Alþýðublaðið - 12.05.1965, Side 5
TAKNÞOKA
Erlingur E. Halldórsson:
MINKAHNIR
Leikrit
Helgafell, Reykjavík Mcmlxv,
um minnkandi kristinsdóms-
áhuga, en hugmyndaríkir hag-
fræðingar?
ÞÓRÐUR: Viðreisnarsinnaður
149 bls.
MINKARNIR eftir Erling
Halldórsson er lengra og viða-
meira verk en Reiknivélin sem
Gríma sýndi í fyrra. En leikrit-
unaraðferð höfundarins er hin
sama í báðum verkunum, við-
leitni þeirra kemur út á eitt.
Báðum verkunum virðist ætlað
að vera einhvers konar tákn-
mynd, að líkindum samtíðarinn-
ar eða þjóðfélagsins; samsvörun
þeirra við meintan veruleika
mundi framganga af opinberun
þeirra á sviðinu; verkin ættu þá
að skýra áhorfanda sínum þann
heim sem hann lifir við. Þetta
er að vísu getgáta mín. En ef-
laust gætu velviljaðir og kapp-
samlr rit- og leikskýrendur lagt
verk Erlings Halldórssonar út í
þessa áttina, þýtt táknkerfi hans
í leikjunum lið fyrir lið; í þess-
um nýja leik eru t.a.m. útlegg-
ingarefni eins og Herðubreið,
Pandóra, minkmennirnir, kjall-
aragröfturinn. En þar fyrir má
spyrja hvort þvílíkur skilningur
leikjanna sé raunverulega knýj-
andi, hvort hann svari sinni fyr-
irhöfn, hversu meint „merking”
leikjanna sé samsömuð mynd
þeirra á sviðinu, máli þeirra.
Það kom á daginn við. sýningu
Reiknivélarinnar í fyrravor að
hún naut .sín allmiklu betur á
sviði en bók, komst betur til
skila; þetta lofaði góðu um sviðs
kunnáttu og vinnubrögð Erlings
Halldórssonar, Minkarnir njóta að
sínu leyt.i sömu alúðarfullu
vinnubragða, og leikurinn er
miklu efnismeiri og fjölþættari;
það má því ætla að yrði
forvitnilegt að sjá liann á sviði.
Samt virðist mér, alveg eins og
um Reiknivélina, mikið efamál að
sýning hans borgaði sig raunveru-
lega, að hún megnaði að leiða í
Ijós nokkra umtalsverða verð-
leika sem ekki verða skynjaðir af
textanum einum saman. Erlingur
Halldórsson er sjálfsagt kunnáttu-
samur leikhúsmaður, leikur hans
ber vitni sviðsþekkingu og sviðs
legri hugkvæmni. En þetta næg-
ir bara ekki til raunverulegs skáld
skapar í leikhúsinu. Höfundurinn
veldur ekki skáldsköpun efnivið-
ar síns í samhengi máls og mynd-
ar; skilgreiningu lians í sam-
Skiptum lifandi fólks á sviði. Úr-
ræði hans verður löngum undar-
lega óhlutstæð orðræða, sem
með köflum orkar furðu afkára-
lega og hvergi megnar að vekja
áhuga né andsvar lesanda, né þá,
að líkindum, áhorfenda. Dæmi:
„(Tromma. — Á baktjaldi
kvikmynd af landslagi, tekin á
ferð.)
GRÍMA (spaugsöm). Hvað er
óttalegra Þórður minn, á tím-
biskup.
GRÍMA: Ha?
ÞÓRÐUR: Viðreisnarsinnaður
biskup!
(Tromma)
GRÍMA: Ja, hagfræðingar tefla
fram tölum sem maður ætti að
trúa, en hver fær trú á bisk-
upi þó hann láti byggja kirkju?
(Tromma) Hann getur barið
bumbur og fyllt kirkjur fyrir
mér, ég tek einhvern veginn
ekki mark á því.
ÞÓRÐUR: Hvers vegna,
GRÍMA: Kristindómurinn er
hæfileg ástæða fyrir fólk til að
hittast.
ÞÓRÐUR: Eg er ekki kristinn.
(Tromma.)
GRÍMA (kerskin); Hittu þá þitt
fólk.
ÞÓRÐUR (stingur pípunni upp í
sig): Mitt fólk eru þeir sem
ekki vilja mink . .
Og svo framvegis, allt með
sömu dauðans alvörunni.
