Alþýðublaðið - 12.06.1965, Side 2

Alþýðublaðið - 12.06.1965, Side 2
siáastlidna nótfr ★ SAIGON: — Bandarískar flugvélar og sudur-vietnamlskir fiermenn ráku í gær flótta einnar hersveitar Vietcong í skógunum ijmhverfis bæinn Dong Xoai. Hundruð líka lágu á víð og dreif í fcænum og grátandi konur og börn leituðu að ættingjum í rústum theimila sinna. ★ WASHINGTON: — Sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, hlaxwell Taylor, sagði í gær, að sókn sú sem búizt hefði verið við «f hálfu Vietcong væri liafin og að búast mætti við' hörðum bardög lim næstu tvo mánuði. Hann sagði að sóknin væri mjög mikilvæg f.vrir Vietcong, og á hinn bóginn væri mjög mikiivægt fyrir Banda ríkjamenn að hún bæri ekki árangur. ★ BONN: — De GauIIe forseti og Ludivig Erhard kanzlari ræddust við í gær skömmu eftir að forsetinn kom til Vestur-Þýzka lands í opinbera heimsókn. Hvergi var flaggað í Bonn við komu de Gaulles til Bonn og andrúmsloftið var kuldalegt. Vestur-Þjóð- verjar telja, að engar mikilvægar ákvarðanir verði teknar, er fcætt geti samskiptin meðan á lieimsókninni stendur. ★ HOUSTON: — Geimfarinn Edward White sagði í gær að liann hefði skotið sér sjálfur út úr Gemini-geimfarinu áður en hann fór í „göngufcrðina“ í geimnum. Hann kvaðst ekki hafa átt í nein- «jm erfiðleikum með að „ganga" ofan á geimfarinu. ★ MOSKVU: — Wallenberg-málið var tekið fyrir í viðræðum Erianders, forsætisráðherra Svía, og Kosygins, forsætisráðherra Rússa, í gær, en Rússar halda því enn fram að ekki hafi tekizt að finna stjórnarerindrekann sem hvarf er Rússar hertóku Búdapest ■í lok heimsstyrjaldarinnar. ★ NEW YORK: — Albanía, sem oft er talin málpípa Kín- verska alþýðulýðveldisins hjá SÞ, tók skýrt fram í gær að Kínverj ar mundu ekki taka þátt í neinum alþjóðaviðræ'ðum um afvopn unarmál, sem SÞ mundu boða til meðan landið hefði ekki aðild að samtökunum. ★ BÚDAPEST: — Franz Koenig kardináli, erkibiskup Vínar borgar, kom til Búdapest í gær að heimsækja yfirmann ungversku fcirkjunnar, Jozsef Mindzenty kardinála. Koenig er helzti samn- •ángamaður Páfagarðs gagnvart Austur-Evrópu. 191,6 milljón kr. aukning á veltu 63. aðalíund/ur Santbands ísl, samvinnufélaga hófst að Bifröst í Borgarfirði í morgun. Til fund ar eru mættir hátt á annað hundr að manns; fulltrúar kaupfélaga stjórn SÍS, forstjóri framkvæmda stjórar og margt annarra starfs manna og gesta. Á fundinum í dag fluttu stjórn arformaður forstjórj og fram kvæmdastjórar Sambandsins skýrslur sínar um starfsemina á árinu 1964. Heildarvelta Sambandsins á ár inu nam 2.021,8 milljón króna og er þar um að ræða 191,6 milljón ir króna aukningu frá því árinu áður. Formaður stjórnar Sambands ins, Jakob Frímannsson kaupfélags stjóri setti fundinn og bauð fund armenn velkomna- Hann minntist samvinnuleiðtoga, sem látist höfðu á árinu frá því að síðasti aðal fundur var haldinn. Vottuðu fund iarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. Að loknum störfum kjörbréfa nefndar fór fram kjör fundar stjóra og var einróma kjörinn Þor steinn Sigurðsson, Vatnsleysu og til vara Jón Jónsson, Dalvík. Fundarritarar voru kjörnir þeir -Óiskar Jónssþn, S(elft>ssi, Skúli Ólafsson, Reykjavík og Sigiu-ður Óll Brynjólfsson, Akureyri- Frá Iðjufundinum í Iðnó í gær. (Mynd: JV) IÐJA SAMÞYKKTI Reykjavík. — Á FIMMTUDAG náðist sam- komulag milli Iðjufélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði og Akur- «.vri og fulltrúa iðnrekenda um íiýja samninga. Iðja í Reykjavík •hélt félagsfund í Iðnó síðari hluta dags I gær og voru nýju samn- imgarnir samþykktir með um 250 . Btkvæðum gegn u.