Alþýðublaðið - 12.06.1965, Page 5

Alþýðublaðið - 12.06.1965, Page 5
oooooooooooooooooooooooooooooooo- Úr reikningum Reykjavíkur ★ í relkningum Reykjavík- urborgar fyrir árið 1964 er að venju margvíslegan fróðleik að finna: ★ Kostnaður við borgai'ráð nam á árinu 692 þúsundum króna, en kostnaður við borg- arstjórn 469 þús. kr. ★ Laun í skrifstofu borgar- stjóra voru 3,9 millj., en 5,9 millj. á skrifstofu borgarverk- fræðings. ★ Kostnaður vegná hag- fræði og hagskýrsludeildar varð á árinu 1964 767 þús. kr. ★ Borgin greiddi á árinu 598 þúsund i talsímakostnað og 1,3 millj. kr. í pappír, rit- föng og prentun. ★ Vegna launa lögreglu- manna greiddi Reykjavíkurborg 20,9 milljónir króna og rúm- lega eina milljón vegna fatn- aðar þeirra. ★ Kostnaður við sóthreins- un var 408 þús. og kostnaður við eldfæraeftirlit 396 þús. ★ Borgin greiddi 2,2 milljónir vegna tannlækninga skólabarna og rúmlega milljón vegna heilbrigðiseftirlits þeirra vegna. ★ Gjöld vegna Árbæjar reyndust 930 þúsund, en tekjur af Árbæjarsafni voru hins veg ar 263 þús. kr. ★ Framlag Reykjavíkur til Sinfóníuhljömsveitar Xslands vár á árinu 1964 1,6 millj. kr. og framlag borgarinnar til Listahátíðar var 250 þús. ★ Kostnaður við sótthreins garða varð 4,8 millj. en kostn. við leikvelli 5,8 millj. og kostn. við Heiðmörk 1,5 milljónir. ★ Vegna hátíðahaldanna il7- júní, áramótabrennu, jóla- trjáa o.fl. greiddi borgin 1,2 milljónir. ★ Borgarbókasafnið keypti á árinu 1964 bækur fyrir 930 þús. kr. og greiddi 385 þús. fyrir bókband. ★ Á árinu sóttu 212 þús. manns Sundhöllina, 159 þús. manns Sundlaug Vesturbæjar og 196 þús. manns Sundlaug- arnar. ' ★ Rekstrarhalli á Sund- höllinní varð um tvær milljón- ir króna, en tæplega 500 þús. á Sundlaugunum og Sundlaug Vesturbæjar. ★ Gjöld vegna íþróttasvæða reyndust um 3 milljónir, en tekjur 1,3 milljónir. ★ Borgarsjóður greiddi STEF 35 þús. kr. vegna hátíð- arhaldanna 17. júní, en laun danshljómsveitanna, sem léku fyrir dansi úti, voru tæplega 70 þúsund' krónur. ★ Umönnun fugla á Tjörn inni kostaði borgina 290 þús. kr. árið 1964 og kostnaður við hreinsun Tjarnarinnar var 18 þúsund krónur. ★ Gatnahreinsun kostaði borgina 1964 5,7 millj. kr. — Kostnaður vegna hálku varð 818 þúsund. snjómokstur kost- aði 1,4 millj. og kostnaður v/ göturyks varð 1,1 miUjón. ★ Vinnulaun við sorphreins- un námu 11,3 milljónum, en bifreiðakostnaður varð 4,7 milljónir. 65 þúsund króna á- góði varð að hreinsun skolp- leiðslna fyrir húseigendur. ★ Til barna og unglinga- verndar var varið 1,4 millj., þar af voru laun starfsfólks og nefndarmanna 776 þús. kr. ★ Kostnaður við bólusetn- ingar var á árinu 390 kr. og 90 aurar, kostnaður við kjöt- mat varð 20 þús„ en kostnaður við dúfnaeyðingu 150 þús. kr. ★ Umhirða og gæzla á birgðum loftvarnanefndar kostaði 224 þús., en laun fram kvæmdastjóra almannavarna voru 80 þúsund krónur. ★ Kostnaður við umferðar merki varð 1964 1,2 milljónir, kostnaður við götumerkingar 900 þúsund og kostnaður við umferðarljós 800 þús. kr. — Kostnaður