Alþýðublaðið - 15.01.1965, Side 5

Alþýðublaðið - 15.01.1965, Side 5
mmmu ‘ K} • Snn*f«» KÁSHMIK J A S T H A NV •Jsipur i 8A)«»i S* a l*u*km>, Shillong e Nafpur •urtMk Hy*9f4bad mmmm ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. janúar 1965 $ Kortið sýnir Indland, Vestur- og- Austur-Pakistan bjartsýni Allar stéttir þjóðfélagsins hafa orðið fyrir barðinu á þessari þró- un, og afleiðingin er sú, að deyfð og vantrú hafa leyst af hólmi þá bjartsýni, sem var aðalsmerki þjóðarinnar í nær einn og hálfan áratug. Enn eru eftir tvö ár af fimm ára áætluninni. Fjórða áætlunin hefur ekki verið samin. En nú er ekki lengur talað um „ríkisstig”. Nít hafa menn áhyggjur af því hvort hægt sé að bjarga því, sem hefur áunnizt. Mörg vandamál Það þarf fakíra tll að stjórna Indlandi. Óveðursský höfðu áður safnazt á himni, en fæstir tóku eftir þeim og þegar óveðrið skall á kom það landsmönnum og leiðtogum þeirra að óvörum. Atburðarásin var með þeim hætti að milljónir venjulegs fólks ályktuðu, að lát Nehrus hefði verið orsök kreppunnar. fimm ára áætlunarinnar náð, og ríflega það, en nú er svo komið, að iðnaðurinn er langt á eftir áætlun. Á tveim sviðum hefur vöxturinn aftur á móti verið alltof ör. Fólks- fjöigunin er mjög mikil og magn peninga í umferð hefur aukizt Þetta má sjá á eftirfarandi um- ; mælum ýmissa bænda nýlega í j ríkinu Madras á Suður-Indlandi ' þegar matvælaástandið var orðið alvarlegt: „Öll vandamál okkar stafa af andláti Nehrus“. Margir þeirra vissu ekki enn, sex mánuðum eftir fráfall Nehrus, hvað eftirmaður hans hét. „Ein- hver hlýtur að hafa tekið við stjðrnartaumunum. En allt hefur farið aflaga í landinu síðan Nehru lézt”. I Kjarpti vandans í rauninni eru rætur vandamáls ins dýpri og það á sér lengri sögu. Samkvæmt kenningu bandariska hagfræðingsins W. W. Rostow áttu efnahagsmál Indlands að komast á svokadað „r;kisstig“ með þriðju fimm ára áætluninni, sem nú er í gildi. Á þessu þróunarstigi ætti efnahagurinn að geta vaxið ár frá ári af eigin rammleik. í þess stað kom i ljós á miðju áætlunartíma- bilinu, að efnahagurinn hafði stað- ið í stað og á vissum sviðum sýnt afturför; að hagvöxturinn síðustu ' tvö árin hefði mirinkað í stað þess að aukast. '■ Það er ekki elnungis í landbún- 1 aði sem framleiðslan hefur ekki j staðizt áætlun heldur einnig í iðn- aðinum. Þar var marki annarrar 1965 verður ár erfiðrar próf- raunar. í pólitísku tilliti bendir allt til þess, að hin nýja stjórn Lal Bahadur Shastri sé traust f sessi. Shastri er sjálfur önnum kafinn, eykur kynni sín við áhrifa menn, uppgötvar heiminn og hlut- verk sitt i honum. Hann hefur rneðal annars setið Kairó-ráð- stefnu „hlutlausra ríkja“ og rætt við Wilson forsætisráðherra f þrjá daga í London alþjóðleg vandamál Indverja, samskiptin við Kínverja og Pakistan, hafa ekki þokazt nær lausn, en tæplega er hægt að álasa Shastri fyrir það. Inn á við heldur styrkur Kon- gressflokksins, bæði á þingi dg ut- an þess áfram að byggjast á veik- leika stjórnarandstöðunnar öllu öðru fremur. En þannig hcfur þessu að vísu lengi verið háttað og þetta er engin afleiðing árins sem leið. Kongressflokkurinn og leið- togar hans í stjórninni og utan hennar reyna einlæglcga og ör- væntingarfullir að gera allt sem í þeirra valdi stendur og það sem þeir halda, að Nehru hefði gert við sömu aðstæður. Hin skugga- lega þróun liðins árs hefur eng- an veginn dregið úr þeim kjark- inn. En kyngikraftur Nehrus og traust það, sem liann naut, hefði komið þeim að góðum notum. Þvl að síðan hann féll frá hefur traust fjöldans á leiðtogum sínura' brugðist svo mjög að til vandræða' horfir einmitt þegar enga lausn