þ.b. 70 atkvæð- um. A að gizlca 300 manns voru á fundinum. Samkomulagið við Iðjufélögin byggist í meginatriðum á þeim samningum, sem gerðir voru við verkalýðsfélögin fyrir norðan og austan, þ.e.a.s. almenn kauphækk un verður 4% og vinnuvikan stytt ist úr 48 stundum í 45 á óbreyttu kaupi. Að auki voru ýmsar smá- vægilegar breytingar gerðar á samningunum. T. d. lengist sumar leyfi þeirra sem unnið hafa 20 ár og lengur lijá sama atvinnurek- anda úr 24 dögum í 27 daga og þeir sem vinna sérlega óþrifalega vinuu fá ókeypis vinnuföt eftir þörfum og þvott á þeim. Samningarnir gilda frá 1. júní í ár til 1. júní 1966, eða í rétt ár. Þá flutti Jakob Frímannsson, for maður Sambandsins, skýrslu stjórnarinnar og gerði grein fyrir helztu framkvæmdum Sambands ins á liðnu starfsári. Var á árinu haldið áfram við ýmsar bygging arframkvæmdir, sem byrjað hafði verið á 1962 og 1963. Lokið var við þyggingu Ármúlaj 3, Ullar þvottastöðvarinnar í Hveragerði fyrsta áfanga kjötstöðvarinnar á Kirkjusandi og íbúðarhús fyrir for stöðumann verksmiðjunnar Varae í Borgarnesi. Eina nýja byggíngat framkvæmdin, sem byrjað var á á árjnu er viðþygging við Skinna verksmiðjuna Iðunni- Alls nam fjárfesting SÍS í byggingarfrara kvæmdum á árinu kr. 16-323.000. 00, á móti þeirri uppliæð kom lán að upphæð nærri 23 milljónjr króna. Kom Mælifell til landsins 16- apríl 1964. Fr'amhald á 15. síðu FÁIR FUNDIR OG LITILL ÁRANGUR Reykjavík. — EG. UNDIRNEFNDARFUNDUR var í gærmorgun hjá fulltrúum verka lýðsfélaganna fjögurra hér í Reykjavík og í Hafnarfirði, sem undanfarið hafa verið á fundum með sáttasemjara og atvinnurek- endum. Annar fundur verður í dag, en um belnan árangur er ekki hægt að fjölyrða. Ekki er búizt við sáttafundi í verkfalli þjóna, þerna og mat- sveina á kaupskipunum og strand ferðaskipunum fyrr en eftir helg- ina, en verkfall hófst hjá þessum stéttum á miðnætti aðfaranótt föstudagsins. Á aðalfundi Félags síldarsalt- enda á Norður og Austurlandi var eftirfarandi tillaga samþykkt í fyrradag. 21 greiddi atkvæði með tillögunni, 3 voru á móti og fimm greiddu ekki atkvæði. „Aðalfundur FSNA telur sjálf- sagt, að allir atvinnurekendur á Norður- og Austurlandi fari að öllu leyti eftir samkomulagi því um kaup og kjör, sem undirritað STÆKKUN Á BREIÐADALSVÍK Reykjavík. — GO. SÍLDARVERKSMIÐJAN á Breiðda'lsvík hóf bræðslu 9- þ. m. Verksmiðjan er gefin upp fyrir 500 mála afköst á sólarhring, — en bræðir upp í 1000 mál. Þróarrými er fyrir 5—6000 mál og búið er að taka við um 5000 málum alls. í gær, þegar við áttum tal við framkvæmdastjóra bræðslunnar, var veður hið ákjósanlegasta, 2000 mála pláss í þróm og bátar á leið inn með um 2500 mál. Eftir næstu mánaðamót verður lokið við stækkun, sem nú fer fram á verksmiðjunni og verður hún þá með 1200 mála afköst á sólarhring. var á annan í hvítasunnu, hinn 7. þ. m. í Reykjavík af öllum full trúum vinnuveitenda og fulltrúum verkamanna frá þessu svæði, sem þátt tóku í samningunum, að ein um undanteknum. Telur fundurinn, að vinnufrlðn um og afkomu síldarútvegsins I heild sé stefnt í voða með því að gera tilraun til að kollvarpa sam- komulagi, sem svo almenn sam staða hefur orðið um, og alvar- leg tilraun til að hnekkja sam- komulaginu geti ekki leitt til annars en mjög alvarlegs tjóns fyrir alla aðila.” LIK ENSKA PILTSINS ER FUNDIÐ Reykjavík, 11. júní — ÓTJ. LÍK enska plltsíns, Anthony Dean Goffins fannst í gær rekið í flæðarmálinu rétt norðan við Gufuneshöfðann. Er taiið að haiut hafi drukknað. Goffin, sem stund- aði tónlistarnám í heimalandi sínn kom hingað fyrir nokkru til að skoða sig um. Hann fékk sér vinnu hjá sorp- hreinsun Reykjavíkur og hugðist vinna sér inn nægilega mikið fé til að geta ferðast eitthvað um, áður en hann héldi utan aftur. Þegar hans var saknað, var gerð viðtæk leit, og m. a. flaug þyrla Landheigisgæzlunnar yfir Esju, en hann hafði haft við orð að klífa hana. En öll leit reyndist árang- urslaus, og ekkert var um piltinn vitað fyrr en í gær. Foreldrar hans komu hingað skömmu eftir að j liann týndist, en héldu svo utan i aftur, þegar hann var talinn af. 2 12. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.