerður maður og svo fjöl- hæfur að sjaldgæft má teljast. Hefi ég fáa menn þekkt, sem skynjuðu betur alvöru lífsins, en kunnu þó jafnframt að njóta þess bezta af unaðsemdum þeim, sem það hefur upp á að bjóða. Sem tannlæknir var Skúli mjög vel metinn bæði af stéttar- bræðrum sínum og sjúklingum. Undanfarin ór annaðist Skúli einnig kennslu í tannlækningum við Tannlækningadeild Háskóla íslands. Á sl. ári dvaldi Skúli við framhaldsnám erlendis í því skyni, að inna þetta starf sitt enn betur af hendi. Þá er mér og kunnugt um, að Skúli hafði frek- ara nám í huga í sama skyni. En Skúla var ekki nóg að inna öll skyldustörf sín vel af hendi. Iíann átti einnig mörg önnur á- hugamól og 'var aldrei iðjulaús né verklaus. Mörg handtök áttu þau hjón bæði að því, að koma sér upp hinu vistlega heimili sínu þar sem þau Kristín og Skúli óttu aldrei nema indælar samverustundir. Skúli hafði mik- inn áhuga á ferðalögum og ferð- uðust þau hjón mjög oft, bæði hérlendis og um flest lönd Evr- ópu og víðar um heim. Á þessum ferðalögum tók Skúli jafnan mikið af litmyndum, sem hann hafði ánægju af að útskýra og sýna vinum sínum þegar heim var komið. Skúli var mikið glæsimenni og samkvæmismaður svo af bar. Hafði hann sérstaka ánægju af því að kalla á vini sína á heimili sitt til kveldverð- ar og eiga þar með þeim glaðar stundir. Voru þá veitingar aldrei við nögl skornar og auðséð var, að Skúli naut þess, að veita gest- um sínum ríkmannlega. Hann var og sjálfur alla tíð áhugamaður um mat og matargerðarlist og eng- an mann hérlendis hefi ég þekkt, sem betur kunni skil á góðum vínum en hann. Það var því ætíð mikið tilhlökkunarefni okkar að eiga boð Skúlá og Kristínar konu hans. Þá hafði Skúli all mikinn áhuga á leiklist og bókmenntum og átti hann bókasafn all gott. Á skólaárum sínum hafði Skúli mikinn áhuga á sögu og bækur um sagnfræði keypti hann og las til dauðadags. En eitt var þó það áhugamál Skúla, er átti hug hans framar öllu öðrú, en það var hljómlistin. Eigi lék Skúli sjálfur á hljóðfæri, en hann hafði hins vegar sérstaka unun af því að hlýða á hljómlist. Þegar á skóla- árum sínum í Menntaskólanum hóf Skúii að safna hljómlist á grammófónplötum, einkum sí- gildri tónlist og þvi starfi hélt hann ótrauður áfram svo lengi sem líf hans entist. Mun hann óefað hafa átt eitt stærsta og vandaðasta hljómplötusafn sí- gildrar tónlistar í einkaeign hér á landi er hann lézt. Auk þess kynnti Skúli sér hljómlistarmál af lestri fagtímarita og sótti alla þá hljómlelka, bæði hér og er- lendis, er hann gat við komið. Er ekki að efa, að þekking hans á þessu sviði hafi verið all mik- il, en um það eru aðrir færari að dæma en ég. Hins vegar var Skúli manna hlédrægastur og vildi hann sem minnst trana sér fram á opinberum vettvangi. Lét hann því aldrei i ljós skoðun sína opinberlega í sambandi við þetta mesta áhugamál sitt. Það er skiljanlegt, að slíkum mannkostamanni, sem Skúla, hafi orðið vel til vina. Skúli mundi og vel vini. sína og ekki siður þá, sem af einhverjum á- stæðum ekki gátu endurgoldið hina miklu rausn hans. Það var yndi Skúla að geta - glatt aðra. Hvar sem hann kom breyttist andrúmsloftið á svipstundu. Við för-hans héðan varð og svo snögg breyting á högum okkar nánustu vina hans, og ættmenna, að við getum ekki í svipinn áttað okkur fyllilega á hvernig hægt er að vera án hans. í þessari miklu raun er það" mikil gæfa Kristínar að eiga þær gáfur og kjark, sem nægt hafa beztu konum okkar Ivið svipaðar aðstæður. — „Eigi skál gráta Björn bónda ...” Kæri vinur og mágur. Hafðu að lokum hinztu þökk okkar allra. Við hefðum öll kosið að mega hafa þig lengur hjá okkur. Nú verðum við að láta ókkur nægja minningarnar um Þig, en „þær eru helgar og hrcinar og hjartanu kærar; þær eru gull, sem þú gafst oss, það géymum vér ávallt.” Vertu sæll, Skúli minn. Sigurgeir Sigurjónsson. ÞAR sem hann gekk( fór góður maður, og hvar sem hann kom, var hann kærastur gesta, því hann bar gleðina með sér og góðvild til allra. Nú er hann horfinn, og þess vegna finnst vinum hans skamm- degismyrkrið enn svartara en ella. Aftur birtir um síðir, en þó verð- ur ekkert samt og áður. Senn eru fimm ár — fimm stutt: ár — síðan mér og fjölskyldu minni bættust góðvinir; Þau Krist- in og Skúli Hansen tannlæknir. Það árið vorum við búsett í Vínar-; borg. Þau Kristín og Skúli hugðtt á ferð þangað, en höfðu áður skri-f að mér og beðið um upplýsingar, sem mér var ánægja en engin fyrir höfn að útvega. Og dag nokkurn, snemma vors árið 1960, voru þau komin. Þann dag blessum við, því: hann færði okkur auð þcirrar vin- áttu og tryggðar, sem ekkert fær grandað. Skúli Hansen hafði mörg síð- ustu árin gengið óhraustur en heil9 hugar að starfi, og kennske hefur hann ekki kunnað að stilla vinnu- semi sinni i hóf. Hann var ósérhlíf- Frh. á 10. síðu. HiólfearSavíðgerður OPIO ALLA BACA (UKA lauúahdaOA OaaUNNUÐACA) FKAKL.0TU.2Z. Cfctnnívinanetófsn Vf Ékhfcíltl 3*. KajWárík. ALÞÝÐUBLAÐI&— 6. janúar 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.