Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 7
FRÆÐISKÝRINGUM JÖG Á 'AVANT Jón P. Emils skrifar um nýju íslenzku orðabákina Ekki orkar tvímælis, að íslenzka orðabókin sem Menningarsjóður gaf út síðla árs 1963 undir rit Stórn Áma Böðvarssonar, cand. mag., var mikill fengur fyrir þjóð ina. Einkum ber að hafa í huga notagildi hennar fyrir nemendur, kennara og aðra þá, sem skriftir stunda og áherzlu leggja á að auka þekkingu sína i móðurmáls fræðinni. Gildi hefur bókin og sem almenn uppsláttarbók. Þegar þess er gætt, hve undir búningur bókarinnar tók skamm- an tíma og fáliðað starfslið henn ar virðist hafa verið, má telja útkomu hennar með vissum hætti afrek. Hins vegar ber bókin því glöggt vitni, að hér er um brautryðj endastarf að ræða. Höfundar henn ar munu allir vera norrænufræð ingar eða menn með svipaða menntun eða reynslu- Að mál ifræðilegum og sögulegum orC skýringum virðist ailvel búið; eft i ir því sem leikmenn fá séð. Á hinu leitinu eru höfundum mjög mis lagðar hendur, þegar þeir fara ■ að skýra hugtök annarra fræði greina- í þessum efnum tala ég eðlilega eingöngu um þá fræði grein, sem ég hef haft nokkur kynnj af, lögfræðina. Auðvitað mátti ávallt búast við, miðað við allar aðstæður og áður voru nefndar, að orð og orð væru ekki réttilega túlkuð á lögfræði lega vísu. En sannleikurinn er því miður sá, að vinnubrögð höf unda í sambandi við lagamálið er þeim engan veginn vitalaus. Þótt þeir merki ákveðið orð til heyrandi lögfræðinni virðast þeir enga tilraun hafa gert í þá átt að afla sér sérþekkingar á við komandi orði. Heldur öslast þeir áfram af dugnaðinum einum og skýra fagorð eftir brjóstvitinu. Oft beita þeir þeirri einföldu tækni að greina orðið sundur í liði og slá því síðan föstu, að orð ið hafi þá merkingu, sem fæst með þessari málfræðilcgu sund ur greiningu orðsins. Greinilegt dæmi í þessum efn um er orðið lögveð. Höfundar eru ekki lengi að komast að niður stöðu: Auðvitað merkir orðið lög veð aðeins löglegt veð. Ekki virð ist hvarla að höfundum, að orðið er lögfræðilegt fagorð, sem hefur sína ákveðnu stöðu í liugtakakerfi lögfræðinnar- Svipuð örlög hljóta önnur hugtök, t.d- löggerningur <p=lögformlegur gerningur), lög hald (=leggja halda á e—ð), lög skjlnaöur (=lögformlegur skiln- aður), afsegja víxil (=segja upp víxli). Hér er engin tilraun gerð til að kanna lögfræðilega merkingu orðanna, heldur eru þau aðeins rituð á nýjan leik í breyttu formi Höfundar orðabókarinnar hafa flestir stundað móðurmálskennslu í lengri eða skemmri tíma. Til þeikiVr námrfjrfeinar heyrir að skýra almenna merkingu orða. Því spyr ég: Hve há einkunn myndi t.d. nemandi á gangfræðastigi fá, ef orðskýringar hans væru eitt hvað á þessa leið: jötunuxi=uxi jötna, jólakaka = kaka borðuð á jólum, jómfrúrsund — jómfrú á sundi? Ekki leynir sér hliðstæð an með þessum fáránlegu skýring um og lögfræðiskýringum þeirra orðabókarmanna. Nú skal ég sýna nokkur dæmi um mistökin í skýringum bókar innar á lagahugtökum. Ég tek að eins dæmi úr tveimur köflum henn ar, þ e- orð, sem byrja á A og L, og er upptalningin þó engan veg inn tæmandi, þótt eingöngu sé hugað að þessum tveimur köflum. 