af verkstjórn við umferðarmál var 159 þús. ★ Kostnaður við bifreiða- stæði varð samtals 1,6 millj. en af því greiddi stöðumæla- sjóður 1,1 milljón. ★ Kostnaður við móttöku erlendra gesta og risnu nam samtals 650 þúsundum, en eftir lit með dómkirkjuklukkunni og klukku borgarinnar í Eim- skipafélagshúsinu kostaði 7596 krónur. ★ Hrein eign Rafmagns- veitu Reykjavíkur skv. efna- hagsreikningi er 182,4 milljón- ir, en hrein eign Hitaveitu Reykjavíkur 121 milljón króna. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* BERIFULLGILD VEGABRÉF BLAÐINU hefur borizt svo- hljóðandi frétt frá utanríkis- ráðuneytinu. Frá sendiráði íslands í Bonn og ræðismannsskrifstofum íslands í hafnarborgum Vestur—Þýzka- lands hafa utanríkisráðuneytinu borizt ítrekaðar kvartanir vegna þess að allmargir íslenzkir sjó- menn hafa ekki haft í fórum sín- um fullgild íslenzk vegabréf eða önnur opinber nafnfestu og ríkis fangsskilríki. Hafa hlotizt af þessu óþægindi, þar sem þýzkar reglur mæla svo fyrir, að ekki megi veita erlendum sjómönnum landgöngu- leyfi nema því aðeins að þeir hafi fullgild vegabréf eða önnur opin- ber nafnfestu og ríkisfangsskil- ríki. Brýnt er því fyrir íslenzkum útvegsmönnum, sem senda skip til Þýzkalands, að sjá svo um, að öll skipshöfnin hafi gild íslenzk vega- bréf meðferðis. Ella geta þeir ekki gert ráð fyrir því að fá land gönguieyfi í Þýzkalandi. Blómsveigur lagður á leiði Axels Tuliníusar, Wm Rausnarleg gjöf til skáta SÍÐASTLIÐINN sunnudag voru 100 ár liðin frá fæðingu Axels V. Tuliniusar, sýslumanns. Banda- lag íslenzkra skáta og íþróttasam- band íslands minntust þessa at- burðar með athöfn í kirkjugarð- Gaginfræðaskóla Austurbæjar var slitið mánudaginn 31. maí- Sveinbjörn Sigurjónsson skóla stjóri skýrði í yfirlitsræðu frá rtörfum skólans á þessu 37- starfs ári hans og lýsti úrslitum prófa, Innritaðir nemendur á síðasta hausti voru 393, en bekkjardeild ir 15, allar árdegis. Fastir kennar ar voru 22 og 8 stundakennarar. Gagnfræðaprófi almennra.r bók námsdeildar 4. bekkjar luku 59 nemendur, þar af 1 utan skóla, en 29 gagnfræðingar brautskráð i ust úr verzlunardeild. Hæst í al menn.ri deild urðu Hannes Guð mundsson 8,59 og Jenný Sörh eller 8,21, en í verzlunardeild Kon , ráð Lúðvíksson, 8,68 og Guðmund I ur Jóelsson 8,58. I -------- Bakkafjörður bræðir í haust Reykjavík. — GO. SÍLDARVERKSMIÐJAN á Bakkafirði, sem að vísu er lítll, fer að öllum líkindum ekki í gang fyrr en um höfuðdag, 29. ágúst i haust. Ekki hefur verið tekið á móti einni einustu bröndu á Bakkafirði ennþá sem komið er, en þar er þróarrými fyrir 5000 mál. Til stóð að stækka verksmiðj- una í vetur, en hún er ekki nema 500 mála, en lánið til framkvæmd- anna fékkst ekki fyrr en í gær eða fyrradag. Þetta litla pláss á Austfjörðum verður því sem næst algerlega af- skipt á síldarvertíðinni í sumar. inum við Suðurgötu, þar sem lagðir voru blómsveigir á leiði Axels V. Tuliniusar. Axel V. Tulinius var fyrsti skátaliöfðingi íslands, eða allt frá stofnun