Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull* trúi : Eiður Guðnason. — símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið, Utgefandi: Alþýðufiokkurinn, KAUP VERKAKVENNA UM ÁRAMÓTIN varð hækkun á kaupi verka- fcvenna, án þess að til sérstakra samninga eða verk- ,falla fcæmi. Hækkaði almennt tímakaup verka- kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði um eina krónu á klukkustund, og annað kaup kvenna hækkaði að sama skapi um land allt. Þessi kaupliækkun varð samkvæmt lögunum um launajafnrétti kvenna og karla, sem A.lþingi setti árið 1961. Fluttu þeir Jón Þorsteinsson og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins, sem þá sátu í efri deild, frumvarp um þá lausn á launamisrétti kynjanna. að kvennakaup skyldi hækka í áföng- um og verða á sex árum hið sama fyrir sömu vinnu. Innan ríkisstjómar fékk Alþýðuflokkurinn sjálfstæðismenn til að styðja málið og var fram- gangur þess þannig tryggður. Launamisrétti kvenna og karla var mikið deilu mál árum saman og gerðu ýmsir vægðarlausar kröfur í þeim efnum. Þó fór svo, að skynsamleg og ábyrg tillaga Alþýðuflokksmanna leysti málið, að 'vísu ekki á einni nóttu, en með sex þrepum. Á þann hátt einan var hægt að fá atvinnurekend- ■ ur til að ganga inn á kröfu verkakvenna og leysa málið. Nú um áramótin var stigið fjórða þrepið á leið til launajafnréttis. Tvö skref eru eftir, unz málið er í höfn. AUKIN ÍBÚÐALÁN ; í ÁRAMÓTAGREIN sinni skýrði Emil Jóns- son félagsmálaráðherra svo frá, að Húsnæðismála- ; stofnunin hefði á síðastliðnu ári veitt 175 milljónir i>, króna til íbúðalána. Var þetta langmesta upphæð, sem lánuð hefur verið á einu ári. Samsvarandi upp hæð 1963 var aðeins 101 milljón, og hafði þá aldrei komizt svo hátt á einu ári fyrr. Enda þótt byggingakostnaður hafi aukizt í seinni tíð, hefur hann ekki hækkað um 75% á einu ári. Slík hækkun á lánsupphæð Húsnæðismála- stofmmarinnar er því veruleg hót frá því, sem áður hefur verið, húsbyggjendum til framdráttar. Hefur Alþýðuflokkurinn hafí sterkan vilja á að auka þessa fyrirgreiðslu, og náðist nokkur árang- ur á réttri leið í samkomulagi ríkisstjórnarimiar við verkalýðshreyfinguna síðastliðið vor. Þrátt fyxir þá aukningu lánsfjár, sem varð á síðasta ári, vita kunnugir mætavel, að enn ér mikil óleyst þörf á þessu sviði. Þjóðinni fjölgar um rúm- lega 4.000 manns á ári. Það eru óskir landsmanna sjálfra að setja íbúðir framyfir flest önnur lífs- þægindi og reyna að gera hverri fjölskyldu kleift að eiga sína íbúð. Þetta er hátt mark, sem erfitt er að ná, og enn má betur ef dugá skal. r 2 6. janúar 1965 — Atf»Ý0UBLAÐIÐ Dansskóli Hermanns Ragnars Reykjavík Skólinn tekur til starfa mánudaginn 11. janúar að- loknu jólaleyfi. — Þeir nemendur, sem voru fyrir jól, mæti á sama stað og tíma. Endurnýjun skírteina fyrir seinni helming skóla- tímabilsins, 4 mánuði, fer fram í Skátaheimil- i-nu fimmtudaginn 7. janúar og föstudaginn 8. janúar frá kl. 2—6 báða dagana. — Nýir nem- endur verða innritaðir, í dag, miðvikud. 6. jan. og fimmtudaginn 7. janúar í síma 33222 frá kl. 10 —12 f.h. og 1—6 e.h. báða dagana. JÓLADANSLEIKIR skólans, sem fresta varð vegna veðurs verða haldnir við fyrsta tækifæri og auglýstir þá. TfT JLJb.Il, viiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiii imiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMiimmiiiiiMiMi* ★ Bréf um skatta- og útsvarsmál. ★ Viffgerðir og launagreiðslur. ★ Full skilagrein til skattstofunnar. ★ Erfitt aff fást við þá stóru. u tiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiimiimiiiimMiiiiiiK JÓHANN SVEINSSON skrifar: „Eg