1. „Ábekja: rita nafn sitt á bak víxils (ásamt ábyrgðarmanni)“. : t ' t&í Jón P. Emils. Ifvaðan úr víxjlréttinum sprettur einn heiðursmaður, er ber tignar heitið ábyrgðarmaður og er á bak hlið víxils? Víxjllögin hafa að vísu að geyma ákvæði um ábyrgðar mennað víxilskuldbindingum. Slík ábyrgð er á erlendum málum köll uð aval og ábyrgðarmaðurinn av- ist. Helzt er gert ráð fyrir, að slíkur ábyrgðarmaður riti nafn sitt á framhlið víxils eða á við fest blað við hann. Þess konar á byrgð er lítið þekkt í viðskipta lífi nútímans. Engu að síður er gersamlega óheimilt að nota fræði lega orðið ábyrgðarmaður um aðra víxilskuldara en avalista. Hitt er rétt, að í daglegu máli eru þeir menn oft kallaðir „á byrgðarmenn", sem ,;skrifa upp á víxla", og er þá átt við útgefanda og framseljendur („ábekjnga") víx ilsins. Næst ligur að ætla, að orð ið ,,ábyrgðarmaður“ í skilgrein ingu orðabókarinnar sé notað um útgefenda- En þótt haldið sé við hina. daglegu, röngu notkun orðs ins „ábyrgðarmaður", fær skil greinjng ekki staðizt, því að þá eru ()ábekingar“ einnig ábyrgðar menn, en ekki útgefendinn einn, enda þótt ábyrgð hans sé að vísu rikust. Rétt skilgreining orðsins ábekja er því þessi: nafnritun útgefanda og framseljanda á bakhlið víxils. 2. Aðför: að viðlagðri aðför að lögum =ella verður lögtaki beitt.“ Hér er engin tilraun gerð til að skilgreina liugtákið aðför, heldur aðeins vísað til klassískrar setn ingar úr dómsorðum, en sú setn ing misskilin á hinn herfilegasta hátt. í lögfræðinni er talað um að för f víðtækari merkingu, en þá merkir hugtakið: lögleg valdbeit ing til að knýja fram þann rétt, sem aðjla er dæmdur eða tilskil inn af gagnaðila eða rikisvald inu. Yfir hugtakið aðför í þrengri merkingu, er notað orðið f járnám. Er þá um að ræða aðför, þar sem aðfararheimildin er dómur sátt, nauðasamningur eða veðskuld arbréf. Eins og áður segir, er orðalag ið: að viðlagðri aðför að lögum tekið úr niðurlagi dómsorða, þar dómþoli er dæmdur til peninga greiðslu. En þegar orðabókin bæt ir við ,, • • .ella verður lögtaki beitt“, kemur í ljós liið algera þekkingarleysi höfunda á viðfangs efnjnu. Lögtak fer nefnilega aldr ei fram eftir dómsheimild.Þar sem lögtaksrétturinn er fyrir hendi hefur lögtakshafi beina aðfarar heimild í eignum gerðarþola, og ættu flestir skattgreiðendur að kunna skil á þeim hlutum. Lögtaks rétturjnn verður að eiga sér stoð í lögum, enda er hann no’aður til innheimtu á kröfum, sem mega teljast ótvíræðar, enda oftast á kvarðaðar af opinberum sýslunar mönnum. Ljóst er því, að orðabókarmenn nota orðið lögtak í stað orðsins fjárnáms, en slíkt er óafsakandi hroðvirkni. 3 Afsegja víxil: krefjast fulln aðargreiðslu víxils, segja upp víxli.“ Fröðlegt væri að fá upp lýsingar hjá höfundum, ef víxli hefur verið sagt upp fyrir þeim, því að slíkt fyrirbæri væri á heimsmælikvarða. Sérhver víxill hefur ákveðinn gjalddaga- Fyrir gjalddága er yf irleitt ekki hægt að krefjast greiðslu víxilsins, naumast í öðru tilviki én því, að bú greiðanda hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta sérstæða tilvik myndi hins vegar fráleitt falla undir hugtak ið afsögn- Þegar, að gjalddaga víxils er komið, er tvennt til. Annað hvort er1 víxillinn gireiddur, eða úm greiðslufall verður að ræða. Víxill getur ýmist verið geiddur með peningum eða víxilhafi tekur ,við nýjum víxli sem greiðslu, svo