er' að finna á hinum miklu þjóðfé- lagslegu, efnahagslegu og pólit- ísku vandamálum, sem nú er við að etja á Indlandi. Kusum Nair. Píanóstillingar LAL bahadur shastri — vandamál hans aukast vegna þess að halli á fjárlögum hefúr sífellt orðið meiri. Þetta tvennt leiddi í sameiningu til al- varlegs skorts á matvælum og flestum neyzluvörum og verð- bólgu, sem á sér enga hliðstæðu. j í október 1964 var verð á neyzlu I vörum 31.3% hærra en í marz | 1961. og viðgerðir GUÐMTJNDUR STEFÁNSSON j hljóðfæraverkstæði. Langholtsvégl 51 Sími 36081 milli kl. 10 og 12. j Tsk aB mér hvers konar þýBlnj* tr úr og é ensku EIÐUR 6UÐNAS0N, i IBggiltur démtúlkur og skjsla- ij þýffandi. Skinholti 51 — Sími 32933. Árið sem leið verður lengi í minn nm haft á Indlandi, en fremur vegna þess sem aflaga fór en þess sem horfði til velfarnaðar. Árinu Iauk líka með jarðskjálfta, stór flóðbylgja flæddi yfir ströndina lengst í suðri, olli miklum eyði- leggingum og kostaði fjölda manns lífið. Fyrsta ógæfa ársins 1964 var að Sjálfsögðu andlát Nehrus forsætis- ráðherra 27. maí. Lát hans kom að vísu ekki á óvart en var samt sem áður mikið áfall, því að Nehru bar höfuð og herðar yfir alla samtiðar- menn sfna á Indlandi til hinztu stundar og var tákn þjóðareining- ar, jafnvægis, samhengis og fram fara. Þetta var hann þótt hann sætti vaxandi gagnrýni tvö síðustu æviár sín, einkum eftir árás Kín- verja 1962, fyrir það sem hann gerði og vanrækti. En það var sama hvað erfið- leikarnir voru miklir. Það var bjargföst sannfæring flestra Ind- verja, að Nehru væri maðurinn, sem gæti unnið bug á þeim, að hann vissi hvað gera ætti og hvernig, þótt hann gæti ekki allt- af gefið skýr og áþreifanleg svör þegar lagt var hart að honum. Engin skýring Það var til dæmis aðallega Nehru sem átti frumkvæðið að því, að Kongressflokkurinn og þjóðþingið samþykktu nær ein- róma um miðjan síðasta áratug að efnahagur landsins og þjóðfélag- ið yrðu látin þróast með lýðræðis- legum sósíalistiskum hætti. Hvað eftir annað risu upp háværar raddir um, að nauðsyn bæri til að vita nákvæmlega hvað ætlazt væri til með slíkri stefnu. En Nehru svaraði alltaf þessum kröfum á þá leið, að lýðræðislega j jafnaðarstefnu þyrfti ekki og ætti j ekki að útskýra nákvæmlega, því þá gæti hún orðið staðnað og ó- | sveigjanlegt hugtak, en það væri óheillavænlegt. Samt - sem áður tókst honum að afla hinni lýðræðis legu jafnaðarstefnu víðtæks stuðn- ings og veita þjóðinni von um, að markinu yrði náð í fyrirsjáan- legri framtíð. Svipaða sögu var að segja um stefnu Indverja í utanrikismálum. Túlkun Nehrus á hlutleysi var annað og meira en stefna, sem raunhæf væri við þær aðstæður, sem fyrir hendi voru. Hann leit á hlutleysi sem ævarandi, nánast heimspekikenningu, sem stæði traustum fótum í indverskri hefð og menningarsögu, og þessu sjón- armiði aflaði hann stuðnings mik- ils meirihluta þjóðarinnar. En hann orðaði þessa stefnu aldrei nákvæmlega, heldur gerðist það þvert á móti stundum, að hann sveik grundvallaratriði þessarar stefnu eins og í Ungverjalands- málinu og Tíbetmálinu, vinum sín um á Vesturlöndum til mikillar hryggðar Niðurstaðan er sú, að eftir frá- fall Nehrus virðast hvorki hin lýð- ræðislega jafnaðarstefna né hlut- leysið hinir tveir máttarstólpar, sem b.vggja átti framtíð Indlands á, hafa sama sannfæringarkraft og áður. Lá*i Nehru hnnf um Mikilvægasta huggunarmerkið við árið sem leið var það, hve auð- veldlega gekk að finna eftirmann Nehrus og skipa nýja rikisstjórn. En varla hafði það tekist þegar al- varlegasta efnahagskreppan frá stofnun ríkisins 1947 varð auðsæ.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.