Nú er það vissulega hugsandi
að textabútur af þessu tagi reynd-
ist raunverulega starfhæfur í
réttu samhengi sínu. Hér er hann
einungis tekinn upp til dæmis um
orðræðuaðferð leiksins sem alla
tíð virðist stunda eftir þversögn-
um, fjarstæðum sjálfra þeirra
einna vegna, án þess þeim sé
nokkru sinni skipað saman, feng-
in staðfesta í áþreifanlegu mann-
legu samhengi sem kynni að veita
táknbáknum leiksins inntak og
merkingu. Erlingur Halldórsson
getur formað einstök orðsvör
eðlilega og stundum hnyttið, en
ekki heilleg samtöl eða þætti sem
veki eða haldi athygli; orðræða
hans sannar engan mannlegan
veruleik á sviðinu sem kynni svo
að skírskota til einhvers veruleika
utan þess. Má vera þetta sé vituð
aðferð hans; má vera hann hugsi
sér að tíu myndir Minkanna skír-
skoti á einhvern beinni hátt til
Framh. á 10. síðu.
SAMVINNUSKÓLANUM
AÐ BIFRÖST SLITIÐ
SAMVINNUSKÓLANUM Bifröst
var sagt upp 1. maí s.l. Fór at-
höfnin fram í hátíðasal skólans
og hófst með því, að skóiastjóri,
sr. Guðmundur Sveinsson. gerði
grein fyrir starfi skólans liðið
skólaár.
Engar breytingar urðu á föstu
kennaraliði skólans, en nýr
stundakennari, Mr. Donald Brand
er sendikennari, kom að skólan-
um og annaðist kennslu og þjálf-
un í enskum framburði og hafði
talæfingar með nemendum.
í vetur stunduðu nám í skól-
anum 72 nemendur. 34 í 1. bekk
en 38 í 2. Luku þeir allir prófi
og stóðust, í I. bekk hlaut einn
nemandi, Þorsteinn Þorsteinsson
frá Hofsósi, ágætiseinkunn, 9,10,
og 32 I. einkunn. í 2. bekk fengu
tveir ágætiseinkunn, Hreiðar
Karlsson frá Narfastöðum. Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, 9,41, sem jafn
framt er hæsta einkunn í skól-
anum á þessu ári, og Halldór Ás-*
grímsson frá Höfn í Hornafirði,
9,05, 34 nemendur I. einkunn og
tveir II. einkunn.
í sambandi við vetrareinkunna
gjöf var tekih upp sá nýbreytni
að halda skýndinróf í öllum náms
greinum mánaðarlega. Þót'ti
þettá eefa góða raun og stuðla
að jafnari le'-trj jafnframt því
sem nemendur áttu auðve’dara
með að átta sig á og fylgjast með
framförum sínum í einstökum
greinum.
Að bessari greinargerð lok-
inni voru braiitskráðum nemend
um afhent skírteini þein’a. Þá
lék hliómsveit skólans nokkur
lög. Að því loknu fór fram af-
hending viðurkenninga og verð-
launa.
Umsiónafmenn hlutu bækur
að launum fvrir vel unnin störf.
Hreiðar Karlsson lilaut bókaverð
laun fvrir námsafrek og enn-
fromur bókfærslubikarinn fyrir
beztan áraneur í bókfærslu.
Anna Harðardóttir, Akranesi,
hlaut neninsaverðiaun frá Verzl-
unarmannafélasi Reykjavíkur fyr
ir hæsta einkunn í vélritun. For-
maður nemendasambands Sam-
vinnuskólans. Óli Hörður Þórð-
arson. sölustíóri, afhenti verð-
launagrip, sfyttu með merki Sam
bandsins. sem eefin er í tilefni
áttatfu ára afmælis Jónasar Jóns
sonar frá Hriflu, fyrrv. skóla-
stióra Samvinnuskólans, o? veit-
ast skal Þrrir beztan árangur í
samvinnusögu. Að þessu sinni
Maut Hreiðar Karlsson þennan
grin.
í stuttu ávarpi, sem skóiastjóri
flntti til að bakka þessa giöf,
ffiinntist hann Jónasar .Tónsson-
ar og starfa hans í þágu skólans
og samvinnuhreyfingarinnar og
skvrði frá bví, að stjórn Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
befði ákveðið að minnast afmæl-
isins með bví að gangast fyrir
stofnun sérstakrar deildar innan
bókasafns skólans, sem bæri
nafn Jónasar og helguð væri al-
mennum félagsfræðum og gæti
orðið vísir að félagsmálabóka-
safni samvinnumanna. Hefur
stjórnin ákveðið að leggja fram
í þessu skyni áttatíu þúsund
krónur á þessu ári.
Að lokinni afliendingu verð-
launa söng blandaður kór nem-
enda nokkur lög undir stjórn,
Hauks Gíslasonar, Borgarnesi.