kölluðum ,,framlengingarvíxli“. Lögfræðilega séð 'stendur hinn nýi víxill í engu sambandi við hinn eldri. Hið gamla kröfuréttar samband, sem byggt var á eldri víxlinum, er niður fallið og úr sögunni með „framlengingunni". Samtímis hefur myndast nýtt rétt arsamband milli sömu aðila, byggt á nýja víxlinum. Af þessu sést ljóslega, hve fáránlegt er að tala um að ,,segja upp víxli." Þá má spyrja: Hvað felst þá í því að afsegja víxil? Um þessi efni hafa víxillögin glögg ákvæði. Ef víxill er ekk igreiddur á gjalddaga eða tveimur næstu yirkum dög um, getur víxilhafi látið afsegja víxilinn, eUa glatar hann rétti gagnvart útgefanda, framseljend um og e-t.v. fleirum víxilskuldur um. Gagnvart samþykkjanda, sem oftast er greiðandi, hefur afsögn in enga þýðingu. Afsögn víxils er réttargerð (nótríalgerð), fram kvæmd af fógeta. Skilgreina má liugtakið þannig: Afsegja víxil: Réttargerð, sem iirrir víxilhafa réttindamissi gagn vart víxilskuldurum, öðrum en samþykkjanda, ef víxill er ekki greiddur á gjalddaga eða næsu tveimur virkum dögum. 4 Lögaldur: aldur, sem lögum samkvæmt nægir til lögræðis, lög aldur sakamanna 16 ára aldur. Fyrri liðurinn í skilgreiningunni er réttur en sá síðari rangur. Sam kvæmt almennum hegnngarlögum er lögaldur sakamanna á íslandi miðaður við 15 ára aldur, en ekki 16 ára. Það er óhyggilegt af höf unudm orðabókar að ganga í ber högg við skýr lagaákvæði. 5- Löggerningur: lögformlegur gerningur. . . . Þetta er leiðinleg skilgreining og gersamlega röng. í fyrsta lagi er löggerningur algerlega óform bundjnn. Einnig er hægt að hugsa sér lögformlega gerninga, sem ekki ^ru löggejmingaií. 8>að eru til margs konar skilgreiningar á hug takfnu löggerningur, sem allar leiða til sömu niðurstöðu.Stutt og viðhlítandi skýring í þessu sam bandi er á þessa leið: löggerning- u.r er einkaréttarleg viljayfirlýsing sem ætlazt er til að hafi réttar áhrif. 6. Löghald: löggeymsla, leggja lög hald á e—ð = gera e—ð upp tækt“- Hér fara höfundar mjög villtir vegar. Löghald og lög geymsla eru harla ólík réttax- atriði. Er óskiljanlegt, hvaðan höf undum kemur heimild til slíks hugtakaruglings. Þetta er svipað og lialdið væri fram, að hljóð fræði væri sama og setningafræðk Ekki er þó betri sú villan, þegar því er haldið fram, að „leggja lög hald á e—ð“ jafngildi því að „gera e—ð upptækt". Það er mjög algengt, að löghald sé gert í hús> j eignum manna til tryggingar skuldum. Oft er hér um lágar upp hæðir að ræða í samanburði vi5> verðmæti húseignar. Ég held, aÁ mönnum myndi ekki lítast á blik una, ef gera ætti hús þeirra „upp tæk“. Upptaka eigna er refsirétt arlegt hugtak, sem vart getur vc-r ið um að ræða nema í sambandi við refsiréttarleg afbrot, en lög hald er réttarfarslegt hugtak, senv merkir sama og kyrrsetning- 7. Lönám: taka e—-ð lögnámi =gera e— upptækt skv. lögum. Þessi skilgreining er átakanlegt dæmi um hugtakarugling. Lög nám eða sama hugtakið og eigi» arnám, og eru þessi tvö hugtök not uð jöfnum höndum í lögfræðinni, þó að hið síðara sé algengara. Nú hefur orðabókin á reiðum höntj um skilgreiningu á eignamámi: ,Það að taka ímeð dómi) eign e—s til almenningsþarfa." Framh. á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐI0 - 1. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.