Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 16
Áskriftarsíminn er 14900 MPMlfJ Miffvikudagur 6. jan. 1965 Pétur Halldórsson kom me'ð sildarfarm liingað að austan í síðastUðnum mánuði. Mynd: J.V. Fiytja aftur síld frá Austfjðrðum Reykiavik, 5. jan. EG. í desember mánuði gerði Dæjarút&erð Rejtkjavíkur til- raun með að Iáta einn af tog urum sínum. flytja síld til vinnslui frá Austfjdrðum til Reykjavíkur. Er nú í ráði að endurtaka þessa tilraun á næst unni, ef síid heldur áfram að veiðast eystra. Mun þá verða beitt öðrum löndunaraðferðum hér í Reykjavík, þar eð tals- vert bar á að löndunartækí hér skemmdu síldina, þannig að hún yrði ekki hæf til söltunar eða frystingar. Þegar Pétur Halldórsson tók síld á Neskaupstað til flutnings til Reykjavíkur í desember var síldin sumpart ísuð og sumpart ísuð og söltuð. Þegar hingað suður kom var síldinni landað eins og bræðslusíld er venju lega landað með kranakröbb- um, sem sökkt er niður í lest- ina. Framhald á síðu 4 Aðeins 60 farþegar eftir á Akureyri í gærkveldi Reykjavík, 5. jan. - OÓ 250 FARÞEGAR biðu x morgun á Akureyri eftir flugfari til Reykja- víkur og góðar horfur voru á að Mikill eldur í vélbátnum Kóp Reykjavík, 5. jaii. ÖTJ. MIKILL eldur blossaði upp í vél- bátnum Kóp, frá Keflavík, um 2 leytið í dag, þar sem hann lá, við Grandagarð. Verið var að þufrka iestar bátsins, og til þess notaður olíuofn. Einum skipverja varð á að rekast utan í ofninn svo að hanu valt, og gusu þá Iogar liátt í Ioft upp. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang, en er það kom að, tiafði skipvcrjanum tekizt að ráða niðurlögum eldsins, mcð slökkvi- fcæki sem var um borð í bátnum. Skemmdir urðu ekki miklar. Irl. fréttir á 3. síðu þeir kæmust allir á leiðarenda fyrir kvöldið. Flugvélar Flugfé- Iags íslands voru búnar að flytja 119 þeirra til Reykjavíkur kl. 20 og auk þess marga farþega frá Eg- ilsstöðum, Sauðárkróki og ísafirði. Brautirnar á Reykjavíkurflug- velli voru ágætar í morgun, en er leið á daginn urðu þær ófærar vegna vatnselgs ,sem sópaði burt sandinum sem borinn hafði verið á þær, og voru bremsuskilyrði af- leit af þessum sökum, og var vell- inpm lokað kl. 12 á hádegi til kl. 16. Þetta hafði það í för með sér að seinni vélin, sem fara átti til ísafjarðar komst ekki vegna myrk- urs. Ein vél komst áður og flaug hún einnig milli ísafjarðar og Ak- ureyrar. Farnar voru í dag fjórar ferðir til Akureyrar á Viseount og Cloud master flugvélum. Auk þess var flogið til Sauðárkróks og Húsavík- ur ein ferð á hvern stað, og tvær ferðir til Egilsstaða. Utanlandsflug gekk eftir áætlun x dag. Þegar Alþýðublaðið hafði síðaLt samband við Flugfélagið, um hálf eliefu var von á einni flugvél frá Akureyri á hverri stundu, og ein var þar stopp. Voru þá eftir um 60 farþegar. Reykjavík, 5. jan. . EG GJALDHEIMTAN í Reykjavík tók alls á móti 160.5 milljónum króna í desember mánuði. Ekki eru þó allt þetta greiðslur vegna útsvars og tekjuskatts í ár, heldur eru hér innifaldar greiðslur vegna eftir- stöðva frá fyrri árum, fasteigna- gjöld og nokkrir fleiri liðir. Opinber gjöld hafa innheimzt með fullkomlega eðlilegum hætti í ár miðað við árið í fyrra, að því er Guðmundur Vignir Jósefsson forstöðumaður Gjaldheimtunnar tjáði blaðinu í dag. Guðmundur Vignir Jósefsson sagði að samkvæmt bráðabirgða- útreikningum hefðu opinber gjöld fyrir árið 1964 innheimzt 82.93% nú um nýliðin áramót, en í fyrra, hefði innheimtan verið 85% á sama tíma. Miðað við hve margir áttu rétt Framh. á bls. 4 FÓTBROTNAÐI í hAlkunni Reykjavík, 5. jan. ÓTJ ' FULLORÐIN kona slasaðist í Hafn arfirði í dag, er hún rann til I hálku, og féll. Lögreglan var kvödd að Hverfisgötu 65 þar í bæ, en konan, Halldóra Jónsdóttir, til heimilis að Öldugötu 4, Hafnar- firði, lá þar á móts við.. Lögreglu- mennirnir hlúðu að Halldóru unz sjúkrabíll kom. Samsetning nýju vélarinnar hafin Á MORGUN, miðvikudag vei-ð ur byrjað að setja saman í Hol landi Friendship flugvél þá sem Flugfélag íslands hefur fest kaup á. Illllll Flugvélin verð ur afgreidd Flug félaginu um mánaðarmótin apríl-maí. Verður hún eingöngu notuð á innanlands flugleiðum. . Jafnframt samningum á kaupum þessarar vélar var samið um forkaupsrétt á annan’i vél af sömu gerð og verður hún tilbúin til afhendingar voiúð 1966. Framh. á 13. síðu. RÚSSNESKUR Reykjavík, 5. jan. GO. í útt7arr$þæ(ttinum, Á blaða- monnafundi, x gærkvöldi sagði Einar Sigurðsson útgerðarmaður frá því, að Rússar væru að láta smíða móðurskip fyrir fiskiflotann það stærsta sem um getur. Við rákumst á þessa útlitsmynd af skipinu í erlendu tímariti ásamt eftirfaraxxdi upplýsingum: Skipið verður 800 feta langt, eða rúm- lega 200 metrar. Vinnsluafköst þess á sólarhring verða 300 tonn af fiski, en stærð þess ér 43,000 tönn. Skipið hefur innanbm|ðst tugi vélbáta af stærðinni 40 — 50 tonn og sjósetiir þá tij veiða eft ir þörfum. Minnir það óneitan- lega á portúgölsku doríufiskarana þó í ólíkt stærri og fullkomnari stíl sé. Skipið er smíðað í skipa- smíðastöð flotans í Leningrad, þar sem nú eru smíöuð allt upp í 60.000 tonna olíuskip. Skipið á að heita „Vostok“, eða ,fAiíst(ri“ og geta má þess til gamans að einn spyrjenda á fyrr, nefndum blaðamannafundi var cinmitt ,Austri“ Þjóðviljans, Magn i i ús Kiartansson ritsfiióri. 160 milljónir í desember

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.