Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 06.01.1965, Blaðsíða 10
/ heyranda hljóði Framh. af 5. síðu. Ég hélt ég væri kvæði og hafði mig á prent eins og hin kvæðin um bæinn. Og í gluggum og í hillum lá ég gríðarlega spennt allan guðslangan daginn. Við biðum þarna atómljóðin sjálfum glöð og sæl í sjötíu króna pésa, og fcrðuðumst að líta á þetta flatrímaða væl, sem fólkið var að lesa. Við horfðum framan í tilveruna, hljóð og þóttafull og heldur illa þokkuð. Og fólkið hristi kollana og kallaði okkur bull, ef það kallaði okkur nokkuð. Því fólkið það er andlega útaf lagzt í kör, — það er alkunn raunasaga. 1 Það var betra að eiga heima í huga Jóns úr Vör og höfði Einars Braga. 1 Og flatrímsskáldin una í fólksins heimsku náð, og fitna eins og gengur, * en atómskáldin mæðast misskilin og hrjáð } og mjórri en nokkur þvengur. Ó myrðið ekki hugarsmíð hins unga andans manns þér ömurlegu tímar. 1 | Ég er dularfulla blómið í draumarugli hans, og ég dey ef hann rímar. Snilldarlegast finnst mér þó gamankvæði Böðvars íslendingar 4 á hridgemóti. Þvílíkur munur á þeim skáldskap og „svavarsmál- um” og „flosasennum": Spilamenn vorir fengu flugu í kollinn, 1 sem fádæmum þótti sæta, þeir bjuggu sig uppá og brugðu sér út yfir pollinn, á bridgemóti hugðust mæta. Þegar hópurinn kvaddi, varð einhverjum á að spyrja: æfðu þeir nokkuð í vetur? Og tii voru þeir, sem töldu ráðlegra að byrja með tromphund og Svartapétur. Er þeir komu til Hafnar og fundu frændur og vini tók fyrirliðinn af skarið, mælti á dönsku og brosti í bótmælaskyni: Hann Benedikt gat ekki farið. C Þessu næst vér sjáum þá sigurglaða C sagnir við hæfi finna. Að sigra heimirin er eins og að spila þrjá spaða, > (og það spillir engu að vinna). Þeir náðu sem sagt árangri undragóðum, f því auðvitað má ekki gleyma, f að bridgemaður þykir beztur hjá öllum þjóðum sá Benedikt, sem er heima. Svo koma þeir heim, og enginn því andmælt getur að í þá sé töluvert spunnið: ^ f Með hverju tapinu sáu þeir betur og betur, að Benedikt hefði unnið! Þriðja bókin er „Dýrt spaug” eftir Guðmund Sigurðsson. Hann telst einhæfastur þessara kímniskálda og hefur varla nema hermi- , ljóðin á valdi sínu. Ádeila Guðmundar missir oft marks, og honum t auðnast sjaldan, að yrkja sjálfstæð gamankvæði svo, að þau verði í listræn, því að skapsmunirnir bera kímnina ofurliði. Hins vegar I getur hann notið fyrirmyndar í slíkri fjarlægð, að hún fer víst fram- í hjá ýmsum, hermiljóðið er sérgrein hans. Draumur bissnessmanns- ins sannar að mmum dómi vel snilli Guðmundar, þegar hann yrkir ; hér til frægðar: Á sófanum hvíldi ég sorry og down, er svefninn kom hlaðinn af mildi, mig dreymdi að í bankanum byðist mér lán, er borgaðist þegar ég vildi. Og kaldur og rólegur ræddi ég þá svo rökfast við þjóðþankastjórann, að hrifinn og auðmjukur hlýdd’ann mig á og hæverskur bauð mér einn stóran. 1 Er glasið að vörunum glaður ég ber, þá galar í eyra mér frúin: * Hann Sigurður Berenz í símanum er! i — og síðar var draumurinn búinn. 