Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 14
Vietcong ( DAG ER þriSjudagur 1. júnf. Tungl hæst á lofti. ÁriS 1931 bar fyrsta júní upp á mánudag og þar gat aS líta m.a. í AlþýSublaSinu. StækkaSar landslagsmyndir úr Commander-cigarettupökkunum eru komnar aftur. Tó- iiaksverzl. íslands h.f. Yfirlýsing. AS gefnu tilefni lýsi ég því hér meS Iffir, aS ég fér úr þjónustu Bergs Jónssonar sýslumanns af eigin ósk, og aS þaS er algjörlega rangt aS hann hafi sagt mér upp atvinnunni. Reykja vík 30/5 ‘31. Ragnar Kristjánsson. veðrið Suðvestan gola eða kaldi, súld eða rigning-. í gær var vestan átt á landinu, sums staðar súld. í Reykjavík var norðvestan kul, tíu stiga liiti, alskýjað. Sjomannadagur Framh. af bls. 3. náttúruauðlindum en þeim sem í hafinu felast. ,.Ef fiskimiðin bregð ast, ef sjómennirnir bregðast, fær íslenzkt þjóðfélag ekki staðizt til lengdar,” sagði ráðherrann. Enn- fremur minnti hann á, að það væri verkefni framtíðarinnar og líðandi siundar að skapa skilning með öðr um þjóðum fyrir nauðsyn á vernd un fiskimiðanna við ísland. Að lokum sagði hann, að á sjómanna- daginn þakkaði íslenzka þjóðin sjó- mönnum sinum störf þeirra og samgleddist þeim á hátíðisdegi þeirra. í ávarpi sínu fjallaði Jón Sig- Urðsson einkum um afkomu tog- aranna og skipulagsmál sjómanna samtakanna. Hann lagði ríka á- herzlu á að togararnir væru enn sem fyrr nauðsynleg tæki til hrá- efnasköpunar. Aldrei kæmi til mála að lengja vinnutimann á tog- urunum, þó að ýmsum virðist það eina ráðið til úrbóta. Vel væri hægt að komast af með 26 manna áhöfn og til þess að fá góða menn út á skipin, yrði að bæta kjör togarasjómanna. Um skipulagsmálin sagði Jón, að nú væri svo komið, að sjó- menn gengju til samninga í mörgu lagi, en útgerðarmenn mættu til samninga sem ein heild. Samein- ing sjómannastéttarinnar í ein lieildarsamtök myndi á allan hátt styrkja aðstöðu hennar í samning um við vinnuveitendur og einnig gagnvart ríkisvaldinu, en' sjó- mannastéttin væri sú sem einna mest ætti undir löggjafann að sækja. „Á þessum sjdmannadegi skul- um við lieita því að vinna ötullega að því að endurskipuleggja og styrkja samtök okkar sem bezt,” sagði Jón Sigurðsson að lokum. Loks söng Karlakór Eeykjavík- ur nokkur lög undir stjórn Páis P. Páissonar. Bezta tímann í kappróðrinum, sem fór fram í Reykjavíkurhöfn að loknum hátíðahöldunum á Austurvelli, fékk róðrarsveit björg unarbátsins Gisla J. Johnsen. — Sveit Ólafs Járnhauss HV 1 sigr- aði í sínum riðli við mikinn fögn uð áhorfenda. Þrír aldraðir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni, þeir Jó- hann Björnsson vélstjóri, Guðni Pálsson skipstjóri og Sigurjón Júlíusson háseti. Ekki var ástæða til að veita sérstök afreksbjörg- unarverðlaun að þessu sinni. Framhald af síðu 3. staðið í tvo sólarhringa. Mikið mannfall hefur orðið í liði beggja. Stjórnarhermennirnir stóðu aug- sýnilega verr að vígi þegar banda- rísku flugvélamar komu á vett- vang og létu til skarar skriða gegn f j andmönnunum. Herdeild, sem senda átti til aðstoðar í gær, var sundrað áður en liún kom til orrustusvæðisins. Bráðabirgðatölur sína, að um 400 menn hafa fallið í liði stjórnar- innar. Sennilega á eftir að koma á daginn að enn fleiri hafi fallið. Bandarískar flugvélar rákust á fjórar norður-vietnamiskar MIG orrustuþotur er þær gerðu árás á svæði eitt um 72 km. sunnan við Hanoi, en þoturnar héldu norður á bóginn án þess að leggja til atlögu. Bandarískar flugvélar vörp uðu niður 40 lestum af sprengj- um á þetta svæði, og sjö bygging- ar eyðilögðust en þrjár löskuðust. Aðrar bandarískar flugvélar réðust á önnur skotmörk, m. a. mikilvæga vegabrú 112 km. sunn- an við Hanoi. Að sögn fréttastof- unnar Nýja Kína var ein banda- rísk flugvél skotin niður yfir Than Hoa héraði í Norður-Vietnam í dag. Samningarnir Framh. af 1. síðu Þótt samningar renni út 5. júní næstkomandi, hefur enn ekkert fé- lag boðað vinnustöðvun frá þeim tíma. en vinnustöðvun verður lög um samkvæmt að boða með sjö daga fyrirvara. Veitingaþjónar hafa þó boðað vinnustöðvun frá og með föstudeginum 4. júní, en deila þeirra er ekki í beinum tengslum við þá samninga, sem nú eiga sér stað. