Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 5
TJÖLD OG SÓLSKÝLI margar gerðir Sóístólar Vindsærsgur Svefnpokar Picnic töskur Gassuðutæki Ferðaprimusar Bakpokar Pottasett og margt fl. GEYSIR H.F. Vesturgötu 7. Vormót Framhald af 2. síðu. jafnaði sótt síðustu mót. Er nú ekki seinna vænna fyrir skáta sem hyggja á þátttöku að hafa samband við foringja. sína. Öll um skátafélaögum landsins er (heimil þátttaka. Mótsgjald er kr. 200,00. Fyrir það fá þátttakendur mótsmerkið mótsblaðið mjólk og fleira en hvorki matur né ferðir á mótið eru þar innifaldar. Vormótið verður með liku sniði og verið hefur. Dagurinn verður notaður til leikja og starfa- Og á kvöldin á allur hópurinn skemmtilega stund við vajjðéld undir rótum Arnarfells- Guðs þjónusta verður á sunnudagsmorg Un og verður mótssvæðið opið gestuni þann dag. Þá gefst for eldrum og velunnurum skátastarfs kostur á að sjá þátt útilífsins í skátaftarf inu. Á mótinu Verðá fjölskylduliúðir, — en slíkar búðir hafa notið sívaxandl vinsælda á undanförnum skátamótum. Edinboigarhátíðin Vinsælar utanferðir meÖ ísl. fararstjórum Margra ára reynsla og ótvíræðar vinsældir tryggir farþegum okkar skemmtilegt og snurða- laust ferðalag undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferðirn- ar viðurkenndar og vinsælar af þeim mörgu, sem reynt hafa. Við augíýsum sjaldan því hinir fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir komnir lieim úr SXJNNU- FERÐXJM eru okkar bezta auglýsing. Nú þegar hafa margir pantað far í þessar helztu hópferðir sumarsins. London — Amsterdam — Kaup mannahöfn 4. júlí og 17. sept. — 12 dagar, kr. 11.800,- Stutt og ódýr ferð, sem gefur tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Ev- rópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milljónaborgin London tilkomumikil og sögufræg liöf- uðborg beimsveldis með sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam heillandi og fög- ur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og „Borgin við Stundið‘,‘ Kaup- mannahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. Borg í sumar- búningi með Tívoli og fleiri skemmtistaði. Hægt að framleigja dvölina í Kaupmannahöfn. Fararstjóri: Jón Helgason. — - •. 23. ágúst — 7 dagar, kr. 7.210,- Flogið ti'l Giasgow og dvalið í viku í hinni undurfögru höfuðborg Skotlands, Etíinhorg á frægustu listahátíð álfunnar, sem er ár- lega haldin um þetta leyti. Farið verður í skemmtiferðir um skozku hálöndin, þar sem lanslagsfegurð er víðfræg. Hægt er að framlengja dvölina og fara til London. — Fararstjóri: GunnarEyjóIfssón, leikari. París — Rínarlönd — Sviss — 27. ágúst — 21 dagur, kr. 18.640,- Þessi vinsæla ferð hefur eins og flestar hinar verið fullskipuð ár eftir ár. Fólk gefst kostur á að kynnast nokkrum fegurstu stöB- um Evrópu í rólegri ferð. Flogið til Parísar. Dvalið þar í boi’g fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Flogið til Rínarlanda og ekið um hinar fögru og sögufrægu Rínarbyggðir. Verið á vínhátíðinni, þar sem drottningin er krýnd. Að lokum er dvalið í liinu und- urfagra Alpafjallalandi Sviss í Luzera, þar sem tindar Alpafjalla speglast í vötnum. Farið í ökuferðir og siglt. Skroppið í skemmti- ferðir yfir til Ítalíu. Hægt að verða eftir á heimleið í London eða Kaupmannahöfn.-Fararstjóri: Jón Helgason. Ítalía í septembersól — 3. september — 21 dagur, kr. 21.300,- Flogið til Mílar.ó, og ekið þaðan um fegurstu byggðir Ítalíu, með 3—4 daga viðdvöl í Feneyjum, hinni „fljótandi ævintýrahorg" og listborginm Florenz. Fimm dagar í Róm og gengið á fund Páfans. Fjórir dagar í Sorrento við hinn undui’fagra Napoliflóa. Farið til Capri og annarra frægra og fagurra stáða. Siglt með Michelangelo, sþlunkunýju, staérsta og glæsilegasta hafskipi ítala (43.000 smál.) frá Napoli til Cannes á Frakklandsströnd. Þar erdvalið í 3 daga í baðstrandarbænuni Nizza, áður en.flogið er heim með viðkomu að vild, í Kaupmannahöfn eða. London. — Farar stjóri: Thor Vilhjálmsson. Ítalía off Spánn — 21. september — 21 dagur, kr. 24.260,- Þessi óvenjulega ferð gefur fólki kost á því að kynnast fegurstu stöðum Ítalíu og Spánar og hefur slík ferð ekki áður verið á hoð- stólum hórlendis. Flogið til Feneyjá og dvalið þar í hinni undurfögr u „fljótandi“ ævintýraborg, sem stundum er kölluð „drottning Adriahafsins“. Flogið þaðan til Rómar og dvalið í nokkra daga í „ borginni eilífu“, þar sem margt