1 Kvikmyndir Framhald af 5. síðu vanda til. Ove Sprogöe er utan garna með öllu. Dirch Passer er heldur ótrúlegur elskhugi og klunnalegur með ódæmum, en honum eru vissulega lagðar ýmsar smellnar athugasemdir í munn og fullfær er hann um að koma þeim skemmtilega til skila. Nú og Lone Hertz, hún er blátt áfram opinberun, henn ar vegna gætí ég lagt það á mig að sjá myndina aftur. H. E. Hvernig stendur svo á því fyrst við eigum völ þessara kímniskálda, að þjóð með til- tæka gamanvísnasöngvara eins og Áma Tryggvason, Bessa Bjarnason og Brynjólf Jóhann- esson þarf að láta sér leiðast misheppnaða fyndni, þegar út- varpið. stofnar til þess að koma landsfólkinu í gott skap á gamlaárskvöld? Halda kannski „svavaramir” og „flosamir”, þegar þeir hafa tilburði sína í frammi, að sjónvarpið sé kom- ið? Og þó svo væri . .. þyrfti þá ekki líka einhvern texta? En illt er til þess að hugsa, að út- varpið sé í slíku hraki, að það geti ekki skemmt manni sæmi- lega eina kvöldstund á ári. Helgi Sæmundsson. Frh. af 6. síðu. Bannið á íþróttamenn í aug- lýsingum er aðeins hin augljós- asta af reglunum, sem sniðnar em til þess að letja ungmenni þess að hefja reykingar. Héðan í frá má ekki nota neinar fyrir- sætur, karlkyns eða kvenkyns, í sígarettuauglýsingum, ,,sem eru undir 25 ára aldri eða virðast vera það“. Þar lá Fred Astaire. Ekki má beita neinni auglýsinga- tækni, sem gæti haft áhrif á fólk undir 21 árs aldri. Þá má ekki nota i auglýsingar neina íþrótta- menn, fyrirsætur eða jafnvel „ímyndaðar persónur" — hversu örvasa, sem þær eru — ef hegð- un þeirra( samræður eða með- fylgjandi lesmál gefa til kynna, beinlínis eða óbeinlínis, að „reyk ingar séu nauðsynlegar til að komast áfram í samkvæmislíf- inu, öðlast virðuleika eða vel- gengni eða kynhrif". (Þar liggja 90% af því aðlaðandi fólki, sem undanfarið hafa þusað nikótíni hvert framan í annað sitjandi í smart bátum undir enn smartari furutrjám). Ekki má sýna neinn reykjandi, sem „samtímis fæst við líkamleg störf, er þarfnast þols“. (Þar með liggja blaða- menn, skattskyldir borgarar aðr- ir og píanókennarar að störfum). Regíurnar leyfa að talað sé um síjur, tjöruleysi og nikótínleysi, svo framarlega sem um slíkt er rætt á tæpitungu og ekki er farið með staðhæfingar, sem hægt sé að sanna cða afsanna vísinda- lega. Þá er bannað að sýna grá- hærða leikara í hvítum sloppum, sem segja: „Læknum kemur sam- an um . . . “ eða ,/Tilraunir á rannsóknastofum hafa sýnt. . . “. En þetta er nú hvort sem er dott- ið út úr sígarettuauglýsingum fyrir mörgum mánuðum. Þeir eru nú allri farnir að leika ein- hverja Alberta Schweitzera, sem „sýna“, að maginn sé holur inn- an og taki ægilegan kipp til lífs- ins, ef maður gleypi eina pillu af aspiríni. Sennilega verður sömu aðferð beitt við að sýna áhrif aspiríns á höfuðið síðar meir. En aðalatriðið nú er að takmarka reykingar við þá, sem komnir eru yfir 26 ára aldur. (Þýtt og endursagt eftir Alistair Cooke). « BILLENN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Minningarorð Framhald af 'J. síðu. inn og fullur af áhuga fyrir hverju, sem hann sneri sér að. Síðasta dag nýliðins árs kom svo kallið frá honum, sem öllu ræður, og nú aðeins það eftir að kveðja og þakka. Ég