Síðan fluttu ávörp tveir úr
úr hópi gesta Hrólfur Hall-
dórsson, fulltrúi, Reykjavík, tal
aði fyrir hönd 10 ára nemenda,
þ. e. þeirra, er brautskráðust
síðastir úr SamvinnuSkólanum
undir stjórn Jónasar Jónsonar,
meðan skólinn starfaði í Reykja
vik. Færðu þeir skólanúm pen-
ingagjöf í sjóð, sem stofnaður
var 1963 og helgaður er minn-
ingu Jónasar Jónssonar og konu
hans, Guðrúnar Stefánsdóttur,
og á meðal annars að styrkja
nemendur til utanfarar og fram
haldsnáms. Síðari ræðumoður-*
inn var fulltrúi 25 ára nemenda,
Jóhannes Þ. Jónsson, kaupfélags
stjóri, Suðureyri, sem einnig af-
henti peningaupphæð i sama
sjóð. Að ræðum loknum flutti-
frú Ása Hansen, Svaðastöðum,
Skagafirði, frumort kvæði tj»-
skólans, en hún var ein í hópl
25 ára nemenda, sem heimsóltu
skólann þennan dag.
Þar næst fluttu stuttar ræður
fulltrúar heimamanna staðarins,
Ingólfur Sverrisson f. h. nem-
enda I. bekkjar, Jóhann Ellert
Ólafsson f. h. þeirra, er braut-
skráðust og Vilhjálmur Einars-
son f. h. kennara skólans.
Að lokum flutti skólastjóri
skólaslitaræðu og skólakórínn
flutti söng samvinnumanna und-
ir stjórn Hauks Gíslasonar. Að
athöfninni lokinni þágu gestir
Framhald á 10. síffu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. maí 1965
MinningarorS:
Sigríður Guðmundsdóttir
Hinn 4. þ m. andaðist frú Sig
ríður Guðmundsdóttir í Landa-
kotsspítala eftir margra ára van
heilsu. Hún var fædd 4. febrúar
1898, og var því rúmlega. 67
ára, er hún lézt Foreldrar henn
ar voru þau Guðmundur Guð-
mundsson og Sigurveig Einars
dóttir í Skógholti, er síðar
nefndist Skáholt. Sigríður gekk
í Kvennaskólann hér í Reykja
vík. Hún giftist eftirlifandi
mannj sínum, Ingólfi Bjarna-
syni verzlunarstjóra, 27- ágúst
1932. Bjuggu þau lengi að Hól
um við Kleppsveg, en síðustu ár
in að Silfurteig 2 hér í borg
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, og eru 3 dætur á
lífi, Sigríður bankaritari elzt
ógift,) Guðrún og Ingibjörg (báð
ar giftar). Dreng misstu þau
hjón í frumbernsku.
Sá, er þessar línur ritar kann
ekki að rekja ættir Sigríðar,
en á margar góðar minningar
um hina látnu heiður^konu-
Hún var ekki allra „viðhlæj
andi“, nokkuð „seintekin" sem
kallað er, en trölltrygg þeim, er
hún batt vináttu við, — kjarna-
kona-
Manni sínum og börnum bjó
hún mjög ánægjulegt heimili,
enda mætti segja, að hún lifði
fyrir heimili sitt og fjölskyldu
Samt sem áður hafði hún víðan
sjóndeildarhring, og áhuga á
andlegum málefnum, en þar
kaus hún frjálslyndi og fagur-
hyggju, en ekkert volæði eða
váboðun (,,alarmisma“). Hún
gekk í Guðspekifélagið og var
meðlimur þess til hinztu
stundar. Er mér kunnugt um
það, að í veikindum hennar
hvarflaði hugur hennar oft til
kenninga þeirra, er sá félags
skapur heldur á lofti og taldi
hún sig eiga þeim mikið að
þakka. í banalegunni hafði hún.
með sér til lesturs bækur, er um
slík málefni fjalla, að svo miklu
leyti sem grið væru gefin tti
slíkra athafna. >
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIB
Yfirleitt virtist mér hún haía
mjög heilbrigðar skoðanir á
hlutunum, eins og komizt er a9
orði- Hún var ein af þessuffi
eðlisgreindu konum, sem ratg
réttar leiðir án mikilla heilar-
brota, og eru farsælar í störfunt
sem þær rækja á yfirlætislaus
an og hljóðan hátt. íslenzka þjó3
in hefur aUtaf átt — og| á sem
betur fer enn — marg^t siiha
^kvenkosti", þrátt fyrir „bítla”-
æði og aðra tízkuóra. Vil ég I
þessu sambandi nota tækifærlff
til að þakka fyrir margar góða*
Framh. á 10. ’síðu.