Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 6
 ASJÓNA HITLERS VESTUR-ÞÝZKA póstmála- stjórnin lenti í hálfgerðum vandræðum fyrir jólin vegna 50 pfenninga frímerkis, sem .hún. gaf þá út. Vandræðin stöf- uðu af því, að, í tré einu á merk inu þóttust menn grema andlit Adolfs sáluga Hitlers. En fátt er svo ifl.lt, að einugi dugi. Jafn framt þessari uppgötvun jókst salan svo mjög á'frímerki þessu að póstmálastjórnin gat farið að gera sér vonir um að tapa ekki álveg eins mikið nú og oft áður. Myndin á merkinu er af kast- alahliði í Baden-Wiirttemberg, en í tréinu við hliðina á spír- unni þóttust menn sjá andlit Hitlers. Hins vegar er andlitið með pípuhatt á höfði, sem Hitl- er setti víst aldrei upp. og gæti jafnvel talizt fullt eins líkt Charlie Chaplin. Þegar farið var að ráskast í þessu, neituðu bæði póstmála- stjómin og teiknarinn, Otto Rohse, að þessi svipur væri kominn á frímerkið með vilja, enda gæti myndin svo sem ver- ið af hverjum sem er. Þess má annars geta, að á frímerkjum af þessari seríu eru niyndir af frægum þýzkum byggingum gegnum aldimar, og þessi sýn- ir hliðið á Ellwangenkastala við Jagst, sem er milli Stuttgart og Niirnberg. Otto Rohse til írekari vam- ar skal það-tekið fram, að hann er af fjölskyldu, sem allt Hitl- erstímabilið stóð með séra Nie- möller. Þess má einnig geta, að hann var kallaður í herinn 1944, var tekinn sem herfangi skömmu síðar og sat í fanga- búðum í Skotlandi, þar sem hann hóf að skera í dúk. Hann skar umrætt frímerki í tré. Þetta.mál allt saman minnir á fleiri tilfelli, þar sem rnenn hafa greint annarlega hluti í myndum. Árið 1935 var gefið út póstkort í Þýzkalandi með mynd af Hitler, en í hári hans mátti greinilega sjá andlit Klöru Zetkin, fyrrverandi þing- manns kommúnista og aldurs- forseta þingsins á dögum Weim ar-lýðveldisins. Ennfremur má minna á frímerkið, sem gefið var út í Austur-Þýzkalandi 1961. Þar sást geimfarinn Titov halda á pínulitlum hakakrossi. Sagt er, að teiknarinn sé enn að iðr- ast í fangelsinu. Kirk- pinar glíma KANNSKI kannizt þið' ekki við andlitið á konunni, en þetta er engin önnur en hin fræga gríska kvikmyndalcik- kona Melina Mercouri að skemmta sér við tyrkneskan glímumann á hinum svo nefndu Kirkpinar glímuleikj um í Tyrklandi. Leikar þess- ir fara fram á hvérju ári. Það er sérkennilegt við þessa glimu, að þátttakcndur rjóða líkami sína með ólífuolíu, áður en tekið er til við glím- una, svo að andstæðingar eiga erfitt með að festa hönd á þeim. — Kirkpinar er nafnið á þeim stað í Tyrk- landi, þar sem lcikarnir eru haldnir, og merkir það Fjörutíu gosbrunnar. Þeir hafa fengið reykinn í augun SÚ VAR tíðin, að þeir i Hollv- wood voru orðni-r svo hræddir um ríkisafskipt: af framleiðslu .sinni, að þeir settu á hjá sér „reglur" um kvikmyndaeftirlit undir forsæti Will Hays, fyrrver andi póstmálaráðherra, sem um- svifalaust var gefinn titillinn ,,Zar“ í Hollywood. Nú, nálega 40 árum síðar, hafa tóbaksfram- leiðendur, vegna mjög vægra hót ana um reglur settar af rikis- stjórninni ákveðið að setja upp sína lögreglu. Hinn nýi Zar er Robert B. Mavner, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey, sem um