Alþýðublaðið - 27.04.1965, Síða 6
BAK VIÐ TJÖLDIN
FRÚ ein í San Francisco sótti um skilnað frá manni sinum vegna
þess. að hann segði svo oft við hana í vitna viðurvist: „Go to Hell‘'
(Farðu til helvitis).
Andlegt ofbeldi, sagði hún í réttinum. En eiginmaðurinn hafði
klókan lögfræðing, og sá vakti athygli á því, að í Kaliforníu væri
til indæll smábær. sem héti Hell — og sá væri auðvitað staður-
inn, sem maðurinn hefði vísað konu sinni til!
Maðurinn var sýknaður af ákærunni um andlegt ofbeldi, en mál
ið vakti svo mikla athygli, að bæjaryfirvöldin í Hell hafa samþykkt
að breyta nafni bæjarins.
SIR Alec Douglas-Home, fyrrverandi for-
sætisráðherra Breta, æfir sig nú í margar
klukkustundir daglega með það fyrir aug-
um að öðlast „sjónvarps-sjarma“, sem marg
ir telja, að hann skorti, og er farinn að
stofna flokksforustu hans í tvxsýnu.
Það er um að ræða ytra útlitið: rétta förð
un fyrir köntótt andlit hans með litla munn-
inum. Það er einnig um að ræða röddina,
sem getur orðið dálítið skræk með köflum.
Það er um að ræða alla framkomuná — og af því tilefni hefur hann
látlð innrétta í íbúðinni sinni í London lítinn sjónvarpssal, svo
að allt geti gengíð fyrir sig, eins og í raunveruleikanum.
En þetta er erfitt, og um daginn, er hann sat farðaður við
miðdegisverðarborðið á milli tveggja útsendinga, sagði hann og
andvarpaði:
— Mikið vildi ég, að aðeins væri hægt að nota sjónvarp við
iþrótta-útsendingar.
*
*
*
*
ÞE5SI litli hlébarðaungi fæddist í dýragarðinum í London
19. janúar s.l. og er annað barn kínversku hlébarðahjónanna
„Shu-Chu‘ ‘og „Manchu“, sem komu í dýragarðinn í London ár
ið 1958 frá garðinum í Hamborg. Sá litii hefur hlotið nafnið
„Tsai“ eftir kínverska Ieikaranum Tsai Chrin. Vörðurinn, sem
heldur á Tsai litla, átti fullt i fangi með hann, svo að ljósmynd
arinn næði góðri mynd. En það tókst sem sagt á endanum.
£ 27. apríl 1965 - ALÞÝDUBLAÐIÐ
Ur fangelsi í
Sþ.-minnismerki
í ÁR eru 20 ár liðin síðan Sam-
einuðu þjóðirnar voru stofnaðar
í San Francisco, og ýmsir aðilar
í Bandaríkjunum hafa nú á prjón
unum áætlanir um að reisá SÞ-
minnismerki á eyjunni Alcatras
við innsiglinguna til borgarinnar.
Þar til fyrir fáum árum var þar
eitt frægasta fangelsi Bandaríkj-
anna„ en nú hefur það verið
lagt niður og byggingarnar
standa þar tómar.
Spænskir landkönnuðir, sem
komu til eyjarinnar 1769, gáfu
henni nafnið Pelikaney. Árið
1868 var eyjan gerð að fangelsi
fyrir ameríska herinn, en hann
lé.t það síðan laust við hin borg
aralegu yfirvöld árið 1933- Upp
frá þeim tíma var eyjan notuð
sem fangeisi fyrir hættulegustu
glæpamenn Ameríku, en þá var.
fyrir Söngu búið að breyta nafn
inu í Alcatras. Þar sá+u m.a. við
frægir glæpamenn s. b- ,,Mach
™nimiiniiimiinnifiPr4:0Bnmiffliinmnnm!iiiiniímimiiniiffliiimiiiiiHinpaBmi
p Eins og komið hefur fram í
g fréttum, stóðu konur sig ein
p staklega vel í frönsku bæjar
H stjórnakosningunum á dög-
§ unnm, og hér birtast myndir
H af elrtu og yngstu konunum
J§ er kjörnar voru borgarstjór
J| ar. Báðar eru frá Korsíku.
H Sú eldri er sjötug og heitir
g Virginie Pietro og hefur ver
g| ið borgarstjóri síðan 1949 og
Jj var nú endurkjörin enn einu
■ sinni. Sú yngri er 23 ára gam
jj all stúdent og var kjörin
jj borgarstjóri í fyrsta sinn í
jj sömu viku og hin var endur-
p kjörin.
'im»tltlMll!]liailiiilIUUlli]l]!!!l!lll!llllll[|||||l!m!!l!!!!l[l!!!!l!!l!lll1!lllll!limUUMfllll[!l!lt
ine Gun“ Kelly og A1 Capone.
Talið var ókleift að flýja úr þessu
fangelsi — allt þar til þrír bóf
ar struku þaðan. árið 1962. Enn
í dag veit enginn hvern-
ig þeim reiddi af. í fangelsinu
var helzt haldið, að þeir hafi
drukknað, er þeir reyndu að ná
til lands.