harma það, að ég kann ekki að stýra penna sem vert væri, þegar þessi góði drengur er kvaddur. Skúli Hansen var fæddur í Reykjavík 13. nóvember 1918, son- ur þeirra merku ágætishjóna Ingu Skúladóttur og Jörgens Hansen, sem eldri Reykvikingar muna vel. Að loknu stúdentsprófl hélt hann til Bandaríkjanna, þar sem hann nam og lauk prófi í tannlækning- um árið 1945. Hér í Reykjavík starfaði liann æ síðan, bæði á eig- in stofu og nú síðustu tvö árin að auki sem kennari við tannlækna- deild Háskóla íslands. Skúli var glæsilegur maður á velli, fremur hávaxinn og þrekinn, dökkur yfirlitum, stóreygur og andlitið nokkuð stórgert. Sem ég festi þessar línur á blað, er við mig sagt: „Gleymdu ekki að skrifa hvað hann var fallegur" og það er satt, hann var óvenju svipfalleg ur og drengilegur maður, sem hvar vetna var eftir tekið. Skúli var hlé- drægur og jafnvel feiminn, en þó hef ég engan mann þekkt, sem flutti með sér jafn einlæga og smitandi gleði, hvar sem hann fór. Þá áttu börnin í honum ekki að- eins góðan vin, heldur líka félaga, sem gat leikið við þau af lífi og sál. Enda hefur á mínu heimili ekki þurft annað en að nefna nöfn þeirra Kristínar og Skúla til þess að gleðibros færðust á andlit bam anna og augun ljómuðú. Engum fögnuðu börriin betur en þeim. Skúli hafði mikið yndi af tón- list, sótti tónleika hvenær sem hann fékk því viðkomið, og hljóm- plötusafn hans mun hið stærsta í einkaeign hérlendis. Þar var allt skrásett og einstaklega snyrtilega fyrir komið. Oft undraðist ég hvé miklum fróðleik þessum starf- sama manni hafði tekizt að viða að sér í frístundum sínum. Þekk- ing hans, einkum á óperum, var ótrúleg, og þeir voru færri söngv- ararnir, sem eitthvað hafði kveðið að( að Skúli ekki gæti rakið helztu æviatriði þeirra og söngféril. Tím- inn líafði verið vel nýttur, áhug- inn var brennandi og minnið nær óbrigðult. Og hvergi undi hann betur en þarna, innan um plöturn- ar sínar á fallega heimllinu í Kópa vogi. En- sannarlega var hann ekki einn. Við hlið hans stóð traust og góð kona, Kristín Snæhólm Han- sen, sem vakti yfir velferð hans og heilsu, svo betur varð ekki gert. Hvert erfiði, sm hún gat létt af honum, tók hún á sig, hverja byrði, sem hún mátti, bar hún i kærleika. En hún tók ekki síður þátt í gleði hans og gamni. Þau fögnuðu gestum af einlægni, og voru samhent i því að gera hvern vinafund að hátíð. Einhvern veg- inn hefur mér fundizt, allt frá fyrstu kynnum, að þeirra gleði væri sú mest að gleðja aðra. Þess höfum við orðið aðnjótandi, konan mín og ég og börnin okkar. Því er þakklætið efst í hugum okkar nú, þegar við kveðjum kæran vin, þakklæti, sem orð megna ekki að tjá. Eftirlifandi eiginkonu Skúla Hansen, sonum hans, Kristni og Gunnari, sem heimili eiga vestan hafs, systkinum hans og öðrum ást- vinum öllum vottum við einlæga og innilega samúð á erfiðri skiln- aðarstund. Góður drengur er geng inn, og ekkert verður samt og áð- ur. Verum þó, þrátt fyrir allt, minnug þess, að aftur birtir upp um síðir, Svo er guði fyrir að þakka. Guðmundur Jónsson. 10 6. janúar 1965 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.