eitt skeið var talinn hafa nokkra mögu- leiká á að ýerða forsetaefni demó krata eftir annað fall Steven- sons. Núna fyrir jólin hélt hinn nvi Zar fund á skrifstofu sinni á Madison Avenue og skýrði frá lögum heim, sem hann, sveit sex lögfræðinga og fulltrúa níu síga- rettufyrirtækja hafa samið. Þessi níu sfgarettufyrirtæki framleiða allt nema örlítið brot af þeim 498 milliörðum sígarettna, sem reyktar voru i Bandaríkjunum á árinu 1964. Ástæðan til þessar- ar skyndil^gu sjálfsögunar er sögð vera aðvörun sú um rikis- eftirlit með auglýsingum um síga rettur, sem Federal Trade Com- mission gáf út í apríl s.l. eftir að hafa melt með sér hina frægu skýrslu frá því í janúar í fyrra, en ein.s og menn muna var í' þeirri skýrslu komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki léki lengur neinn verulegur vafi á því, að sígarettur væru ■ hættulegar heilsu manna. En sígarettuiðnað- urinn hefur sjálfsagt verið enn næmari fyrir þeirri staðreynd, að 498 milljarðarnir nu eru 2% lægri tala en þeir 508 milljaðar sígarettna, sem seldar voru og sennilega „neytt“ (þ. e. reyktar) á metárinu þar á undan. En það er nú kannski ástæðu- laust að vera að velta þvi mjög mikið fsrrir sér, hverjar hvatir hafi legið til þess, að sígarettu- framleiðendur, áhugasamir um almenningsheill, ^ettu sér regl-' ur. Viðskiptaráðið (FTC) játaði, að því hefði jafnvel komið þægi- lega á óvart hve strangar regl- urnar eru, þó að þær að vísu gengju ekki eins langt og þessi stjórnarstofnun hefði óskað. Sem sagt: það verður ekki settur miði á pakkana með áletruninni: „EITUR: Geymist á hárri hillu!“ Aðalbannið í reglunum, sem kann að valda taugaveiklun (er aftur kann að valda of miklum reykingum) hjá olympíu-íþrótta- mönnum, golfmeisturum, fótbolta stiörnum og öðrum frábærum týpum, er bannið héðan í frá við. því, að í nokkurri auglýsingu sjá- ist „persóna, sem er þekkt fyrir að vera eða hafa verið íþrótta- maður“. Þar með liggja þeir í því herrar eins og Mickey Mantle og Arnie Palmer, en reglan kem- ur líka illa við budduna hjá miðlungs íþróttaspírum, sem margar hverjar hafa miklu meira upp úr endurteknum sjónvarps- auglýsingum en upp ú,r íþrótta- afrekum sínum. Mest af því fé, sem sígarettuframleiðendur nú verja til auglýsinga, rennur til sjónvarpsins, sem nokkuð áreið- anlegar athuganir telja að gefl af sér níu til þrettán sinnum meiri sölu en auglýsingar í blöð- um og tímaritum. Framh. á bls. 10 IFrímerkja- || gjöf- og skipti OKKUR hafa borizt beiðnir ! > frá tveim mönnum, öðrum í ;J Ameríku, liinum í Austur- j! Þýzkalandi, i:m frímerki. <; Sá ameríski heitir Leö í Boffa, 184 Knight Street, j; Providence 9, Rhode Island. ‘! Ilann liefur legið á sjúkrá- !; húsi og fengið þar áhuga á j; frímerkjum. Ilann biður urh, !! að sér séu send íslenzk j; merki, ef cinhver vill lið- J! sinna honum. !; Sá austur-þýzki heitir Rolf j; Hartmann, Tröbsdorf 84, !! Weimar, DDR — East Ger- j; many. Ilann óskar eftir aö !! skiptast á frimerkjum við !; einhvern hér á landi. Hann j! er 23 ára gamall og getur !; skrifað hvort sem er á ensku ; [ eða þýzku. j! MMMMHMMMMMiMMMMH 0 6. janúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.