Þessi flótti — og hinn gífur-
legi viðhalds- og rekstrarkostn-
aður — stuðluðu að því, að ákveð
ið var að leggja fangelsið niður
og sett var á laggirnar nefnd til
p einn sá allra fyndnasti í jj
p þöglu myndunum. Hann er p
H nú að verða sjötugur og hóf (
jj að leika í þöglum myndum |
m fyrir 59 árum. Nú hafa þær ‘
§j fregnir borizt af honum, að jj
p hann eigi að leika aðalhlut- 1
H verkið í nýrri, amcrískri þög jj
B ulli mynd. Á að undirstrika 1
■ athafnir í myndinni með jj
jj hljómlist og alls konar hljóð jj
P um eingöngu. Það er „Amer- |
■ ican International Pictures", g
~ ^
g ‘ sem ætlar að gera myndina, m
p og verður þetta njósnakóme- §j
■ día. Elsa Lander á að leika p
jl eiginkonu Keatons. p
if!!n!ffi!!!!l!IM!I!iyi!!!!!lIUI{l!l!lllll!lll!!!il{l!illlllll!i!lilllll!llllIllll!líi!l!ll!!l!!!
að taka afstöðu til þess, til hvers
eyjan skyldi notuð. Fjöidi til-
lagna hefur komið fram — allt
frá spilavíti til leiguhúsnæðis í
skýjakljúfum — en ncfndin mun
nú hafa komizt að þeirri niður-
stöðu, að gera beri eyjuna að
minnismerkl um Sameinuðu þjóð
irnar og baráttu mannkyns fyrir
friði í heiminum. Verður stofn
að alþjóðleg samkeppni um slíkt
minnismerki.
Ýmis 'SÞ-félög og önnur stuðn
ingsfélög í Bandaríkjunum munu
standa undir kostnaðinum af því
að rífa gömlu byggingarnar á
eyjunni, en söfnun verður gerð
um allan heim til að afla fjár til
byggingar sjálfs mi-nnismerkisins.
Tvöfalt fleiri dauðaslys
í Evrópu en U.S.A.
NÆSTUM tvöfalt fleiri létust í
bifreiðaslysum í Evrópu en Banda
ríkjunum á árinu 1963. þó að
umferðin á bandarískum vegum
hafi verið næstum tvöfalt meiri
en á evrópskum, segir í skýrslu
efnahagsnefndar Sameinuðu þjóð
anna fyrir Evrópu.
Samkvæmt skýrslunni létust a.
m. k. 80.000 manns í- bifreiðaslys
um í Evrópu á árinu 1963, á móti
43.400 í Bandaríkjunum. Eru töl-
ur þessar byggðar á skýrslum frá
22 Evrópulöndum og Bandaríkj-
unum. Mismun þennan leitast
nefndin við að skýra með því að
vísa til ýmisa atriða, m. a. að
miklu minna sé um reiðhjól á
ferð á amerískum vegum. Enn
fremur segir, að bæði vegir og
ökutæki sé jafnbetri í Bandaríkj-
unum en í Evrópu. Enn fremur
• hafa ákvæðin um hámarkshraða
sitt að segja, svo og að banda-
rískir ökumenn — að því er upp-
lýst er — halda sig alltaf á sinni
akrein, án þess að vera stöðugt
að reyna að komast fram úr,
hvað sem það kostar.
Tala dauðsfalla í umferðinni
á 100 milljón keyrða kílómetra
er innan við helming tilsvarandi
tölu í Evrópu. Raunar segir í
skvrslunni, að tölurnar fyrir
,Evrópu séu ekki fullkomlega rétt
ar, þar eð í vissum löndum sé
aðeins litið á dauðsfaii sem dauðs
fall af völdum umferðarsivss, ef
maður deyr á staðnum eða mjög
skömmu á eftir.
Um 1.650.000 manns særðist í
umferðarslysum í Evrópu á ár-
inu 1963. Tölurnar fyrir Evrópu
á einmitt þessu ári kunna að
stafa að nokkru af því, að vetur-
inn var sérlega slæmur — mild-
ari vetur hefði leitt til meiri um-
ferðar og þar með sennilega til
fleiri slysa, segir í skýrslunni.
Af þeim, sem létust, voru 37%
fólk, sem sat sjálft við stýrið eða
var farþegar, 31% voru fótgang-
endur, 21% ökumenn á mótor-
hjólum og 10% venjulegir hjól-
reiðamenn. 1% er ekki nánar til-
greint.
En þó að tala dauðsfalla í um-
ferðinni hækkaði um 6% á árinu
1963, jókst umferðin enn meir.
Telur nefndin, að þetta stafi af
því, að smám saman hafi hjól-
reiðamönnum í umferðinni fækk
að.
í ljós kemur, að meðal fótgang
enda er það fyrst og fremst gam-
alt fólk, sem verður fyrir slys-
um — 26% þeirra, sem fórust
1963, voru yfir 65 Sra að aldri —
en sá aldursflokkur er aðeins
10—12% af heildaríbúatölu land-
anna. i