á að nafninu til gamlan húskofa, sem raunar er ekki frá- sagnarvert. Eg verS á ári hverju að láta í kofann allmargar i>ús- undir króna, bráðnauðsynlegar viðgerðir. Síðastliðið ár varð ég að Iáta dytta að ýmsu fyrir aH- margar þúsundir, því að fljótt er að koma í hverja þúsundina í við- gerðum. Að þessum viðgerðum unnu 8-9 menn, margir af kunn- ingsskap, þar sem nálega er ó- gerningar að fá nokkurn mann til smá-viðgerða nema sökum kunn- ugleika. í FRAMTALI mínu yfir tekj- ur og gjöld sl. ár taldi ég nokkuð fram af viðgerðarkostnaðinum, en nefndi ekki nöfn þeirra, sem hjálpuðu mér, enda hefi ég aldr- ei gert það áður, þar sem um smá ræði hefur verið að ræða. í sum- ar fékk ég svo bréf frá Skattstof- únni, þar sem mér var stranglega skipað að greina frá nöfnum og heimilisfangi þeirra manna, sem hjálpuðu mér. Vinnulaunin voru eitthvað 10 þúsund alls, sem skipt ust, eins og áður er sagt, á marga menn, allt frá nokkrum hundruð- um upp í örfá þúsund á mann, svo að nauðalitlar tekjur hefúr ríkissjóður ferigið við þetta til- tæki. SLÍK VINNUBRÖGD skattayf- irvaldanna eru í senn furðuleg og fáránleg. Her manns er látinn sitja með sv^ittan skallann við að tína saman svona tittlingaskít. Venjulegir launþegar eru hund- eltir fyrir fáeinar krónur öllum til angurs bæði þeim og þiggjendum yerkanna, en braskarar og fjár- plógsraenn virðast vera látnir leika lausum hala í þessu efni án eftir- lits skatta-yfirvaldanna. Þelr virð- ast mega haga framtali sínu eftir geðþótta. ÞEIR ERU EKKI HUNDELTIR af skatta-yfirvöldunum fyrir nokk- ur hundruð eða nokkrar þúsundir. Fyrst er auðfyrirtækjum og fjár- plógsmönnum stórlega vitnað í um opinber gjöld með lagasetningu, og rökin fyrir henni voru meðal ann- ars þau, að auðjöfrar svikju þá minna undan skatti (sbr. að þjófur væri keyptur til að stela ekki!) og svo fá þessir herrar óátalið að dvaga hundruð milljóna undan skatti, eða svo taldist Alþýðublað- inu til í grein skömmu eftir síð- ustu áramót, og endurskoðandi nokkur, sem er allvel kunnugur þessum málum, sagði mér, að þetta mundi ekki ofmælt. VITASKULD EIGA LAUNÞEG- AR að greiða sína aura, eins og þeim ber, en þá má heldur ekki sleppa auðborgurum við að greiða sína tugi eða hundruð þúsunda. Sumir atvinnurekendur og kaup- sýslumenn hafa að undanförnu haft rífleg vinnukonuútgjöld. Dag- legt Iíf þessara manna ber þó öllu öðru vitni: óhófshúsnæði, við- hafnarliúsbúnaði, íburðarmiklum bifreiðum, dýrum ferðalögum og allskonar munaði. Skiljanlega leggjast svó gjaldabyrðimar yfifá launþegana með ofurþunga, færast af breiðari bökunum yfir á þau mjórri. Þjóðfélagið hefur látiff þessum í té aSstöðu til mikiíla tekna og auðsöfnunar, sem að meira eða minna er runnin frá osa launþegum, en þeir eru fjölmenn* asta stéttin. , • .............. . . . ...... . I ÞEGAR ÞESS ER GÆTT Og einnig hins, að aimenningur býr við sídvínandi kaupmátt launa s.inna og brýnustu nauðsynjavörar hafa stigið einna mest í verði sök- um neyzluskatta og annarra álagna, verður það enn hróplegra ranglæti, að auðborgararnir fái að svíkja undan skatti, en skattayfir völdin séu með trýnið niðri í hvers manns kirnu annarra en þeimu Launþegarnir verða svo að greiða skattana fyrir þessar blóðsugur og sníkjudýr. Það má segja, að mað« ur búi í stigamannaþjóðfélagi. Ath. Eins og raunar sést á greln- arkorni þessu, er það ritað, áður en skatt- og útsvarsskráin kom út í sumar, og er því ekki skrifað I tilefni deilna þeirra, sem af 4t* komu hennar risu”. SENDISVEINN éskast. — Vmnutíœi fyrir hádegi. AlþýfribBaSf* Sfml 14 900. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.