er að skoða. Ekið suður til Napoli og dvalið á Capri, áður en siglt er'með hinu nýja og glæsilega haf skipi tala, Michelangelo (45 þús. smál.) lúxusskip, búið ölluni lífs : ins þægindum. Komið til Gíbraltar á þriðja degi og ekið um hinaundurfögru Sólströnd Andalúsíu til baðstrandarbæjarins Torremol- ino, þar sem dvalið er í fjóra daga. Ekið síðan eina'fegurstu leið Spánar til Madrid með viðkomu í Granada hinni fögru höfuðborg ,' Máranna á Spáni, þ.ar sem hallir þéirra og Skráuthýsi standa enn. Að lokinni dvöi'i Madrid er flogið til London, þar sem hægt er að framlengja ferðina. — Fararstjóri: Jón Helgason. -Ævintýraferðin til Axxsturlanda — 8. október 20 dagar. kr. 19.850,- Þessi ótrúlega ódýra Austurlandaferð var farin fullskipuð með 35 farþegum í fyrra ög komust miklu færri en vildu. Verðið er svona lágt vegna samvinnu við enska ferðaskrifstofu sem- hefur á leigu lúxushótel í Egyptaland , sem starfrækt eru í fyrrverandi höllum " Faruks konungs. Flogið til Amsterdam. Dvalið þar í sólarhrlng, áð-ir en flöglð er. til Cairó. Þar ér dvalið í viku og farið' £. koðunar- ferðir um Nílardal. Síðan getur fólk valið um Vikudvöí á baðströndinni í Alezandríu, eða ferðalags tilí „Landsins heíga“, Jérúsalem, Betlehem o. fi. sögustaða Biblíunnar auk Damaskus og Libonon. Dvalíð í tvo dága í Londón á héimleið og hægt að framlengja dvöl- ina þár: — Fararstjóri: Guðni Þórðarson. í SUNNUFERÐUM eru eingörigu notuð góð hótel. Engar langar,' þreytandi bílferðir, flogið og siglt lengstu leiðirnar og ekið aðeins þár ‘sem iandslagsfegurð er mest. í öllum tilfeilum er hægt að fram lengja dvölina erlendis. Kjörórð okkar er: Aðeins það bezta er nógu gott fvr;r okkar farþega. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa SUNNUFERÐIR. Margr '• : ir velja bær afnir ár eftir ár. — Kynnið ykkur verð og gæði annarra ferða — og vandið valið; — Biðjið um nákvæma ferðaáætlun og pantið snémma. — Auk hópferðanna hefur SUNNA fullkomna ferða þjónustu fyn'r cinstaklinga og selur farseðla með flugvélum og skip- um um allan h.eim, járnhrautar- og hílafargjöld í mörgum löndum. — Pantar hóteiin og annast alla fyrirgreiðslu og úndirbúning. Far- seðlarnir eru á sama verði og hjá-flutningafyrirtækjum og ferðaþjónustan því ókeypis í kaupbæti fyrir viðskiptavininn. Ferðaskrifstofan Bankastræti 7. Sími 16-400. i <*> Skátar annast sjálfir löggæslu með aðstoð lögreglunnar í Hafnar firði en auk þess verður á mótinu sjúkravarzla og aðrar þær stofn anir sem nauðsynlegar eru. Nýmæli er það, sem Hraunbú- ar bjóða nú upp á að á mótinu verður barnagæzla fyrir fjölskyjdu búðirnar 5 tíma dag hvern með an mótið stendur. Mótið verður sett kl. 21.30 á fös'udag. Mótsslit verða kl- 14 á mánudag- annan í hvítasunnu. Eins og áður er sagt verður mótið opið gestum á hvítasunnu dag frá kl. 14 og þar til varðeldi er lokið um kvöldið. Atvinnuástand Framh. af 2. síðu. leysisbætur verði hækkaðar og fjármagn atvinnuleysistrygginga- sjóðs verði fyrst og fremst beint til þess að lána til atvinnuupp- byggingar í þeim byggðarlögum er hún við ónóg atvinnuskilyrði og verjast þurfa atvinnuleysi. — Aflatryggingasjóður bæti að mestu mismuninn á aflahlut og kauptryggingu þeirra báta, er leggja upp í heimahöfn. Stofnlán fiskibáta verði lengd. Ríkið hafi forgöngu um síldar og fiskflutn- inga til Norðurlands til atvinnu- aukningar. Þá fól ráðstefnan úndirbún- ingsnefndinni að starfa áfram og fylgja eftir tillögum hennar og kalla saman fulltrúafund kaup- staða og kauptúna á Norðui’landi, til þess að ræða um atvinnu og svæðismál Norðanlands. Undii-búningsnefndina skipa: Áskell Einarsson bæjarstjóri á Húsavík formaður, Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri á Akur- eyri, ritari, Ásgrímur Hartmanns son bæjarstjóri á Ólafsfirði, Rögn valdur Finnbogason bæjarstjóri á Sauðái’króki og Stefán Friðbjarn- arson bæjarritari á Siglufirði. Svavar Gests Framh. af 16. siðu. á milli hvaða tegundir af tónlisí seljast bezt, sumir kaupa bítlav lög, aðrir vilja helzt kórsöng og enn aðrír hljómsveitarverk og ég lield að allt þetta seljist nokkuff jafnt. — Það er ekki ósvipað að gefa út hljómplötur og hækur. Maðus þarf að þekkja mai-kaðinn, en maður er aldrei alveg öruggur um hvort plata nær vinsældum eða ekki. Aun!v;ingasíminn 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. júní 1965 5’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.