Bandalags íslenzkra skáta Landspróf 3. bekkjar þreyttu 79 nemendur, þar af 1 utan skóla Úrslit á þeim vettvangi eru enn ókunn- í almennum bóknámsdeildum 3- bekkjar og verzlunardeiid þreyttu 78 nemendur próf. 67 luku prófi og sfóðu?t. Hæst urðu Einar Símonarson 8,91 og Ástríð ur B. Stejngrímsdóttir, nemandi í verzlunardeild 8,55. Unglingapróf tóku 140 nemend u.r. 127 luku prófinu og stóðust Hæstur varð Jörundur Þórðarson hlaut ágætiseinkunn 9,37. Auk hans fengu þessir 5 nemendur á gæti'-einkunn á unglingaprófi: Friðrik Guðbrandsson, 9,27 Sigur jón ísaksson, 9,07, Jakob Smári 9,03, Ragnheiður Guðmundsdótt ir 9,00 og Sverrir Guðjónsson 9,00. Þeir nemendur sem ágætiseink unn hlutu og nokkrir aðrir, er sýnt höfðu mikla ástundun, dugn að og góðan námsárangur fengu áritaðar verðlaunabækur frá skól anum- í lok ræðu sinnar ávarpaði skólastjóri hina ungu gagnfræð inga- Minnti hann á spakmæli Háva mála: Veðr ræðr akri, en vit syni. Hætt es þeirra hvárt. Kvað hann miklu varða fyrir hina ungu að no+a vit sitt og kunn áttu sem bezt og temja sér í anda Hávamála gætni, hófsemi og hátt vísj í samskip+um við aðra menn en forðast öfgar aliar. Þakkaði skólastjóri síðan kenn urum, nemendum og starfsfólki gott starf og sagði skóla slitið. þar til hann lézt þann 8. des. 1937. Hann starfaði mjög ötúl- lega fyrir skátahreyfinguna all’a tíð og var einstaklega virkur með iimur hennar. Með starfi sími lagði hann traustan hornstein að starfi skáta í dag og veitti skátæ- foringjum, sem á eftir honum komu gott fordæmi. Auk starfa síns fyrir skáta var Axel V. Tulinius mikill íþrótta- maður og fyrsti forseti íþrótta- sambands íslands. Axei Tulinius hlaut æðsta heið- ursmerki skáta, silfurúlfinn. — Honum hlotnaðist einnig margvís legur annar heiður og var hann kunnur maður innan alþjóða- bandalags drengjaskáta. Til marks um það hve vinsæll Axel V. Tul- inius var meðal íslenzkra skáta, má minnast þess, að er hann varð 70 ára, gáfu íslenzkir skátar hon- um skinn, sem hver einasti skátl á landinu Iiafði ritað nafn sitt á. í tilefni aldarafmælisins, barst Bandalagi íslenzkra skáta rausnar leg gjöf frá Sjóvátryggingarfé- lagi íslands, að upphæð kr. 100 þúsund- Gjöf þessi var gefín vegna þess, að Axel Tulinius va» fyrsti framkvæmdastjóri Sjóvá- tryggingafélags íslands. Nýr kokkur a5 Hvoli Hvolsvelli. — ÞS-GO. UM síðustu lielgi var frétta- mönnum blaða boðið til kvöld- verðar að Hvoli. Var þar kj nntUP Tryggvi Marteinsson matreiðshi- maður, færeyskur að ætt og upp- run? Mun hann vera mörgum landanum kunnur, þar eð hann hefur verið kokkur á vs. GuWÞ fossi og að Bifröst í Borgarfirðl um árabil og vonuin við hér i Hvolhreppi að gestir, sem að garði bera, verði ckki fyrir neih- um vonbrigðum með góðar veit- ingar. Þess má líka geta, að hót- elið verður opið alla daga frá kl. 8 að morgni til kl. 11,30 að kvöldl. Gagnfræðaskóla Austur- bæjar sagt upp ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. júní 1965 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.