Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 4
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .iausasölu kr. 5;00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Norsk stefna NORSKI ALÞÝÐUFLOKKURINN hélt flokks- þing í Oslo fyrir síðustu helgi. Gerðist þar helzt tíð- inda, að Einar Gerhardsen forsætisráðherra óskaði ekki eftir endurkjöri sem formaður flokksins, og var ; Trygve Brátteli kjörinn í hans stað. Kom þetta fáum ; á óvart, en Bratteli hefur á undanförnum misserum sýnilega verið undir það búinn að taka við af Ger- j hardsen. Hinn nýkjömi formaður flutti eina af höfuðræð um þingsins, og gerði hann þar grein fyrir viðhorfum ' norskra jafnaðarmanna til þeirra þjóðfélagsbreyt- • inga og vandamála, sem nú ber mest á. Bratteli | nefndi tíu atriði, sem hann taldi mikilvægustu stefnu mál flokksins, og voru þau þessi: I 1) Uppbygging þróttmikilla byggðakjarna. | 2) Aukin hagræðing í öllum atvinnuvegum. i | 3) Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. ] ! 4) Mikil aukning skólabygginga og rannsókna. 5) Stórfelld aukning íbúðabygginga. 6) Auknar vegaframkvæmdir. 7) Þjóðgarðar og opin svæði í f jöllum og við sjó. 8) Fimm daga vinnuvika. 9) Lýðræði í atvinnulífinu. 10) Ný skref til að tryggja jafnrétti kvenna. Bratteh lagði áherzlu á þá þróun, sem sett hefði \ svip vísinda og tækni í ríkum mæli á samtíð okkar. Taldi hann, að hætta væri á öryggisleysi og ótta við : hinar öru breytingar, en ef vel væri á málum haldið • mundu koma nýir tímar með tækifærum til betra lífs en nokkru sinni fyrr fyrir allt mannkynið. j ' . . j Þau atriði, sem Bratteli nefndi, koma íslending | um kunnuglega fyrir sjónir. Hér á landi hefur Al- i þýðuflokkurinn lagt mikla áherzlu á flest þessi mál, en þau eru vissulega eins alvarleg hér á landi og í Noregi. Enu má þó segja, að stórátaka sé þörf á þess um sviðum öllum. Harðvítug kosningabarátta er hafin í Noregi. Er almennt talið, að hinn naumi meirihluti jafnaðar- manna sé í nokkurri hættu, ekki sízt af því að klofn ingsflokkurinn SF hyggst bjóða fram á mun fleiri stöðum en áður, og getur í sumum kjördæmum komið því til leiðar, að hægrimenn nái kosningum. Mundi það að sjálfsögðu vera hin mesta ógæfa fyrir vinstri menn í Noregi, ef þessi klofningsstarfsemi ylli sundr ung vinstriaflanna og tryggði hægriflokkunum þar með leiðina til valda. Austurstræti 22 — Sími 14190. Mest seidu gólfteppin í dag eru LYKKJUTEPPIN ★ Við seljum aðeins lykkjuteppi úr 100% ull og 100% nælon. ★ Lykkjuteppin fara vel við öli húsgögn. ★ Ath.: Nælonteppin eru helmingi sterkari en önnur teppi. ★ Glæsilegt. litaúrval. ★ Tízkan er í Teppi hf. Verzlanir í Piccadilly, veitingahúsin i Soho, leikhúsin í West End, listasafnii í Tate og flóamarkaðurinn á Porto Bello. ALIT E R ÞAO í LONDON Ferdaskrifstofurnar og Flugfélagið veita atlar upplýsingar. 7Ú •ÍV/A’ /tttAAOA/H FERÐIR í VIKU BEINALEIÐ TIL L0ND0N 4 1. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.