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Norður og Austurlandi hafa ver- ið á stöðugum fundum með sínum viðsemjendum og hófst sáttafund ur hjá þeim klukkan 20,30 í gær kvöldi. ooooooock>ooooooooooooo<x>'<xxxx>ooooooooooooooooock> 21.00 Wiðjudagsleikritið „Hýrrans hjörð“ efti|r Gunnar M. Magnúss Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Fimmti þáttur: Þjófaleit í Bólu. Hjálmarskáld Róbert Arnfinnsso Guðný kona hans Helga Bachmann Hjalti son-ur þeirra, 8 ára Ævar Kvaran yn. Ólafur sonur þeirra, 8 ára Lárus Sighvatss. Sigríður dóttir þeirra, 4 ára Ragnh. Steind. útvarpið Þriðjudagur 1. júnl 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 17.00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni. 18.30 Harmonikulög. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — Fréttir. 20.00 Lýðræðishugsjónin sem stjórnfræðikenning Hannes Jónsson félagsfræðingur flytur ann að erindi sitt um þetta efni, 20.25 Pósthólf 120 Lárus Halldórson les úr bréfum frá hlust- endum. 20.40 Tvö tónverk eftir Jón Leifs: Eiríkur hreppstjóri Pétur hreppstjóri Sveinn bóndi Jónatan bóndi Geir Grímur Leitarmaður Valdimar Helgason Flosi Ólafsson Þorgrímur Einarsson Jón Aðils Sigurður Eyjólfsson Jón Júlíusson Gunnar Gunnarssson. 22.00 22.10 21.50 Einsöngur: Mario Del Monaco syngur óperu aríur eftir Wagner. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Bræðurnir” eftir Rider Haggard í þýðingu Þorsteins Finnbogasonar. Séra Emil Björnsson les (12). Létt músik á síðkvöldi: Dagskrárlok, 22.30 23.25 000000000000000000000000<>000000000000000000000000 vaiR A ðstoðarlæknisstöður Staða 1. aðstoðarlæknis við lyflæknis og farsóttadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan er til þriggja ára. Laun samkvæmt kjarasamning- um Reykjavíkurborgar. Staða 2. aðstoðarlæknis við sömu deild er einnig laus til umsóknar. Staðan er til tveggja ára. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsókrir um stöður þessar, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri læknisstörf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar fyrir 15. júlí n.k. Stöðurnar veitast frá 1. sept. 1965. Reykjavík, 1. iúní 1965. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. IÐJUFÉLAGAR: Farið verður í skógræktarferð miðvikudag- inn 2. júní 1965. Lagt af stað frá skrifstofu félagsins, Skip- holti 19, kl. 8 e.h. Fjölmennið. Stjórnin. Skólagarðar Hafnarfjarðar taka til starfa föstud. 4. júní og verða starfræktir við Öldugötu. Innritun fer fram í skrifstofu bæjarverkfræðings dag- ana 2 og 3. júní kl. 10 — 15,30. Börnum á aldrinum 9—13 ára er heimil þátttaka. Þáttíökugjald er kr. 300.00. Garðyrkjuráðunautur. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður haldinn í Sigtúni Reykjavík föstudaginn 18. júní n.k. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi Magnús Jón Kristófersson verkstjóri andaðist s St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 29. maí. Jarðarförin ákveð in föstudaginn 4. júní frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 e.h. Laufey Guðmundsdóttir, böru og barnabörn. 14 1. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.